Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 18

Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 18
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR ÞINGSJÁ | 18 16. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Bjarni Benediktsson varð formaður Sjálf-stæðisflokksins í mars 2009. Óhætt er að segja að hann hafi tekið við flokknum á erfiðum tímum og í kosningunum skömmu síðar fékk Sjálfstæðisflokkurinn minnsta fylgi í sögu sinni. Það hefur síðan sveiflast upp og niður en verið á niðurleið undanfarið. Sú niðursveifla hófst þegar Icesave- dómurinn féll og, öfugt við það sem yfirleitt gerist, jókst hún við lands- fund flokksins sem haldinn var í febrúar. Bjarni segir að flokkurinn sé ósáttur við fylgi sitt í könnunum og ætli sér að sækja fram að nýju. „Sjálfstæðisflokkurinn er einn flokka að tala fyrir raunhæfum leiðum til að lækka skatta og efla atvinnulífið í landinu en allt stendur og fellur með því þegar uppi er stað- ið. Bæði staða ríkissjóðs og staða heimilanna er algjörlega undir því komin að atvinnulífið taki við sér en sé ekki í þeim dróma sem verið hefur.“ Skattaafsláttur Bjarni segir mikilvægast fyrir heimilin að lækka skatta og skuldir. Horfa verði á greiðslugetu heimil- anna. „Það eru um 25 þúsund heimili sem á skömmum tíma voru komin með neikvæða eiginfjárstöðu. Það gerir yfir 50 þúsund framteljend- ur. Á þessu verður að taka, annars verður allt annað sem þarf að fást við miklu erfiðara. Við ætlum að gefa fólki sem greið- ir af húsnæðislánum sínum skatta- afslátt. Hann mun vara í fjögur til fimm ár og þegar horft er á dæmi- gert lán munu þessar aðgerðir gera það að verkum að höfuðstóll láns- ins verður 20 prósentum lægri en ella. Þetta gerist annars vegar með tekjuskattsafslættinum, sem fæst á móti afborgunum á lánum, og hins vegar því að við ætlum að veita fólki valkost um að taka greiðslur sem færu ella til séreignarsparnaðar og beina þeim beint inn á húsnæðis- lánin sín. Þetta tvennt, saman með tekju- skattslækkun og endurskoðun þessa þriggja þrepa skattkerfis, mun bæði auka ráðstöfunartekjur og bæta skuldastöðu heimilanna. Það er líka eitt stærsta hagsmuna- mál heimilanna að í landinu sé öfl- ugt atvinnulíf sem tryggi fólki störf og bæti lífskjör.“ 14 til 16 milljarðar Hafið þið reiknað út hvað þetta þýðir í minni tekjum fyrir ríkissjóð? „Já. Við teljum að þessar aðgerð- ir muni kosta ríkissjóð um 14-16 milljarða á ári, í þessi fjögur til fimm ár. Það er brúttókostnaður. Nettókostnaðurinn er lægri. Þetta er raunhæft en ekki byggt á ein- hverju stórkostlegu ofmati á getu ríkissjóðs til að standa undir hundr- aða milljarða loforðum sem sumir flokkar hafa gefið fyrir þessar kosningar. Í frétt RÚV í vikunni voru hugmyndir flokkanna bornar saman og þar kom fram að aðrir eru að lofa aðgerðum sem kosta á bilinu 240-400 milljarða. Þetta eru 10-15 Hörpur eða rekstrar kostnaður Landspítalans í um það bil tíu ár. Á sama tíma er kirkjan að safna fyrir lækningatækjum fyrir sjúkrahúsin og lögreglan er fjársvelt. Þetta er því ávísun á stórkostlega viðbótar- skuldsetningu ríkissjóðs, verðbólgu og lífskjararýrnun Íslendinga um ókomna tíð. Hvað aðgerðirnar okkar varðar hafa þær ekki sömu áhrifin á tekjur ríkissjóðs til skamms tíma vegna þess að séreignarsparnaðurinn hefði aldrei komið til tekna hjá rík- issjóði fyrr en hann hefði verið tek- inn út. Okkar hugmynd er að hann verði varanlega skattlaus og að því leyti má segja að hann hafi engin áhrif á tekjur ríkissjóðs til skamms tíma, en tekjuskattsafslátturinn vegna afborgana veldur einhverri tekjulækkun hjá ríkissjóði. Á móti munu ráðstöfunartekjur heimilanna smám saman vaxa og þau geta orðið virkari þátttakendur í efnahagslífinu og þannig gerum við ráð fyrir að nettókostnaðurinn verði lægri. En það liggur í hlutar- ins eðli að við getum ekki gert eitt- hvað sem um munar sem kostar ekki neitt. Þetta er ábyrg og raun- hæf leið. Hvað áhrif á ríkissjóð varðar er þessu dreift á nokkur ár og þetta er almenn aðgerð sem nýtist öllum sem eru að greiða af húsnæðislánum. Hún hvetur til þess að fólk standi í skilum, hún styður fólk í þeirri við- leitni sinni að halda eignum sínum. Þannig styður hún við séreigna- stefnuna sem við höfum alltaf stutt og hún er, hvað tekjuskatts afsláttinn snertir, alveg hlutlaus gagnvart tekjuhópunum. