Fréttablaðið - 11.06.2015, Síða 35
KYNNING − AUGLÝSING Húð og hár11. JÚNÍ 2015 FIMMTUDAGUR 3
Ég hef sjálf tekið eftir að fólk veit nánast ekkert hvern-ig sólarvarnir virka eða fyrir
hvað UVA og UVB stendur,“ segir
Anna en Celsus hefur flutt inn Pro-
derm-sólarvarnir í 15 ár. Anna var
því ekki hissa á niðurstöðu könnun-
ar sem framkvæmd var í Svíþjóð á
þekkingu fólks á virkni sólarvarna.
Niðurstöðurnar hafa hins vegar
vakið mikla athygli fjölmiðla þar
í landi. „Mesta athygli vekur hvað
fólk hefur litla þekkingu á virkni
sólarvarna, og að þeir fáu sem telja
sig vita eitthvað eru oftast að mis-
skilja,“ segir Anna og telur líklegt
að niðurstöðurnar megi heimfæra
á Íslendinga.
Þriðjungur þeirra sem svöruðu
könnuninni taldi sig vita hvað SPF-
stuðullinn stæði fyrir en fæstir gátu
svarað rétt þegar beðið var um nán-
ari skilgreiningu. Anna telur því
þörf á að útskýra grunnþætti sólar-
varna.
Hvað er UVA og UVB?
Skaðsemi sólarljóssins má rekja til
útfjólublárra geisla en útfjólublátt
ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og
UVB. „UVB-geislarnir valda því að
við brennum í sólinni. Hins vegar
valda UVA-geislarnir, sem hafa lengri
bylgjulengd, skaða á undir húð og eru
taldir valda flestum húðmeinum af
völdum sólarinnar á borð við ótíma-
bærar hrukkur, slaka húð, brúna
bletti og húðkrabbamein. UVB-geisl-
arnir geta líka valdið krabbameini ef
þeir ná að brenna húðina, oft eða al-
varlega,“ segir Anna.
Hvað þýðir SPF?
„SPF-talan á sólarvörn segir ein-
göngu til um hve há vörnin er gegn
UVB, geislunum sem brenna húð-
ina, en ekki UVA. Talan á sólarvörn-
inni er ekki mælikvarði á varnar-
styrkleika gegn UVB-geislunum.
Heldur þvert á móti segir hún hve
mikið af sólargeislum sleppur í gegn-
um vörnina. Það þykir flestum mikið
undrunarefni,“ segir Anna.
Hún tekur dæmi um SPF10 vörn.
„Sú sleppir í gegn einum tíunda hluta
sólargeisla UVB af hundraði, það er
10 prósent. Því veitir SPF10 húðinni
90% vörn.“
Munurinn milli SPF-styrkleika-
talna er miklu minni en flestir halda
að sögn Önnu. „Munurinn verður
enn minni eftir því sem SPF-talan
hækkar. SPF30 veitir 97% vörn því
einn þrítugasti af 100 er um 3% sem
sleppur í gegnum vörnina. SPF50
veitir 98% vörn því einn fimmtugasti
af 100 er 2%. Því munar aðeins einu
prósenti á milli varnarstuðlanna 30
og 50. Þessi staðreynd gildir um allar
sólarvarnir sem eru seldar.“
UVA-vörnin afar mikilvæg
Því lengur sem fólk er úti í sólinni því
meira fær það af UVA-geislum á húð-
ina. „Því er mikilvægt að hafa einnig
mikla og góða UVA-vörn enda valda
UVA-geislarnir mörgum húðmein-
um,“ segir Anna. Hún bendir á að
samkvæmt reglum ESB þurfi sólar-
varnir bara að innihalda 33 prósent
UVA–vörn í hlutfalli við uppgefinn
UVB-stuðul á umbúðunum. „Húð-
læknar leggja áherslu á góða UVA-
vörn vegna þess hve hættulegir þeir
eru.“ Proderm-sólar vörnin er með
yfir 90 prósent UVA-vörn í öllum sól-
arvörnum sínum.
Anna segir UVA-geislun lúmska.
„UVA-geislarnir valda skaða þó við
séum orðin sólbrún eða með sterka
húð sem sjaldan brennur. Þeir kom-
ast gegnum bílrúður og hitastig
skiptir ekki máli. Þess vegna eigum
við að nota sólarvörn alltaf þegar við
erum úti í sól, allan ársins hring,“
segir Anna og bendir á að sortuæxli
séu algengustu krabbamein ungra
kvenna og að menn yfir fimmtugt
greinist í auknum mæli. UVA-geisl-
arnir elda húðina mikið
Anna minnir á mynd sem birtist
í New England Journal of Med icine
og viðar: „Hún var af andliti vörubíl-
stjóra sem hafði keyrt í 28 ár. Önnur
hlið andlitsins leit út fyrir að vera
um 30 árum eldri af hrukkum vegna
UVA-geislanna sem komust í gegn-
um rúður.“ Sjá: http://www.dai-
lymail.co.uk/news/article-215361
Magn skiptir máli
Anna bendir á að mikilvægt sé að
fylgja ráðleggingum um það magn
sem á að bera á líkamann því að SPF-
vörnin lækki mikið ef of lítið sé borið
á húðina. Hún segir skoðun margra
húðlækna vera að háir stuðlar geti
skapað falska öryggiskennd og leiði
til þess að fólk noti of lítið magn.
Anna lýsir því að Proderm-sól-
arvörnin sé í froðuformi sem auð-
veldi að fara eftir ráðleggingum
um rétt magn. Stærð á við golfbolta
þarf á handlegg fullorðinna. „Froð-
an smýgur fljótt og vel inn í húðina
og engin fituáferð verður á húðinni,“
segir Anna og getur þess að grunn-
formúlan sé læknisfræðilega skráð.
„Húðlæknar mæla með Proderm
fyrir viðkvæma húð og allar húðgerð-
ir bæði fyrir líkama og andlit,“ segir
hún en áréttar þó að þrátt fyrir góða
sólarvörn sé mikilvægt að stilla sól-
böðum í hóf. „Engin vörn er blokk,
slíkt er ekki til, sólum okkur því með
skynsemi.“
Sannleikurinn um sólarvarnir
Fólk hefur almennt litla þekkingu á virkni sólarvarna samkvæmt nýlegri könnun. Anna Björg Hjartardóttir, framkvæmdastjóri og
eigandi Celsus hjúkrunar- og heilsuvara ehf., er hafsjór fróðleiks þegar kemur að sólarvörnum og veitir hér innsýn í heim þeirra.
Anna Björg Hjartardóttir hjá Celsus veitir innsýn í heim sólarvarna.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
8
-5
D
C
C
1
7
5
8
-5
C
9
0
1
7
5
8
-5
B
5
4
1
7
5
8
-5
A
1
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K