Fréttablaðið - 11.06.2015, Síða 70

Fréttablaðið - 11.06.2015, Síða 70
11. júní 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50 BESTI BITINN SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is „Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjón- varpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknar- vinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangels- isins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðar- lega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög drama- tískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Mar- gréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari, Unni Ösp og Nínu Dögg. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskarsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports. „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðar- lega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfang- anna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðis- ofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir ára- mót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Kristbjörgu Kjeld, Halldóru Geir- harðsdóttur, Þorbjörgu Dýrfjörð, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fang- elsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagn- vart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fanga- vörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“ gudrun@frettabladid.is Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast núna Unnur Ösp og Nína Dögg skrifuðu handrit að dramatískum spennuþáttum sem innblásnir eru af sjö ára rannsóknarvinnu þeirra í Kvennafangelsinu í Kópavogi. Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona. Stuttmynd Jörundar Ragnars sonar, Hjónabandssæla, hlaut verðlaun fyrir besta handritið á hinni virtu Tel Aviv International Student Film Festival á sunnudag. Skammt er stórra högga á milli, því í byrjun mánaðarins var myndin valin sú besta í flokki erlendra stutt- mynda á New York Inter national Film Festival, og hafði áður hlot- ið verðlaun á kvikmyndahátíðum í Prag og Montreal. „Ég átti ekki von á neinu þegar ég var að gera þessa mynd, og hún var allt eins líkleg til að enda ofan í skúffu hjá mér,“ segir Jörundur en myndin er skólaverkefni hans við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Myndin hefur sumsé sannarlega fallið vel í kramið og er Jörundur nú önnum kafinn við að fylgja myndinni vítt og breitt um heiminn. „Mynd- in var valin til að vera með í pró- gramminu Les Nuits en Or, á vegum Frönsku kvikmyndaakademíunnar, og er þýdd yfir á sex tungumál. Ég er á túr núna ásamt þrjátíu og tveimur öðrum akademíuverðlaunaleikstjór- um, svo sem BAFTA- og Óskars- verðlaunahöfum, þar sem við sýnum myndirnar,“ útskýrir Jörundur og viðurkennir að nú hlaðist verulega inn í reynslubankann. Mun Jörundur útskrifast um ára- mótin og segir stefnuna tekna bein- ustu leið heim á Klakann með fjöl- skylduna. „New York er ekki sérlega aumingjagóð, mikið hark hérna. Auk þess sakna ég plássins heima á Íslandi,“ segir hann að lokum. - ga Hjónabandssæla heillar hvar sem hún kemur Jörundur Ragnarsson hlaut verðlaun fyrir besta handritið á Tel Aviv International Student Film Festival. FARSÆLL Stuttmyndin var sýnd hér á landi á RIFF, Stockfish-hátíðinni og á Patreksfirði, þar sem hún er tekin upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 NÚ FÁANL EGUR ME Ð 5 ÁRA ÁBYRGÐ * Snoop Dogg á Prikinu er mesta „bang for the buck“ sem ég veit um! Helgi Sæmundur Guðmundsson, rappari og meðlimur í sveitinni Úlfur Úlfur sem gefur út plötuna Tvær plánetur í dag. REYNSLUBOLTAR Unnur Ösp Stefánsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. KVENFANGAR Hér má sjá konurnar sem leika í þáttunum, sem hafa verið lengi í bígerð. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 8 -1 D 9 C 1 7 5 8 -1 C 6 0 1 7 5 8 -1 B 2 4 1 7 5 8 -1 9 E 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 7 2 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.