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með í tekjur, þú munt fá sama afsláttinn af tekjuskattinum.“ Hvetja til sparnaðar Sjálfstæðisflokkurinn vill gera atlögu að almennri notkun verð- tryggingar í landinu og tryggja það að fólk hafi val um verðtryggð eða óverðtryggð lán. Bjarni segir það vera hlutverk stjórnvalda að endur- skoða húsnæðislánamarkaðinn með það að markmiði að tryggja óverð- tryggð lán sem valkost. Hann segist vilja vinna áfram með hugmyndir ASÍ um breytta fjármögnun húsnæðislánakerfisins. Útgangspunkturinn sé að fyrst og fremst verði um óverðtryggð lán að ræða og verkefnið að tryggja fasta vexti til lengri tíma. „Að auki viljum við beita skatta- legum hvötum til að gera ungu fólki, sem er að fara í fyrstu fasteigna- kaup, kleift að eignast höfuðstól. Þetta er mikilvæg kerfis- og hugar- farsbreyting, þannig að það verði ekki meginreglan að fólk skuldsetji sig mikið við kaup á fyrstu íbúð og fái svo vaxtabætur frá ríkinu eins og verið hefur. Það skiptir öllu að tefla fram hug- myndum sem ganga upp því ella fáum við aðgerðirnar í bakið með hærri verðbólgu og vöxtum. Það má því segja að ekkert af þessu takist, þegar upp er staðið, það er að segja, að ná raunverulegum kjarabótum nema við náum stöðugleika, lækkum verðbólguna og sköpum fleiri störf.“ En er hægt að tryggja þann stöðug leika sem með þarf með íslenskri krónu? „Já. Ég tel að það sé hægt. Það hefur verið og verður áfram eitt erfið asta verkefni stjórnvalda á hverjum tíma að tryggja stöðug- leika. Ég hef lengi talað fyrir því að það þurfi, og ræddi um það í eldhúsdags umræðunum, að strax eftir kosningar yrði að ná nýrri þjóðarsátt. Það þarf að gera nýjan stöðug leika- og vaxtasáttmála í landinu. Ég hugsa í því sambandi til þjóðar sáttarinnar frá 1990 og þess hve miklu hún skipti fyrir heimilin og atvinnulífið. Stöðugleikasáttmáli, þar sem menn tryggja að kjarabætur haldist í hendur við aukna verðmætasköp- un, aukna framlegð og framleiðslu, er ein grunnforsenda þess að okkur takist að ná tökum á ástandinu. Ein helsta forsenda þess að það takist er að fyrir liggi trúverðug áætlun stjórnvalda til næstu ára.“ Skattar verða lækkaðir Hvað atvinnulífið varðar segir Bjarni að þrennt hafi staðið því fyrir þrifum í tíð núverandi ríkisstjórnar. „Í fyrsta lagi pólitísk óvissa um hvert skuli stefna. Í því samhengi nægir að benda á sjávarútveginn og orkunýtingarmál. Það verður að tryggja atvinnulífinu í landinu starfsöryggi og vissu um lagalegt og rekstrarlegt umhverfi sitt. Í öðru lagi eru skattahækkanir. Mun hærra hlutfall aðhalds aðgerða ríkisstjórnarinnar kom í gegnum auknar skatttekjur en lofað var í stöðugleikasáttmálanum. Okkar stefna verður að lækka skatta að nýju og einfalda skattkerfið. Fremst á forgangslistanum er trygginga- gjaldið sem er enn allt of hátt. Í þriðja lagi eru það höftin. Þau verða einfaldlega að fara, enda kæfa þau bæði atvinnulífið og heimilin í landinu. Tekjutap sem vinnst upp Bjarni segist ósammála því að það að lækka skatta þýði tekjutap fyrir ríkið. Fjölmörg dæmi séu frá undan- förnum áratugum þar sem skattar hafi verið lækkaðir en tekjur ríkis- ins á sama tíma aukist vegna frek- ari umsvifa. Nægi þar að horfa á tekjuskattslækkanir á fyrirtæki úr 50 prósentum í 15 prósent á meðan tekjur ríkisins jukust. En geturðu lofað kjósendum því að skattalækkun þýði ekki minni tekjur? „Já, þegar upp er staðið er það alveg skýrt. Tekjutap ríkissjóðs getur hins vegar verið óhjákvæmi- legt í skamman tíma en afrakstur- inn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast.“ Í hve skamman tíma og hve mikið? „Reynsla annarra þjóða er að á einu til þremur árum er hægt að snúa hagkerfinu við með markviss- um aðgerðum. Tekjutap í eitt til tvö ár getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til aðgerða sem eru skynsamlegar og borga sig marg- falt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa,“ segir Bjarni. Hann segir sem dæmi að lægra og sann- gjarnara veiðigjald muni auka fjár- festingu í greininni og útflutnings- tekjur þar með. „Það verður líka flókið mál, og ekki einnar nætur verk, að einfalda virðisaukaskattkerfið. Við viljum lægra almennt þrep þar, en í dag eru þau þrjú með tilheyrandi flækju- stigi. Þetta er ekki verkefni sem við getum leyst á fyrstu mánuðum eftir kosningar, en það er hins vegar hægt að gera það varðandi trygg- ingagjaldið. Að auki þarf að endur- skoða vöru- og aðflutningsgjöldin.