Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 11.06.2015, Qupperneq 35
KYNNING − AUGLÝSING Húð og hár11. JÚNÍ 2015 FIMMTUDAGUR 3 Ég hef sjálf tekið eftir að fólk veit nánast ekkert hvern-ig sólarvarnir virka eða fyrir hvað UVA og UVB stendur,“ segir Anna en Celsus hefur flutt inn Pro- derm-sólarvarnir í 15 ár. Anna var því ekki hissa á niðurstöðu könnun- ar sem framkvæmd var í Svíþjóð á þekkingu fólks á virkni sólarvarna. Niðurstöðurnar hafa hins vegar vakið mikla athygli fjölmiðla þar í landi. „Mesta athygli vekur hvað fólk hefur litla þekkingu á virkni sólarvarna, og að þeir fáu sem telja sig vita eitthvað eru oftast að mis- skilja,“ segir Anna og telur líklegt að niðurstöðurnar megi heimfæra á Íslendinga. Þriðjungur þeirra sem svöruðu könnuninni taldi sig vita hvað SPF- stuðullinn stæði fyrir en fæstir gátu svarað rétt þegar beðið var um nán- ari skilgreiningu. Anna telur því þörf á að útskýra grunnþætti sólar- varna. Hvað er UVA og UVB? Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB. „UVB-geislarnir valda því að við brennum í sólinni. Hins vegar valda UVA-geislarnir, sem hafa lengri bylgjulengd, skaða á undir húð og eru taldir valda flestum húðmeinum af völdum sólarinnar á borð við ótíma- bærar hrukkur, slaka húð, brúna bletti og húðkrabbamein. UVB-geisl- arnir geta líka valdið krabbameini ef þeir ná að brenna húðina, oft eða al- varlega,“ segir Anna. Hvað þýðir SPF? „SPF-talan á sólarvörn segir ein- göngu til um hve há vörnin er gegn UVB, geislunum sem brenna húð- ina, en ekki UVA. Talan á sólarvörn- inni er ekki mælikvarði á varnar- styrkleika gegn UVB-geislunum. Heldur þvert á móti segir hún hve mikið af sólargeislum sleppur í gegn- um vörnina. Það þykir flestum mikið undrunarefni,“ segir Anna. Hún tekur dæmi um SPF10 vörn. „Sú sleppir í gegn einum tíunda hluta sólargeisla UVB af hundraði, það er 10 prósent. Því veitir SPF10 húðinni 90% vörn.“ Munurinn milli SPF-styrkleika- talna er miklu minni en flestir halda að sögn Önnu. „Munurinn verður enn minni eftir því sem SPF-talan hækkar. SPF30 veitir 97% vörn því einn þrítugasti af 100 er um 3% sem sleppur í gegnum vörnina. SPF50 veitir 98% vörn því einn fimmtugasti af 100 er 2%. Því munar aðeins einu prósenti á milli varnarstuðlanna 30 og 50. Þessi staðreynd gildir um allar sólarvarnir sem eru seldar.“ UVA-vörnin afar mikilvæg Því lengur sem fólk er úti í sólinni því meira fær það af UVA-geislum á húð- ina. „Því er mikilvægt að hafa einnig mikla og góða UVA-vörn enda valda UVA-geislarnir mörgum húðmein- um,“ segir Anna. Hún bendir á að samkvæmt reglum ESB þurfi sólar- varnir bara að innihalda 33 prósent UVA–vörn í hlutfalli við uppgefinn UVB-stuðul á umbúðunum. „Húð- læknar leggja áherslu á góða UVA- vörn vegna þess hve hættulegir þeir eru.“ Proderm-sólar vörnin er með yfir 90 prósent UVA-vörn í öllum sól- arvörnum sínum. Anna segir UVA-geislun lúmska. „UVA-geislarnir valda skaða þó við séum orðin sólbrún eða með sterka húð sem sjaldan brennur. Þeir kom- ast gegnum bílrúður og hitastig skiptir ekki máli. Þess vegna eigum við að nota sólarvörn alltaf þegar við erum úti í sól, allan ársins hring,“ segir Anna og bendir á að sortuæxli séu algengustu krabbamein ungra kvenna og að menn yfir fimmtugt greinist í auknum mæli. UVA-geisl- arnir elda húðina mikið Anna minnir á mynd sem birtist í New England Journal of Med icine og viðar: „Hún var af andliti vörubíl- stjóra sem hafði keyrt í 28 ár. Önnur hlið andlitsins leit út fyrir að vera um 30 árum eldri af hrukkum vegna UVA-geislanna sem komust í gegn- um rúður.“ Sjá: http://www.dai- lymail.co.uk/news/article-215361 Magn skiptir máli Anna bendir á að mikilvægt sé að fylgja ráðleggingum um það magn sem á að bera á líkamann því að SPF- vörnin lækki mikið ef of lítið sé borið á húðina. Hún segir skoðun margra húðlækna vera að háir stuðlar geti skapað falska öryggiskennd og leiði til þess að fólk noti of lítið magn. Anna lýsir því að Proderm-sól- arvörnin sé í froðuformi sem auð- veldi að fara eftir ráðleggingum um rétt magn. Stærð á við golfbolta þarf á handlegg fullorðinna. „Froð- an smýgur fljótt og vel inn í húðina og engin fituáferð verður á húðinni,“ segir Anna og getur þess að grunn- formúlan sé læknisfræðilega skráð. „Húðlæknar mæla með Proderm fyrir viðkvæma húð og allar húðgerð- ir bæði fyrir líkama og andlit,“ segir hún en áréttar þó að þrátt fyrir góða sólarvörn sé mikilvægt að stilla sól- böðum í hóf. „Engin vörn er blokk, slíkt er ekki til, sólum okkur því með skynsemi.“ Sannleikurinn um sólarvarnir Fólk hefur almennt litla þekkingu á virkni sólarvarna samkvæmt nýlegri könnun. Anna Björg Hjartardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Celsus hjúkrunar- og heilsuvara ehf., er hafsjór fróðleiks þegar kemur að sólarvörnum og veitir hér innsýn í heim þeirra. Anna Björg Hjartardóttir hjá Celsus veitir innsýn í heim sólarvarna. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 8 -5 D C C 1 7 5 8 -5 C 9 0 1 7 5 8 -5 B 5 4 1 7 5 8 -5 A 1 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.