Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 11. júní 2015 | SKOÐUN | 23 Stjórnarandstaðan í Simbabve sótti svo í sig veðrið í þingkosn- ingum 2008 að Robert Mugabe forseti og flokkur hans neyddust til að mynda samsteypustjórn með höfuðandstæðingi sínum, Morg- an Tsvangíraí og flokki hans. Mikið var í húfi. Mugabe forseti og menn hans höfðu gengið svo fram af almenningi og alþjóða- samfélaginu að yfir landinu vofði innrás Breta léti Mugabe sér ekki segjast. Verðbólgan æddi áfram. Landið var rjúkandi rúst eftir ára- langa óstjórn Mugabes samfleytt frá 1980. Ein krafan á hendur Mugabe var um nýja stjórnar- skrá til að leggja grunninn að brýnum réttarbótum, einkum til að skerða völd forsetans. Lestu nú áfram, lesandi minn góður, því þessi Afríku saga á brýnna erindi við þig en þér kann að virðast í fyrstu. Bullur gegn mannréttindum Mugabe og menn hans höfðu hvað eftir annað sigað bullum á andstæðinga sína með til- heyrandi mannslátum, limlest- ingum, nauðgunum og pynd- ingum og falsað kosningatölur. Mugabe sagði, væntanlega í ógáti, á flokksþingi 2008 að stjórnar- andstaðan hefði uppskorið 73% atkvæða í þingkosningum það ár. Nýja samsteypustjórnin skipaði stjórnlaganefnd 2009 til að semja nýja stjórnarskrá sem lögð skyldi fyrir kjósendur. Verkið leiddu fulltrúar flokkanna tveggja, mannréttindalögfræðingurinn Douglas Mwonzora úr flokki Tsvangíraís, fágaður í allri fram- göngu, og Paul Mangwana fyrir hönd Mugabes, hreinræktuð bulla sem virtist hvorki kunna né telja sig þurfa að leyna eðli sínu og samherja sinna. Þessu er öllu lýst úr návígi í magnaðri heimildar- mynd Camillu Nielsson, Mugabe og demokraterne, sem danska sjónvarpið sýndi nýlega. Þegar Mugabe vígði stjórnlaga- nefndina til starfa skein lítilsvirð- ingin úr andliti hans. Hann sagði þá m.a.: „Við stöndum við stýrið og dirfumst ekki deila því starfi með öðrum. […] Við erum full- trúar fólksins í þinginu.“ Hann gleymdi m.a.s. að lýsa starfið hafið og þurfti að fara aftur í stólinn til að hrækja þeim orðum út úr sér. Fulltrúar hans í nefnd- inni þvældust fyrir starfinu við hvert fótmál, einkum þegar rætt var um þörfina fyrir að takmarka völd og þaulsetu forsetans. Mwon- zora þurfti m.a.s. að dúsa án dóms og laga í fangelsi í þrjár vikur meðan á verkinu stóð. Hann gafst ekki upp, heldur tókst honum ásamt félögum sínum að ná sam- komulagi innan nefndarinnar um mikilvægar réttarbætur handa almenningi gegn persónuafslætti handa Mugabe á þann veg að for- setinn, tæplega níræður mað- urinn, yrði undanþeginn valda- skerðingu í tíu ár. Félli forsetinn frá innan tíu ára skyldi þingið til- nefna nýjan forseta í stað Muga- bes án aðkomu kjósenda. Með líku lagi þurftu umbótasinnar að una því að stjórnlagadómstóllinn yrði fyrstu tíu árin skipaður sitjandi dómurum í Hæstarétti Simbabve sem er undir hæl forsetans þótt fyrir hafi komið að rétturinn byði forsetanum byrginn. Það gerðist 2004 eins og ég lýsti í grein minni „Æfur við Hæstarétt“ hér á þess- um stað 4. nóvember 2004. Þjóðaratkvæðagreiðslan Þegar stríðandi fylkingar í stjórn- laganefndinni höfðu náð saman, m.a. um réttarbætur handa konum og stúlkum, stofnun sjálf- stæðs ákæruvalds, stofnun sann- leiks- og sáttanefndar og sér- stakar ráðstafanir gegn spillingu, og kynntu sameiginlega niður- stöðu sína ásamt persónuafslætt- inum handa forsetanum, steig forsetinn í stólinn og sagði: „Mwonzora! Og nýi vinur þinn Mangwana! Hvað eruð þið að vilja upp á dekk? Stundum er eins og menn viti ekki hvaðan valdið sprettur.“ Fyrirlitningin skein úr hverjum andlitsdrætti. Flokksmenn forsetans í salnum hlógu stirðum, hræddum hlátri. Oddvitar stjórnlaganefndarinn- ar, bæði mannréttindalögfræð- ingurinn og bullan, sátu stjarfir undir ræðu forsetans. Þjóðar- atkvæðagreiðslu um frum- varpið var frestað í tvígang, en Mugabe tókst þó ekki að koma í veg fyrir hana. Hún var haldin í marz 2013. Kjörsókn var 59% og 94% kjósenda sam- þykktu frumvarpið. Takið nú eftir þessu: Tveimur mánuðum síðar, í maí 2013, staðfesti þing- ið í Harare, höfuðborg lands- ins, niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Eftirleikurinn Þess sér þó varla stað í Simbabve, ekki enn, að þjóðin hafi sett sér nýja stjórnarskrá. Mugabe tókst að hrekja Tsvangíraí og flokks- menn hans úr ríkisstjórninni 2013. Mwonzora var handtekinn. En stjórnarskráin stendur. Tveimur mánuðum síðar, í maí 2013, staðfesti þingið í Harare, höfuðborg landsins, niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar. Flokkur, forseti og stjórnarskrá Í DAG Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. E N N E M M / S ÍA / N M 6 9 0 0 0 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Pensillín fyrir hjónabandið Ég var að ræða við sálfræðinginn minn um hve erfitt það væri oft að ræða neikvæða hegðun fullorðinna án þess að því væri tekið sem árás eða a.m.k leiðinlegu tuði. Þá benti hann mér á að þetta væri bara eins með börnin og okkur, við þyrftum að ávarpa tilfinningar í núinu. Og þegar ég fór að hugsa um það þá er þetta svo rétt. Svo nú líður mér svolítið eins og ég sé Lykla- Hildur, að ég standi í dyrum hjónaríkis þar sem hamingjan er eilíf og dagur og nótt renna saman í eitt. Sem er kannski svolítið ýkt. Að ávarpa tilfinningar í núinu jafnast hins vegar á við sterkan pensillínkúr, segjum við svæsinni streptókokkasýkingu. Það kemur kannski ekki í veg fyrir að streptó- kokkarnir taki sig upp aftur en það læknar alltént þá sem fyrir eru og þannig eigum við líka að lifa, við eigum að takast á við vandann sem upp kemur hverju sinni í stað þess að kvíða því ókomna. http://www.pressan.is Hildur Eir Bolladóttir Reiðikast á lyklaborði Hvað þýðir setningin: „Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar“? Er hér talað um alla sjómenn, flesta sjómenn, marga sjómenn, nokkra sjómenn, einn sjómann? Orð eru hættuleg, séu þau of losaraleg, eins og reyndist vera í þessu tilviki. Hef stundum notað losaraleg orð, sem betur hefðu verið skilgreind nánar. Reyni að forðast slíkt, með mis- jöfnum árangri. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson AF NETINU 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 8 -F 6 D C 1 7 5 8 -F 5 A 0 1 7 5 8 -F 4 6 4 1 7 5 8 -F 3 2 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.