“ En hafið þið reiknað það nákvæm- lega út hvað þetta kostar? „Já, en við einblínum ekki síður á hverju þetta skilar. Það er aðal- atriðið að við þurfum að hefja nýtt vaxtar- skeið. Skammtíma- tekjutap upp á 10-20 milljarða af skattalækkunum á atvinnulífið mun skila sér margfalt til baka. Að sjálf- sögðu munum við loks raða þessum skattalækkunarað- gerðum þannig að það eigi saman við stöðuna í hagkerfinu á hverjum tíma og við munum ekki gefa eftir það stóra markmið okkar að loka fjárlaga- gatinu. Ég vil setja mun strangari reglur um fjármál ríkis- i n s e n fylgt hefur verið hing- að til.“ Munum lækka skatta og skuldir Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað undanfarið og landsfundur flokksins breytti engu þar um. Fréttablaðið settist með Bjarna Benediktssyni formanni og fór yfir helstu stefnumálin í kosningabaráttunni, stöðu heimilanna, skatta og atvinnumál. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is 2013 Bjarni segir að setja verði fram raunhæfa áætlun til að afnema gjaldeyrishöftin. „Höftin eru þarna vegna þess að við getum ekki leyft eignum í eigu erlendu kröfuhafanna að fara út á hinu opinbera skráða gengi. Það verður að ganga mjög ákveðið til verks núna og setja reglur sem miða að því að afskrifa stóran hluta af þessum kröfum og gera í framhaldi af því upp við kröfuhafana, án þess að gengi krónunnar verði sett í algjört uppnám. Ef hugmyndir um nýjar reglur leysa ekki vandann, þá er ekkert annað að gera en að taka þessi fjármála- fyrirtæki sem eru í slitameðferð og setja í þrotameðferð. Þá verða bankarnir að gjaldþrota félögum og ég get séð fyrir mér að þá verði þetta ekki leyst með skilyrðum seðlabankans um útgreiðslu gjald- eyris, heldur einfald- lega með mjög háum skatti á greiðslu fjár út úr landinu.“ ➜ Afnemum höftin 18,8% ➜ Fylgi Sjálfstæðisflokksins í formannstíð Bjarna 60% 50% 40% 30% 20% 25 .3. 20 09 7.4 .20 09 14 .4. 20 09 20 -22 .4. 20 09 28 .7. 20 09 15 .10 .20 09 7.1 .20 10 18 .3. 20 10 23 .9. 20 10 19 .1. 20 11 24 .2. 20 11 5-6 .4. 20 11 8.9 .20 11 7-8 .12 .20 11 8-9 .2. 20 12 11 -12 .4. 20 12 23 -24 .5. 20 12 16 -17 .1. 20 13 27 -28 .2. 20 13 30 -31 .1. 20 13 13 -14 .3. 20 13 Ko sni ng ar 25 .4. 20 09 treysta Bjarna Benedikts- syni best til að leiða ríkis- stjórn að loknum kosn ing- um, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var í lok febrúar. 29,1% 40,3% 27,3% 43,4% 23,7% 44,0% 43,7% 34,7% 24,8% 35,6% 41,2% 42,6% 30,4% 50,3% 31,1% 27,6% TÆKIFÆRI Bjarni Benediktsson segir tækifæri felast í óvissufylgi. Raunhæfar tillögur Sjálfstæðisflokksins muni laða fleiri kjósendur að honum. ÞRJÚ MÁL SEM EKKI VERÐUR HVIKAÐ FRÁ ÞEG- AR KEMUR AÐ RÍKISSTJÓRNAR- SAMSTARFI.Skattalækkanir „Skattar verða lækkaðir og einfaldaðir. Það verður einfaldlega að gera það.“ 1 Tekið á hallarekstri „Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi sem byggir á áfram- haldandi stórkost- legum hallarekstri ríkissjóðs.“ 3 Skuldastaða heimilanna „Það verður ekki gefið eftir að taka á skulda- stöðu heimilanna og greiðsluvanda þeirra.“ 2 21,9% 49,6% 35,0% 17.11.2011 Landsfundur 27.1.2013 Icesave- dómur fellur 21.02.2013 Landsfundur 32,0% 40,7% 29,0% FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 9. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 28% Framsóknarflokkurinn er á mikilli siglingu þessa dagana og mælist hátt í skoðanakönnunum. Þetta eru aðrar kosningarnar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir flokk-inn í gegnum. Hann varð formað- ur 18. janúar 2009, þegar mikil endurnýjun varð í forystu flokksins. Óhætt er að segja að hann hafi átt glæsta innkomu í stjórnmálin. Þeir eru ekki margir sem hafa orðið formenn eftir jafn stuttan starfsferil í flokki. Flokksþing Framsóknarflokksins fór fram í febrúar og þar voru línurnar lagðar fyrir kosningabaráttuna. Tvö mál ber þar hæst; skuldaleiðréttingu og afnám verðtrygging- ar. Fréttablaðið sett- ist niður með Sigmundi og fræddist um stefnuna í þessum stærstu málum. 