Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.06.2015, Blaðsíða 54
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Tónlistarkonan Sóley efnir til tón- leika í kvöld þar sem hún fagnar útgáfu plötunnar Ask the Deep. Sóley er nýkomin heim úr vel heppnaðri tónleikaferð um Evrópu sem hún segir hafa geng- ið vel, verið mikla keyrslu, og ágætlega vandræðalausa en að lítið hafi verið sofið. „Það var eitt svolítið fyndið. Þegar ég var í Póllandi og var að labba af svið- inu sé ég að einn gaur stendur og veifar einhverju að mér.“ En Sóley segir það talsvert algengt að aðdáendur komi með gjafir á tónleika, geisladiska eða jafnvel heimagert föndur. „Hann réttir upp risastóra blý- antsteiknaða A2-mynd af mér sem hann hafði teiknað sjálfur. Ég tók hana með baksviðs og hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera við hana.“ Sóley segir að staðið hafi til að gefa móður sinni mynd- ina en blýantsteikningin náði því miður ekki heim til Íslands. „Hún gleymdist á hótelherbergi í Berlín. Vonandi hefur einhver sem fann hana hengt hana upp þar,“ segir hún og hlær. Á tónleikaferðinni var Sóley að fylgja eftir sinni annarri breið- skífu, Ask the Deep, sem kom út þann 12. maí síðastliðinn og hefur fengið góða dóma í erlendum miðl- um. „Viðbrögðin við plötunni hafa verið jákvæð, sem er gaman. Það er alltaf svolítið erfitt að koma með plötu númer tvö og hún er aðeins öðruvísi en fyrsta platan,“ segir Sóley og bætir við: „Ég gerði hana bara eins og ég vildi hafa hana og ég held að það sé mikil- vægt.“ Ask the Deep er dekkri og þyngri plata heldur en hennar síð- asta breiðskífa hennar, We Sink, sem kom út árið 2011. Tónleikarnir í kvöld eru fyrstu útgáfutónleikar Sóleyjar hér- lendis. „Ég hef aldrei hugsað út í það að halda útgáfutónleika. Ég hef gefið út tvær EP og ein breið- skífu og langaði bara til þess að prófa að halda útgáfutónleika.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 í Fríkirkjunni. Miðaverð er 2.500 krónur og hægt er að nálg- ast miða á midi.is. gydaloa@frettabladid.is Gleymdi teikningunni á hótelherbergi í Berlín Sóley fagnar útgáfu sinnar annarrar breiðskífu, Ask the Deep, í Fríkirkjunni í kvöld. ÁNÆGÐ Sóley er ánægð með viðbrögðin sem platan hefur fengið en hún ákvað að gera hana eins og hún vildi hafa hana. MYND/INGIBJÖRGBIRGISDÓTTIR ➜ Hann réttir upp risastóra blýantsteiknaða A2-mynd af mér sem hann hafði teikn- að sjálfur. Ég tók hana með baksviðs og hafði ekki hug- mynd um hvað ég ætti að gera við hana. RISTAÐ BRAUÐ með Dualit Architect FA S TU S _F _2 6 .0 5 .1 5 Verið velkomin í verslun okkar - opið mán - fös 8.30 - 17.00 Veit á vandaða lausn HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11. JÚNÍ 2015 Tónleikar 19.30 Stór hljómsveitarverk eftir- tektarverðra tónskálda; baráttukvenna og brautryðjenda verða í brennidepli þegar aldarafmælis kosningaréttar íslenskra kvenna verður minnst á sögu- legum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fara fram í Hörpu. 20.00 Hekla, portal 2xtacy og Arnljótur spila á Húrra. Húsið opnar 20.00 og tónleikar 21.00. Krystal Carma þeytir skífum eftir tónleikana. 20.00 Sóley fagnar útkomu plötunnar Ask the Deep með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Húsið opnar kl. 20.00 og hefjast tónleikarnir hálf- tíma síðar. Miðaverð er 2.500 kr. og má nálgast miða á midi.is. 21.00 Skemmtistaðurinn Gaukurinn ætlar að bjóða öllum sem vilja að stíga upp á svið, leika sér með hljóðfærin sín og skapa tónlist saman! Ekki er þörf á að skrá sig fyrir fram heldur mætir þú einfaldlega á svæðið og hoppar upp á svið þegar tækifæri gefst. Á staðnum verður gítar, trommusett og að sjálf- sögðu vocal mics. Annars er langbest að koma með sín eigin hljóðfæri. Hefst klukkan 21. 22.00 Hljómsveitin Flakk heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8, í kvöld. Aðgangur er ókeypis! Listasmiðja Í sumar verður boðið upp á listsmiðjur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í Hafnar- borg. Í fyrra fylltist fljótt á námskeiðin sem eru bæði skemmtileg og upp- byggjandi. Farið verður í rannsóknar- leiðangra og undirstöðuatriði mynd- listar kynnt bæði í gegnum það að rannsaka umhverfið, sýningarnar í safninu og með skapandi vinnu. Unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað, með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tján- ingu barnanna. Sýningar 12.10 Dr. Margaret E. Will- son mun leiða gesti um sýninguna SJÓKONUR í Sjóminjasafni Reykja- víkur, en hún fjallar um sögu íslenskra kvenna sem sóttu sjó- inn, í fortíð og nútíð. Fræðslufundir 12.00 Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál. Þar kemur saman fólk úr ólíkum áttum til að ræða hin ýmsu málefni sem snerta okkur öll. Aðstandendur Fundar fólks- ins eru Norræna húsið, Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands, Almannaheill, Norræna félagið, samstarfsráðherra Norðurlanda og Reykjavíkurborg. Eygló Harðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins, og tónlistarmað- urinn KK munu ávarpa gesti. Kynnir er Gunnar Sigurðarson, talsmaður Fundar fólksins. 18.00 Málþinginu Gilt eða ógilt er ætlað að varpa ljósi á viðurkenningu á menntun innflytjenda sem ekki var aflað á Íslandi. Reynslusögur segja að erfitt er fyrir fólk af erlendum upp- runa að fá menntun viðurkennda hér á landi. Þetta á líka við um þá sem öðlast háskólagráðu frá evrópskum háskólum, þar sem evrópska viðurkenningarkerfið fyrir námseiningar (ECTS) gildir. Mál- þingið fer fram í Norræna húsinu. Tónlist 12.00 Plata sveitarinnar Úlfur Úlfur fer í allar helstu plötuverslanir. Platan ber titilinn Tvær plánetur og var þrjú ár í vinnslu. Úlfur Úlfur er ein vinsælasta rappsveit landsins og koma meðlimir hennar frá Sauðárkróki. 20.00 MARTEINN leikur á Prikinu í kvöld. Kvöldið er liður í ítarlegri sumardag- skrá á Prikinu. Þar leika gjarnan plötusnúðar kvöld hvert og er af nægu af taka. Staðurinn er opinn frá morgni til kvölds. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid. is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 8 -0 9 D C 1 7 5 8 -0 8 A 0 1 7 5 8 -0 7 6 4 1 7 5 8 -0 6 2 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.