Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 20
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 20
Frjáls félagasamtök skipta miklu
máli í starfi að velferðarmálum
og heilbrigðismálum, segir Bret-
inn Sir Stephen Bubb.
Hann er framkvæmdastjóri
ACEVO, samtaka stjórnenda sjálf-
boðasamtaka í Bretlandi, og verð-
ur aðalræðumaður á málþingi sem
Almannaheill standa fyrir á Fundi
fólksins á morgun.
Bubb segir að stjórnvöld gætu
veitt almannaþjónustu mun betur
með því að nýta frjáls félagasam-
tök og góðgerðarfélög á skilvirk-
ari hátt. „Þegar þú horfir á heil-
brigðisgeirann í Bretlandi þá
hafa frjáls félagasamtök alltaf
spilað stóra rullu. Og stundum
eru frjáls félagasamtök betri
í því að aðstoða fólk með geð-
heilbrigðisvanda, í fíkn, heldur
en ríkið getur gert. Þau eru oft
betur miðuð að skjólstæðingnum
en ríkið,“ segir Bubb.
Þá bendir Bubb á að frjáls
félagasamtök skipti verulegu máli
fyrir efnahagslíf í hverju ríki.
Hann bendir á að 1,5 milljónir
manna séu á launum hjá frjálsum
félagasamtökum
í Bretlandi og um
6 milljónir manna
starfa reglulega
í sjálfboðaliðs-
vinnu fyrir frjáls
félagasamtök.
Bubb segir að
munurinn á sterk-
um samfélögum
og veikum samfélögum sé fjöldi
frjálsra félagasamtaka í sam-
félaginu. Það sé grundvallar atriði
að stjórnvöld hafi mótaða stefnu
sem styður og verndar frjáls
félagasamtök og skaðar þau ekki.
„Að auki er mikilvægt að stjórn-
völd virði sjálfstæði þessara sam-
taka. Að þau styðji en séu ekki að
reyna að stýra eða segja fyrir um
hvað á að gera og hvað ekki,“ segir
Bubb.
Bubb segir að stjórnvöld verði
að gefa þessum félagasamtökum
svigrúm til þess að tala frjáls-
lega. „Þannig að ef stjórnvöld eru
að gera eitthvað sem skaðar sam-
félagið þá er það hlutverk þess-
ara félagasamtaka að koma í veg
fyrir það,“ segir Bubb. Það verði
að hafa á hreinu að það sé hlut-
verk þessara frjálsu félagasam-
taka að benda á það sem miður
fer. „Við erum ekki hluti ríkisins
og stundum þurfum við að segja
ríkisvaldinu ef það er að gera eitt-
hvað rangt,“ segir hann.
Bubb bendir á að í hluta Austur-
Evrópu og í Rússlandi hafi frjáls
félagasamtök og góðgerðarsam-
tök hreinlega verið barin niður.
„ Þannig að þú þarft að geta boðið
stjórnvöldum birginn og góð
stjórnvöld skilja það en styðja
samt við bakið á þessum sömu
félagasamtökum,“ segir Bubb.
jonhakon@frettabladid.is
Óháðir aðilar oft betri en ríki
Stjórnvöld geta styrkt almannaþjónustu með því að semja við frjáls félagasamtök um að veita þjónustuna.
Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Verður hér á landi á morgun.
MEÐFERÐARHEIMILI VOGUR SÁÁ á aðild að Almannaheillum og er dæmi um samtök sem hafa skipt sköpum fyrir velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Stephen
Bubb segir að frjáls félagasamtök styrki samfélagið og lýðræðið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
STEPHEN BUBB
Stephen Bubb kemur hingað til lands á vegum Almannaheilla. Það eru
heildarsamtök sem félög og sjálfseignarstofnanir sem starfa að almanna-
heill ákváðu að stofna með sér með það að markmiði að vinna að sam-
eiginlegum hagsmunamálum. Eftirtaldir aðilar áttu aðild að samtökunum:
Á vegum Almannaheilla
ADHD samtökin
Barnaheill
Blindrafélagið
Bandalag íslenskra skáta
Einstök börn
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
Heimili og skóli
Hjartavernd
Hjálparstarf kirkjunnar
Krabbameinsfélagið
Kvenréttindafélag Íslands
Kvenfélagasamband Íslands
Landvernd
Landssamband eldri borgara
Landssamtökin Geðhjálp
Landssamtökin Þroskahjálp
Neytendasamtökin
SÁÁ
Samtök sparifjáreigenda
Skógræktarfélag Íslands
Styrktarfélaga krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélaga lamaðra og fatlaðra
Ungmennafélag Íslands– UMFÍ
Umhyggja
Vinir Vatnajökuls
Öryrkjabandalag Íslands
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru í gær
hækkaðir um 0,5 prósentustig og eru nú fimm
prósent.
Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðla-
bankans kemur fram að einsýnt virðist vera
að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og
frekar á komandi misserum eigi að tryggja
verðstöðugleika til lengri tíma litið.
Nefndin benti á að miklar launahækk anir
í nýgerðum kjarasamningum hafi valdið
því að verðbólguhorfur hafi versnað veru-
lega og því hafi verið gripið til vaxtahækk-
unar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri
segir að ómögulegt sé að segja til um hversu
miklar þær hækkanir verði. Þá benti pen-
ingastefnunefndin á að aðgerðir stjórnvalda
í tengslum við nýgerða kjarasamninga hafi
áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú.
Aðgerðirnar séu enn ófjármagnaðar og feli
því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkis-
fjármálum.
„En ef þetta verður fjármagnað, sem við
náttúrlega vonum, þá verða ekki þessi áhrif.
En annars er þetta að leggjast á sveif með og
koma til viðbótar við önnur eftirspurnarauk-
andi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu
sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona
að það verði ekki,“ segir Már.
Þá varar peningastefnunefndin einnig við
því að fé sem kunni að falla stjórnvöldum í
skaut vegna losunar hafta verði varið þann-
ig að það skapi þenslu. Þó sagði Már á fundi
þar sem vaxtaákvörðunin var rökstudd í gær-
morgun að ekkert hefði komið fram sem benti
til annars en að þessir fjármunir yrðu nýtt-
ir til að lækka skuldir ríkissjóðs. Seðlabank-
inn myndi þó fylgjast með framvindu mála
og grípa til viðeigandi aðgerða ef þörf krefði.
-ih, hmp
Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 0,5 prósentustig í gær en þeir verða að líkindum hækkaðir aftur í ágúst:
Seðlabankinn boðar talsverðar vaxtahækkanir
STÝRIVEXTIR KYNNTIR Arnór Sighvatsson og Már
Guðmundsson kynntu vaxtaákvörðun.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Advania hefur keypt Knowledge
Factory sem veitir ráðgjöf um
högun upplýsingatækniumhverfa.
Knowledge Factory þjón ustar
ríflega 500 viðskiptavini um
heim allan. Fyrirtækið veitir ráð-
gjöf á sviði upplýsingatækni með
megináherslu á högun upplýs-
ingatækniumhverfa og tilfærslu
úr hefðbundnu rekstrarumhverfi
í skýjaumhverfi.
Sérhæfing fyrirtækisins liggur
einkum á sviði Microsoft-lausna.
Alls starfa 35 manns hjá fyrir-
tækinu sem er með þrjár starfs-
stöðvar á Norðurlöndunum. - jhh
35 manna fyrirtæki bætt við:
Advania kaupir
nýtt fyrirtæki
SÁTTIR VIÐ KAUPIN Mikael Noaksson,
forstjóri Advania í Svíþjóð, og Tobias
Öien, forstjóri Knowledge Factory.
Lýsi hf. hefur skrifað undir
samning um kaup á meirihluta
hlutafjár í Akraborg ehf. Fyrir-
tækið var stofnað árið 1989 og
hefur í rúm 20 ár framleitt niður-
soðna þorsklifur.
Stærstu eigendur voru Tri-
ton ehf., auk Bornholms A/S,
félags í eigu Christian Sieverts
og fjölskyldu, sem hefur rekið
félagið um árabil. Eftir kaupin
mun Bornholms A/S áfram eiga
stóran hlut í fyrirtækinu. Hjá
Akraborg ehf. starfa 50 manns og
verður starfsemi félagsins rekin í
óbreyttri mynd. - jhh
Starfsemin í óbreyttri mynd:
Lýsi hf. kaupir
Akraborg
KATRÍN PÉTURSDÓTTIR HJÁ LÝSI
Fyrirtækið hefur keypt nýtt fyrirtæki
með 50 starfsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
8
-1
3
B
C
1
7
5
8
-1
2
8
0
1
7
5
8
-1
1
4
4
1
7
5
8
-1
0
0
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K