Fréttablaðið - 11.06.2015, Side 62
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 42SPORT
HANDBOLTI Ísland má ekki tapa
gegn Svartfjallalandi í leik liðanna
í Laugardalshöllinni á sunnudag
en það varð ljóst eftir úrslit gær-
kvöldsins í undankeppni EM 2016.
Ísland vann Ísrael ytra örugg-
lega, 34-24, en leik Svartfellinga
og Serba lauk með jafntefli, 23-23.
Ísrael er stigalaust í riðlinum en
hin þrjú eru að berjast um tvö
efstu sæti riðilsins.
Sem stendur eru Ísland og Svart-
fjallaland efst og jöfn með sjö stig
hvort. Serbía kemur svo næst með
sex stig en reikna má með því að
Serbía vinni Ísrael í lokaleik sínum
um helgina og endi með átta stig.
Sigurvegari leiksins í Laugar-
dalshöll á laugardag tryggir sér
um leið sigur í riðlinum. Tap liðið
situr hins vegar eftir með sárt
ennið.
Serbar eru þó alls ekki hólpnir
því jafntefli Íslands og Svart-
fjallalands þýðir að bæði lið kom-
ast áfram og Serbar sitja eftir með
sárt ennið.
„Þetta er einfalt. Við ætlum
okkur að vinna þennan leik og
ná efsta sæti riðilsins,“ sagði
Aron Kristjánsson en þess ber þó
að geta að jafntefli mun einnig
tryggja strákunum okkar efsta
sætið þar sem Ísland er með besta
markahlutfallið af þessum þremur
liðum eftir sextán marka stórsigur
Íslands á Serbum í byrjun mars.
„Við förum inn í þennan leik
með eitt skýrt markmið og það er
að vinna leikinn,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn um leikinn mikilvæga á
sunnudag.
Einbeiting og þolinmæði
Leikurinn í gær var skraut legur
og var Aron fyrst og fremst
ánægður með að sleppa aftur heim
með tvö stig í farteskinu og alla
menn heila.
„Verkefni dagsins var einbeit-
ing og þolinmæði. Við þurftum að
leggja okkur fram og að vinna með
tíu marka mun á útivelli er góð
niðurstaða. Við stóðumst prófið,“
segir Aron.
„Okkur gekk vel í sókninni
lengst af í leiknum. Það var óðagot
á okkur inn á milli og við klikkuð-
um á nokkrum dauðafærum. En í
hvert skipti sem við gáfum okkur
tíma og vorum þolinmóðir þá gekk
þetta betur,“ segir þjálfarinn.
„Hvað varnarleikinn varðar þá
var byrjunin nokkuð erfið. Við
vorum lengi að koma okkur í gang
þó svo að við værum að vinna
marga bolta. En það vantaði upp á
kraftinn. Þegar það kom náðum við
góðri forystu í leiknum og náðum
að dreifa álaginu á milli manna.
Það var gott að fá framlag úr
mörgum mismunandi áttum og veit
á gott fyrir leikinn á sunnudag.“
Nýttu tækifærið vel
Hornamennirnir Stefán Rafn
Sigur mannsson og Guðmundur
Árni Ólafsson voru hvorugur
í byrjunarliði Íslands í gær en
nýttu tækifærið sem þeir fengu
vel. Þeir voru tveir markahæstu
menn Íslands – Stefán Rafn með
átta mörk og Guðmundur Árni sex
– og voru drjúgir þegar Ísland náði
loks góðum tökum á leiknum eftir
erfiðar fyrstu 20 mínútur.
Ásgeir Örn Hallgrímsson nýtti
færin sín vel og Björgvin Páll
Gústavsson átti góðan dag í mark-
inu og naut góðs af því að vera, á
köflum að minnsta kosti, með góða
vörn fyrir framan sig. Björgvin
Páll varði einnig þrjú vítaskot í
leiknum og Aron Rafn Eðvarðs-
son þar að auki eitt.
Aron Pálmarsson skoraði ekki
fyrir Ísland í gær en hann spil-
aði engu að síður vel fyrir félaga
sína þær mínútur sem hann var á
vellinum og sem fyrr var greini-
legt hversu mikilvægur hann er
sóknar leik íslenska landsliðsins.
eirikur@frettabladid.is
Strákarnir stóðust prófi ð
Ísland vann auðveldan tíu marka sigur á Ísrael ytra í gær, 34-24. Landsliðsþjálfarinn fagnar því fyrst og
fremst að hafa klárað verkefnið með sóma en fram undan er úrslitaleikur gegn Svartfj allalandi á sunnudag.
SIGUR ER SIGUR Strákarnir gerðu sitt í Ísrael í gær og komu sér í góða stöðu fyrir helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK
FÓTBOLTI Íslenska U-21 árs lands-
liðið hefur leik í undankeppni EM
2017 í kvöld þegar Makedónía kemur
í heimsókn á Vodafone-völlinn. Auk
Íslands og Makedóníu eru Frakkland,
Úkraína, Skotland og Norður-Írland í
riðlinum.