240 milljarðar afskrifaðir Sigmundur Davíð segir að flokkurinn hafi frá minnihlutastjórninni í febrúar 2009 lagt mikla áherslu á leiðréttingu skulda og rætt um 20 prósent í því samhengi. Því miður hafi tækifærin til þess ekki verið nýtt og aðstæður nú séu flóknari og málin erfiðari í útfærslu. En hvað mun þetta kosta? „Málið er orðið mun flóknara núna og nauðsynlegt er að meta hvert og eitt tilvik fyrir sig. Það þarf þó að gera eftir algildum eða almennum reglum og við teljum mikil- vægt að allir sitji við sama borð. Augljóslega mun þó þurfa að huga að því hvenær lán var tekið. Það er ekki hægt að ráðast í jafn mikla leiðréttingu láns sem tekið var í síðasta mán- uði og á því sem tekið var 2006. Við teljum óhjákvæmilegt að ráðast í þess- ar aðgerðir því eins og staðan er núna er nán- ast heil kynslóð á Íslandi eignalaus og með neikvætt eigið fé. Það er mjög hættu- legt ástand fyrir samfélag, bæði félagslega og efnahagslega, því þessar kynslóðir eru þær sem viðhalda þurfa vextinum. Því segjum við að það sé á endanum dýrara að bregðast ekki við vandanum heldur en að gera það. Það er nokkuð á reiki um hvaða tölur er að ræða en verðtryggð fasteigna- lán eru í kringum 1.200 millj- arða króna. Ef við notum 20 prósentin sem viðmið, þó að það sé ekki endilega niðurneglt, erum við að tala um 240 millj- arða króna. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þessir 240 milljarðar séu eitthvað sem komi til greiðslu í einu lagi. Ávinn- ingurinn af leiðréttingu skulda getur farið að skila sér áður en kostnaðurinn fellur allur til,“ segir Sigmundur og ítrekar að sá kostnaður eigi að lenda á þeim sem hafi hagnast á hruninu. Einhver kostnaður Framsóknarflokkurinn leggur til að á meðal leiða sem farnar verði sé að veita þeim sem greiði af fasteigna- lánum afslátt af tekjuskatti. En geturðu upplýst kjósendur um hvað þessar leiðir muni þýða fyrir ríkissjóð í minnkandi tekjum eða útgjöldum? „Ég get sagt að þetta kunni að þýða að ein- hver langtímakostnaður lendi á ríkissjóði, þó ekki væri nema vegna flækjustigsins sem komið er í þetta. Sá langtímakostnaður verð- ur hins vegar, áður en hann fellur til, veginn upp af efnahagslegum ávinningi.“ Samningsvilji kröfuhafa Sigmundur Davíð segir að til að hægt sé að fara í þessa skuldaleiðréttingu þurfi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna. Lík- lega séu um 90 prósent krafnanna í eigu vog- unarsjóða sem keypt hafi kröfurnar af upp- haflegum lánveitnedum. „Þeir sem keyptu kröfur tiltölulega snemma, eins og við reyndar töldum að ríkið ætti að gera, hafa hagnast verulega á þeim. Þá spyrja menn: Er það ekki bara þeirra hagnaður, er nokkur flötur á að skipta honum með þeim sem töpuðu á hruninu? Jú, það er í fyrsta lagi réttlætanlegt og í öðru lagi framkvæmanlegt. Þeir sem keyptu kröfur bankanna á hrakvirði vissu að hverju þeir gengu. Þeir sérhæfa sig í svona við- skiptum og vissu að þeir keyptu kröfur á gjaldþrota fyrirtæki í landi sem um tíma hafði verið verið kallað gjaldþrota, og í gjaldeyrishöftum. Þau meinuðu þeim að ná fjárfestingunni til baka án þess að ein- hverjar breytingar yrðu á fyrirkomulaginu.“ Lausn Framsóknarflokksins á þessu er að gefa kröfuhöfum kost á að taka þátt í því að byggja upp íslenskt samfélag og eiga þá hlutdeild í aukinni verðmætasköpun. Að öðrum kosti geti þeir staðið frammi fyrir íþyngjandi aðgerðum, sem þó séu réttlætan- legar. „Í slíkum viðræðum þurfa menn bæði að hafa gulrót og kylfu. Það þarf að skapa hvata en menn þurfa líka að standa frammi fyrir því að ef þeir séu ekki tilbúnir til að spila með verði það þeim ekki til hagsbóta. Eins og lögin eru núna í stakk búin á að greiða úr þrotabúum íslenskra fyrirtækja í íslenskum krónum. Seðlabankinn gæti því í raun inn- kallað gjaldeyrinn, í krafti gjaldeyrishaft- anna, og greitt út í íslenskum krónum sem menn sætu þá fastir með hér.