Fréttablaðið - 11.06.2015, Page 32
FÓLK|TÍSKA
1 AÐ NOTA FARÐA SEM
PASSAR EKKI VIÐ HÚÐLITINN
Farðinn á ekki að gefa húðinni lit.
Það er gert með sólarpúðri, kinnalit
og bronsi. Farðinn á aðeins að draga
úr misfellum og gefa húðinni sléttari
áferð. Hann þarf því að tóna sem best
við húðlitinn. Best er að prófa farðann
á kjálkanum. Ekki ætti að prófa hann
á handarbakinu því hendurnar eru oft
mun veðraðri en andlitið. Enn betra er
að fá prufu og prófa farðann í spegl-
inum heima. Stundum þarf að kaupa
tvo mismunandi tóna og blanda þeim
saman með meikbursta.
2 AÐ BERA FARÐA Á
ÞURRA OG FLAGNAÐA HÚÐ
Til að komast hjá þessu verður að þrífa
húðina vel kvölds og morgna og næra
hana með rakakremi.
3 AÐ NOTA BLÝANT Á AUGABRÚNIR
Útkoman verður oft gervileg. Frekar
er mælt með því að velja augnskugga í
lit sem tónar vel við hárrótina og bera
hann á með mjóum pensli. Stundum
getur þurft að bleyta fremsta hluta
pensilsins örlítið.
4 AÐ PLOKKA OF MIKIÐ EÐA OF LÍTIÐ
Vel snyrtar augabrúnir setja sannar-
lega punktinn yfir i-ið. Heimsókn til
snyrtifræðings í litun og plokkun er því
oft peninganna virði. Með aldrinum
geta augabrúnirnar farið að þynnast
og þá vaxa þær líka síður aftur. Það er
því sérstaklega varasamt að plokka of
mikið.
5 AÐ NOTA ALLA
AUGNSKUGGAPALLETTUNA
Þó svo að augnskuggabox séu oft með
fjórum eða fleiri litatónum þýðir það
ekki að þú þurfir að nota þá alla í einu.
Þrír tónar eru oftast yfirdrifið nóg við
fínni tilefni. Einn á augnlokin, einn ljós-
ari undir augabrúnirnar og einn dökkur
til að undirstrika augnumgjörðina.
Hversdags ætti einn tónn að duga.
6 AÐ NOTA OF MIKINN
SVARTAN AUGNBLÝANT
Staðreyndin er sú að svarti liturinn
minnkar augun og þá sérstaklega ef
hann er bara notaður undir augun.
Frekar ætti að leggja áherslu á að
teikna línu við efri augnhárin og þykkja
hana út við endana. Með aldrinum ætti
frekar að draga úr augnmálningu en
hitt. Blautur svartur liner dregur til að
mynda athygli að hrukkum og öðrum
öldrunareinkennum í kringum augun.
Frekar ætti að nota brúnan blýant og
létta augnskugga og leggja áherslu á
mjúkar línur.
7 AÐ SETJA MASKARA
Á NEÐRI AUGNHÁRIN
Það eru allar líkur á að hann smitist
niður á baugasvæðið yfir daginn en
fæstir vilja dekkja það svæði að óþörfu.
8 AÐ NOTA OF MIKIÐ GLIT OG GLANS
Gljáandi efnum er bætt í mjög margar
snyrtivörur. Sé vel að verki staðið geta
þær gert húðina hressilega og ljóm-
andi. Hins vegar verður að gæta þess
að andlitið verði ekki eins og glitrandi
diskókúla.
ALGENG MISTÖK
FÖRÐUN Vissir þú að svartur augnblýantur minnkar augun og maskari á neðri
augnhárin undirstrikar baugasvæðið? Þá ætti ekki að nota blýant á augabrúnir.
ÞRÍR LITIR ÆTTU AÐ DUGA Þótt augnskuggapallettan sé oft með fjórum
litatónum eða fleiri þýðir það ekki að það þurfi að nota þá alla í einu. Yfirleitt
er yfirdrifið nóg að nota þrjá. Einn á augnlokin, einn dekkri til að undirstrika
augnumgjörðina og einn ljósari undir augabrúnirnar.
EKKI OF
MIKIÐ SVART
Mikill svartur augn-
blýantur minnkar í raun
augun og þá sérstaklega
ef hann er bara notaður
undir augun. Frekar ætti
að leggja áherslu á að
teikna línu við efri augn-
hárin og þykkja hana út
við endana.
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Str:
36-46
kr.13.900.-
Gallabuxur
Skipholti 29b • S. 551 0770
Útsala hafin!
Frábær tilboð á Útsölu
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
9
-C
1
4
C
1
7
5
9
-C
0
1
0
1
7
5
9
-B
E
D
4
1
7
5
9
-B
D
9
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K