Ísland var nálægt því að komast
í lokakeppnina 2015 en
miklar breytingar hafa orðið
á liðinu frá síðustu undan-
keppni. Sjö nýliðar eru í
hópnum og aðeins tveir
leikmenn eiga fleiri en fjóra
landsleiki að baki; Rúnar
Alex Rúnarsson og Orri
Sigurður Ómarsson. „Það á eftir að
koma í ljós hvar við stöndum en
þetta er mjög spennandi verkefni og
ég hef fulla trú á því að við getum
gert góða hluti,“ sagði Eyjólfur
Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, í
samtali við íþróttadeild 365.
Sex leikmenn í 20 manna hópi
leika í atvinnumannadeildum í Evr-
ópu. Eyjólfur vonar að góð frammi-
staða með landsliðinu skili fleiri
leikmönnum í atvinnumennsku eins
og raunin var í síðustu undankeppni.
„Ég vona að við náum góðum árangri
og vonandi komast þá fleiri leikmenn
út,“ sagði landsliðsþjálfarinn. - iþs
Skilar vonandi fl eirum erlendis
BREYTINGAR Rúnar Alex er enn í
íslenska hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir verður á meðal þeirra tíu sem etja kappi í
spjótkastskeppni á Demantamóti í frjálsum íþróttum sem fer fram á hinum
sögufræga Bislett-leikvangi í Ósló í kvöld.
Ásdís verður þriðja í kaströðinni í keppninni sem hefst
klukkan 18.20 í kvöld. Bein útsending frá mótinu hefst
klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport.
Heimsmethafinn og Ólympíumeistarinn Barbora
Spotakova verður á meðal keppanda sem og
Christina Obergföll, ríkjandi heimsmeistari
og stigahæsti keppandinn á Demantamóta-
röðinni til þessa. Sunette Viljoen frá Suður-
Afríku er einnig líkleg til afreka í kvöld en hún á lengsta
kast ársins til þessa. Þessar þrjár komust allar á verðlauna-
pall á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir þremur árum.
Ásdís er í nítjánda sæti heimslistans með 62,14 m en þeim
árangri náði hún á móti í Lettlandi á dögunum. - esá
Ásdís mætir þeim bestu í Ósló
ÚRSLIT
UNDANKEPPNI EM 2016
4. RIÐILL
ÍSRAEL - ÍSLAND 24-34 (12-17)
Mörk Ísraels (skot): Amit Yehuda Gal 5/1 (7/2),
Alexander Sychenko 5/1 (9/2), Niv Levy 5 (13/1),
Vladislav Kofman 4 (5/1), Tal Gera 3/1 (4/1), Ido
Turel 1 (1), Dan Nathan 1 (3), Daniel Andres Fried-
mann (1), Daniel Shkalim (1), Omer Davda (1),
Oren Meirovich (1), Amit Yehiel Stelman (2/1),
Varin skot: Oren Meirovich 16/1 (46/2, 35%),
Dan Tepper 2/1 (4/1, 50%), Eldar Shikloshi 1/1
(3/3, 33%),
Mörk Íslands (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson
8 (12), Guðmundur Árni Ólafsson 6 (8), Guðjón
Valur Sigurðsson 5/2 (10/4), Ásgeir Örn Hallgríms-
son 4 (4), Arnór Þór Gunnarsson 3/1 (5/2), Vignir
Svavarsson 2 (3), Tandri Már Konráðsson 2 (4),
Rúnar Kárason 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1
(2), Kári Kristján Kristjánsson 1 (2), Róbert Gunn-
arsson 1 (2), Björgvin Páll Gústavsson (1), Aron
Pálmarsson (3),
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 18/3 (37/5,
49%), Aron Rafn Eðvarðsson 3/1 (8/2, 38%).
SVARTFJALLALAND - SERBÍA 23-23
STAÐAN
Ísland 5 3 1 1 157-115 7
Svartfjallaland 5 3 1 1 124-118 7
Serbía 5 2 2 1 121-129 6
Ísrael 5 0 0 5 111-151 0
NÆSTU LEIKIR
Ísland - Svartfjallaland sun. kl. 17.00
Serbía - Ísrael sun. kl. 16.30
2. RIÐILL
LITHÁEN - DANMÖRK 25-31
Guðmundur Guðmundsson er landsliðsþjálfari
Danmerkur sem var þegar búið að tryggja sér
sigur í riðlinum og sæti í lokakeppni EM.
7. RIÐILL
FINNLAND - ÞÝSKALAND 34-20
Dagur Sigurðsson er þjálfari Þýskalands sem
tryggði sér sæti í lokakeppni EM með sigrinum.
AUSTURRÍKI - SPÁNN 24-30
Patrekur Jóhannesson er þjálfari Austurríkis sem
er úr leik í baráttunni um sæti á EM.
SPÁNN
Malaga vann Barcelona
Jón Arnór Stefánsson var í byrjunarliði
Unicaja Malaga sem minnkaði muninn
í undanúrslitarimmu sinni gegn stórliði
Barcelona í úrslitakeppni spænsku
úrvalsdeildarinnar. Staðan er nú 2-1
fyrir Börsunga en þrjá sigra þarf til að
komast í lokaúrslitin. Framlengja þurfti
leikinn sem Malaga vann, 89-84. Jón
Arnór skoraði sjö stig og tók eitt frákast
á tæpum fimmtán mínútum.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
A
-4
6
9
C
1
7
5
A
-4
5
6
0
1
7
5
A
-4
4
2
4
1
7
5
A
-4
2
E
8
2
8
0
X
4
0
0
9
B
F
B
0
7
2
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K