“ Þessi stefna gerir ráð fyrir samningsvilja kröfuhafanna? „Hún byggir annaðhvort á vilja þeirra eða því að ríkið nýti sér fullveldisrétt sinn, til dæmis með því að greiða út í íslenskum krónum eða sérstakri skattlagningu.“ En óttist þið ekki að það muni hafa áhrif á framtíðarkröfuhafa Íslands? Ríkissjóður mun þurfa að fjármagna sig í framtíðinni. „Ég held að menn þurfi ekki að hafa mikl- ar áhyggjur af því. Menn gera sér grein fyrir því að í þeim aðstæðum sem Ísland er í núna þarf að beita óhefðbundnum leiðum. Ísland sker sig ekki lengur úr og við höfum fordæmi frá fjölmörgum Evr- ópuríkjum þar sem verið er að fara óhefðbundnar leiðir. Menn skilja að þarna er fyrst og fremst um að ræða vogunarsjóði sem sérhæfa sig í að fjárfesta í óvissunni.“ Þarna er þó líka um að ræða lánastofnanir sem lánuðu bönk- unum í góðri trú. Kemur þetta ekki niður á þeim? „Jú, þetta getur haft áhrif á einhverja sem hafa þegar tapað, en ekki grætt. Hagur þeirra hefur hins vegar vænkast vegna þess að neyðarlögin verja eignir þeirra. Þó að tapið sé stórt er þó búið að verja hag þeirra svo mikið að eðlilegt er að þeir taki þátt í að koma til móts við hina hliðina, það er að segja skulda- hliðina.“ Verðtryggingin afnumin Framsóknarflokkurinn vill stofna nefnd sér- fræðinga sem leiti leiða til að afnema verð- trygginguna. Sigmundur Davíð segir í sjálfu sér ekki flókið að afnema hana. Nefndin verði að skoða heildarmyndina því verð- tryggingin haldist í hendur við margt annað. „Margir hafa bent á að verðtryggingin sé ekki vandamálið heldur verðbólgan. Auð- vitað þarf, samhliða afnáminu, að haga hag- stjórn þannig að haldið sé aftur af verðbólg- unni. Einn af göllum verðtryggingarinnar er hins vegar að síðan hún var sett hefur efna- hagslífið lagað sig svo að henni að verðtrygg- ingin er farin að ýta undir verðbólguna. Menn hafa til dæmis verið hvað eftir annað að reyna að hafa áhrif á verðbólgu með stýrivöxtum Seðlabankans. Engu máli skiptir hvort þeir eru færðir upp eða niður, samhengið við verðbólguna birtist ekki. Það er vegna þess að áhrifin hafa verið tekin úr sambandi við verðtrygginguna með því að hafa í raun annan gjaldmiðil á lánum. Afnám verðtryggingarinnar er því hluti af því að vinna á verðbólguvandanum.“ Peningar eru ekki verðmæti Tökum einfalt dæmi. Ef ég lána þér fyrir bjór vil ég geta keypt mér bjór fyrir þann pening sem þú borgar mér til baka. Ég vil að virði peninganna sé það sama þegar þú end- urgreiðir mér lánið. Hvernig tryggið þið það ef verðtryggingin er afnumin? „Þessi rök eru gild svo langt sem þau ná. Það má segja að 30 milljóna fasteignalán í dag sé ekki jafn hátt og 30 milljóna fast- eignalán fyrir fimm árum, þar sem verð- mæti hverrar krónu sé minna. Það sem vantar hins vegar í þennan rök- stuðning er að peningar eru ekki eiginleg verðmæti. Peningar eru, rétt eins og aðrar eignir, hlutir sem geta sveiflast að verðmæti. Þegar einn lánar öðrum verða báðir aðilar samnings að taka áhættu af þeim sveiflum í verðmæti. Eins og þetta er núna er áhættan aðeins hjá lántakanum. Hann þarf alltaf að borga jafn mikinn bjór til baka, eða hvaða viðmiðun við notum, þannig að áhættan, sem hlýtur að þurfa að skiptast á milli manna þegar þeir gera samning, liggur eingöngu öðru megin. Kostnaðurinn við sveiflujöfnun má ekki bara lenda á lántakanum.“ Óttumst ekki vaxtahækkun En óttist þið ekki að lánveitendur tryggi hag sinn með því einfaldlega að hækka vexti? „Við höfðum áhyggjur af því í byrjun en ég fellst á þau rök að svo eigi ekki að vera. Við afnám verðtryggingar geta markaðslögmálin farið að virka með fjármagn eins og annað. Menn þurfa að hafa þau kjör á fjármagni þegar þeir lána það út að fólk vilji kaupa, það er að segja að taka lán. Ef vextir eru með þeim hætti að menn sjái sér ekki hag í að taka lánið, þá auðvitað taka menn það ekki.“ Sigmundur segir óskiljanlegt hve vextir á verðtryggðum lánum séu háir. Verðtrygging- in tryggi að lánveitandi fái allt sitt til baka en engu að síður bætist við háir vextir. Glöggt hafi komið í ljós að markaðslögmálin gildi ekki á lánamarkaði þegar bankarnir hækk- uðu vexti sína á húsnæðislánin til að draga úr fasteignabólunni. „Þrátt fyrir það dró ekki úr lántöku sem neinu nam. Ástæðan fyrir því var að mark- aðslögmálin virkuðu ekki, fasteignabólan hélt áfram að blása út. Fólk hugsaði aðeins um hvað það þurfti að borga fyrstu mán- uðina. Heildarkostnaðurinn við lánið var ekki það sem réð ákvörðuninni. Þegar verðtryggingin er ekki til staðar til að rugla þessa mynd, þá sjá menn heildar- kostnaðinn og geta tekið ákvörðun út frá því. Við teljum því að þetta verði gegnsærra og jafni stöðu samningsaðilanna, lánveitandans og lántakans.“ 2013 Einfalt að afnema verðtryggingu Leiðrétting skulda og afnám verðtryggingar eru stóru mál Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar. Flokkurinn nýtur góðs fylgis í könnunum og er í uppsveiflu. Fréttablaðið fór yfir þessi mál með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni. ➜ Fylgi Framsóknarflokksins í formannstíð Sigmundar 25% 20% 15% 10% 5% 22 .01 .09 27 .02 .09 11 .03 .09 25 .03 .09 07 .04 .09 14 .04 .09 25 .04 .09 Ko sni ng ar 28 .07 .09 15 .10 .09 07 .01 .10 18 .03 .10 23 .09 .10 19 .01 .11 24 .02 .11 05 - 0 6.0 4.1 1 08 .09 .11 07 - 0 8.1 2.2 01 1 08 - 0 9.2 .20 12 11 - 1 2.4 .20 12 23 - 2 4.5 .20 12 16 - 1 7.1 .20 13 30 - 3 1.1 .20 13 27 - 2 8.2 .20 13 20 - 2 2.0 4.0 9 treysta Sigmundi Davíð best til að leiða ríkisstjórn, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok febrúar. Hann nýtur mests stuðnings allra stjórnmálamanna til þess. 16.8% 16.8% 15.8% 12.4% 12.3% 14.8% 14.1% 14.6% 9.9% 9.4% 6.8%7.5% 7.3% 11.3% 11.8% 11.9% 26.1% 11.7% 13.7% 13.8%13.3% 12.5% ÞRJÚ MÁL SEM EKKI VERÐUR KVIKAÐ FRÁ ÞEGAR KEMUR AÐ RÍKISSTJÓRNAR- SAMSTARFI Málefni heimilanna „Við stöndum fast á þeim. Ekki bara af því að það er rétt heldur er það óhjá- kvæmilegt til að byggja upp íslenskt efnahagslíf.“ Atvinnuuppbygging „Við þurfum framtíðarsýn og stöðugleika í anda þjóðarsáttar. Einfalda verður skattkerfið.“ ESB „Við erum ekki á leið í Evrópu- sambandið.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 26,1% Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 26,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir málefni heimilanna vera stóru málin í kosningabaráttunni. 1 2 3 20.8% 13.5% Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is SETT Í SKULDA- NIÐURFELL- INGU Sigmundur Davíð Gunn- laugsson vildi að fjármunir frá vogunar- sjóðum færu í skuldaniður- fellingu Fram- sóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf talað fyrir því að það verði að semja við kröfuhafa föllnu bankanna. Í því felist að afskrifa þurfi hluta krafn- anna, en gera síðan upp við kröfuhaf- ana. Raunar má segja að þetta hafi verið stefnan sem allir aðrir flokkar en Framsóknarflokkurinn kynntu. Raunsæi var það sem Sjálfstæðis- flokkurinn talaði fyrst og fremst fyrir, finna þyrfti raunhæfa leið til að afnema höftin.Bjarni dró hins vegar enga dul á það að ef samningar næðust ekki við kröfuhafana þyrfti einfaldlega að keyra slitabúin í þrot, gera þau gjaldþrota. Færi svo yrði settur hár skattur á útstreymi fjár- muna af landi brott. Bjarni sagði, í viðtali við Fréttablað- ið 16. mars 2013, að fyrst og fremst þyrfti að setja fram raunhæfa áætl- un til að losa fjármagnshöftin. „Höftin eru þarna vegna þess að við getum ekki leyft eignum í eigu erlendu kröfuhafanna að fara út á hinu opinbera skráða gengi. Það verður að ganga mjög ákveðið til verks núna og setja reglur sem miða að því að afskrifa stóran hluta af þessum kröfum og gera í fram- haldi af því upp við kröfuhafana, án þess að gengi krónunnar verði sett í algjört uppnám.“ Gjaldþrot og skattur Bjarni lagði áherslu á samninga, að besta leiðin væri að semja við þrota- búin. Til þess þyrfti að finna nýjar leiðir. „Ef hugmyndir um nýjar reglur leysa ekki vandann, þá er ekk- ert annað að gera en að taka þessi fjármálafyrirtæki sem eru í slita- meðferð og setja í þrotameðferð. Þá verða bankarnir að gjaldþrota félögum og ég get séð fyrir mér að þá verði þetta ekki leyst með skil- yrðum seðlabankans um útgreiðslu gjaldeyris, heldur einfaldlega með mjög háum skatti á greiðslu fjár út úr landinu,“ sagði Bjarni í umræddu viðtali. Bjarni tiltók ekki hvernig þeir fjármunir sem myndu skapast við þessar aðgerðir yrðu nýttir. Raunar talaði hann sjaldan ef nokkurn tíma um þetta sem leið til að afla tekna sem hægt væri að nýta í ákveðin verkefni, líkt og Sigmundur Davíð gerði þegar hann sá fyrir sér að nýta fjármunina í skuldaniðurfell- ingu. Sú stefna sem Bjarni talaði fyrir í mars 2013 er býsna lík þeirri sem kynnt var á mánudag. Samið um afskriftir skulda og að öðrum kosti komi til gjaldþrota og skattlagning- ar. Raunar er hún meira en lík, hún er nákvæmlega eins. Afskrifa hluta krafna Framsóknarflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var býsna afdráttarlaus fyrir síðustu kosn- ingar þegar kom að kröfum í föllnu bankana. Sigmundur vildi ekki gefa tommu eftir í samningaviðræðum við kröfuhafa. „Í slíkum viðræðum þurfa menn að hafa bæði gulrót og kylfu. Það þarf að skapa hvata en menn þurfa líka að standa frammi fyrir því að ef þeir eru ekki tilbúnir til að spila með verði það þeim ekki til hags- bóta. Eins og lögin eru núna í stakk búin á að greiða úr þrotabúum íslenskra fyrirtækja í íslenskum krónum. Seðlabankinn gæti því í raun innkallað gjaldeyrinn, í krafti gjaldeyrishaftanna, og greitt út í íslenskum krónum sem menn sætu þá fastir með hér,“ sagði Sig mundur Davíð í viðtali við Fréttablaðið 9. mars 2013. Blaðamaður spurði hvort þessi stefna gerði þá ráð fyrir samnings- vilja kröfuhafa. „Hún byggir annaðhvort á vilja þeirra eða því að ríkið nýti sér full- veldisrétt sinn, til dæmis með því að greiða út í íslenskum krónum eða sérstakri skattlagningu.“ Ekki í skuldaniðurfellingu Hugmyndir Sigmundar um að nýta fullveldisréttinn til að greiða út í íslenskum krónum urðu ekki að veruleika og aldrei mun koma til álagningar stöðugleikaskattsins. Raunar virðist aldrei hafa verið hætta á því, kröfuhafarnir hafi verið tilbúnir til að semja um leið og línur voru lagðar af ríkisstjórninni. En Sigmundur Davíð tiltók í umræddu viðtali hvernig nýta ætti þá fjármuni sem hægt væri að sækja til kröfuhafanna erlendu. Þeir voru nefnilega forsenda þess að hægt yrði að fara í skuldaniður- fellinguna frægu, stærsta kosninga- loforð flokksins. „Sigmundur Davíð segir að til að hægt sé að fara í þessa skuldaleið- réttingu þurfi að semja við kröfu- hafa föllnu bankanna. Líklega séu um 90 prósent krafnanna í eigu vog- unarsjóða sem keypt hafi kröfurn- ar af upphaflegum lánveitendum,“ sagði í viðtalinu fyrir kosningar, viðtali sem Sigmundur las yfir og samþykkti. Sú stefna varð ekki að veruleika. Farið var í skuldaniðurfellingu í fyrra, en áætlun um losun gjaldeyrishafta var kynnt á mánudag. Það er því ljóst að sú stefna flokksins að sækja peninga til erlendra vogun- arsjóða og fjár- magna þannig skuldaniður- fellinguna beið skipbrot. Fjármagna niðurfellingu RAUNHÆF ÁÆTLUN Bjarni talaði fyrst og fremst fyrir raunhæfri áætlun sem ekki mætti hafa áhrif á gengi krónunnar. Einhverjum finnst kannski tittlingaskítur að velta því fyrir sér hver á eignarhaldið á þeirri leið sem valin var við losun hafta. Vissulega er aðalatriðið að aðgerðirnar tak- ist vel og verði þjóðarbúinu til heilla. Lýð- ræðið byggir hins vegar á því að kjósendur vegi og meti orð og gjörðir stjórnmálamanna og kjósi þá sem þeim hugnast best eftir það mat. Það er því ekki úr vegi að skoða hvað oddvitar ríkisstjórnarinnar sögðu um hafta- losun í aðdraganda síðustu kosninga. Þá voru Bjarni Benediktsson og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson formenn flokka í stjórnarandstöðu. Hlutskipti þeirra var ólíkt. Framsóknarflokkurinn var í mik- illi uppsveiflu, hreykti sér af því að sigur hefði unnist í Icesave-málinu og talaði nokk- uð digur barkalega um hrægammasjóði sem ættu kröfur á hina föllnu banka. Algjör við- snúningur hafði orðið á fylgi flokksins eftir Icesave-dóminn og hann rauk upp í skoðana- könnunum og vann síðan gríðarlega stóran kosningasigur. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar í til- vistarkreppu á þessum tíma. Bjarni varð fyrir gagnrýni innan úr röðum flokksins og meðal annars var gerð skoðanakönnun sem sýndi gott fylgi við það að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði formaður í hans stað. Bjarni fór í frægt Kastljósviðtal og sneri vörn í sókn, en útkoman úr kosningunum varð flokknum ekki góð. Að kosningum loknum þurfti að sameina þau ólíku sjónarmið flokkanna sem hér sjást til að mynda ríkisstjórn. Sú vinna er enn í gangi, enda áherslurnar ólíkar um margt. Hverju lofuðu þeir fyrir kosningar? Mikið er deilt um eignarhald á þeirri leið sem valin var við losun hafta. Höftin hafa verið eitt af stóru málum íslenskra stjórnmála frá hruni og voru hluti af kosningabaráttunni 2013. Þingsjá ákvað að kíkja á hvað oddvitar ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningar. ÞAÐ SEM SIGMUNDUR OG BJARNI SÖGÐU UM HAFTALOSUN Í AÐDRAGANDA SÍÐUSTU KOSNINGA Elsa Lára Arnardóttir um störf þingsins Málið er að afnáms- áætlun síðustu ríkis- stjórnar tók ekki til slitabúa, annaðhvort gleymdu þeir kröfu- höfunum eða fannst að það mætti nota skuldsettan gjald- eyrisforða til að borga þá út, eins og sumir þeirra lögðu til. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar tekur á 1.200 milljarða vanda- máli, þar af eru slitabúin 900 milljarðar. Heildarlausnin liggur því í að tekið sé á slitabúunum. Jón Gunnarsson um stóriðju á Bakka Það er ákveðinn tvískinnungsháttur í allri þessari umræðu. Þetta verkefni var stutt hér af þeim vinstriflokkum sem í dag eru að berjast fyrir því að leggja stein í götu virkjana í neðri hluta Þjórsár og stein í götu eðlilegrar afgreiðslu á rammaáætlun með þeim afleiðingum sem það getur haft í för með sér. Katrín Júlíusdóttir um störf þingsins Það er leitt að heyra að einhver hafi verið að hlæja að framsóknar- mönnum í aðdraganda síðustu kosninga og þá kannski ekki síst vegna þess að menn hafi þar verið að tala um kylfur og gulrætur, ekki síst í ljósi þess að það gerðum við líka sem þá vorum í ríkisstjórn. Það kemur skýrt fram í fjölmiðlum frá þeim tíma þar sem við erum að fjalla um að beita þurfi aðferðafræði svipu og gulrótar. Það er kannski það sem var aðhlátursefni, það er að menn næðu ekki saman um það hvort beita ætti svipum eða kylfum. Steingrímur J. Sigfússon um orð Jóns Gunnarssonar Auðvitað kippi ég mér ekki mikið upp við skítadreifarana frá hv. þm. Jóni Gunnarssyni og ég mun hafa tækifæri síðar til að jafna þá reikninga ef svo ber undir, en mér er meira umhugað um að svona lagað sé ekki látið líðast í störfum þingsins, að svona lágkúra, svona ódreng- skapur, að vega að mönnum sem ekki geta svarað og hafa ekki ræðurétt í sömu umræðu sé látið viðgangast. En auðvitað er skömmin háttvirts þingmanns. ÞINGSJÁ Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is GJALLARHORNIÐ t í a r a n- s- - ð hver langtímakostnaður lendi á ríkissjóði, þó ekki væri nema vegna flækjustigsins sem komið er í þetta. Sá langtímakostnaður verð- ur hins vegar, áður en hann fellur til, veginn upp af efnahagslegum ávinningi.“ Samningsvilji kröfuhafa Sigmundur Davíð segir að til að hægt sé að fara í þessa skuldaleiðréttingu þurfi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna. Lík- lega séu um 90 prósent krafnanna í eigu vog- unarsjóða sem keypt hafi kröfurnar af upp- haflegum lánveitnedum. „Þeir sem keyptu kröfur tiltölulega snemma, eins og við reyndar töldum að ríkið ætti að gera, hafa hagnast verulega á þeim. Þá spyrja menn: Er það ekki bara þeirra hagnaður, er nokkur flötur á að skipta honum með þeim sem töpuðu á hruninu? Jú, það er í fyrsta lagi réttlætanlegt og í öðru lagi framkvæmanlegt. Þeir sem keyptu kröfur bankanna á hrakvirði vissu að hverju þeir gengu. Þeir sérhæfa sig í svona við- a fjár- ni gs- l, og f lda iljum í dag ækju- m við m eftir vegar rygg- ndur- din.“ væm- síður aðal- . Fréttablaðið settist með la na, skatta og atvinnumál. Bjarni segir að setja verði fram raunhæfa áætlun til að afnema gjaldeyrishöftin. „Höftin eru þarna vegna þess að við getum ekki leyft eignum í eigu erlendu kröfuhafanna að fara út á hinu opinbera skráða gengi. Það verður að ganga mjög ákveðið til verks núna og setja reglur sem miða að því að afskrifa stóran hluta af þessum kröfum og gera í framhaldi af því upp við kröfuhafana, án þess að gengi krónunnar verði sett í algjört uppnám. Ef hugmyndir um nýjar reglur ➜ Afnemum höftin 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 8 -1 D 9 C 1 7 5 8 -1 C 6 0 1 7 5 8 -1 B 2 4 1 7 5 8 -1 9 E 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.