Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 32

Fréttablaðið - 05.12.2015, Side 32
í kringum sig. „Það er sammann­ legur grunntónn sem einkennir verkið, svipaður og hjá Shake­ speare. Klassíkin hefur alltaf þetta stóra, hjartans mannlega mál sem hefur fylgt okkur frá örófi alda. Þess vegna getum við enn leitað í gömlu, grísku leikritin, þau eiga alltaf við – horfum á Sýrlandsstríðið, harmleik sem á sér stað í dag. Á sama tíma og ég var að leika í leikritinu Krítarhringurinn í Kák­ asus 1999 þar sem aðalpersónan finnur lítið barn sem hafði verið skilið eftir, byrjaði einmitt stríð í þeim heimshluta. Ég man að ég opnaði dagblað og sá mynd af konu þar með barn í fanginu og var í fatnaði sem næstum rímaði við sýninguna.“ Þekkir harminn Margrét á flottan feril að baki, bæði á sviði og hvíta tjaldinu og er ekk­ ert óvön því að takast á við stór hlutverk og miklar tilfinningar. Á síðasta ári hlaut hún Grímuna fyrir leik sinn í Eldrauninni eftir Arthur Miller í Þjóðleikhúsinu og á sama sviði túlkaði hún Lafði Macbeth með tilþrifum veturinn áður. Hún segir Mörtu eina af hinum stóru kvenrullum leikbókmenntanna sem gaman sé að kljást við. „Mér finnst ég komin á svo góðan aldur því þar er allt kraumandi í djúsí kvenhlutverkum með miklum texta og alvöru tilfinningum,“ segir hún en hvernig grefur hún upp þær sterku kenndir sem hún þarf að koma frá sér í Virginíu Woolf? „Marta er að díla við þungbæra hluti og auðvitað kannast ég við ýmislegt í þeim. Barnleysið rímar við vandamál sem við hjónin stríddum við og það var stór harmur að bera en mér finnst alltaf varhugavert að líta á list sem sjálfs­ hjálpartæki. Enda á leikur ekkert með manns eigið líf að gera að neinu leyti. Ég hef alltaf haft góðan aðgang að þeim tilfinningabanka sem ég hef komið mér upp þó að ég hafi ekki lent í sömu hörmungum og persónan á sviðinu. Ég á auðvelt með að setja mig í spor fólks og get grátið dögum saman yfir lífi þess. Það er samkenndin sem skiptir mestu máli, hún er einmitt það sem listin er alltaf að vekja okkur til umhugsunar um því leikhúsverk fjalla oft um það þegar persónurnar opna dyr inn í kvikuna.“ Himnaríki á jörð Þau Margrét og Egill Heiðar giftu sig árið 2001. Þar sem Egill Heiðar starf­ ar mikið erlendis, meðal annars í Þýskalandi, ákváðu þau fyrir tveim­ ur árum að flytja til Berlínar svo fjöl­ skyldan gæti verið meira saman. „Við erum verndarenglar tveggja barna og mér fannst erfitt að þurfa að vera frá þeim á kvöldin þegar ég var að leika. Vinnutími leikara er þannig að stundum erum við að æfa allan daginn og svo að sýna öll kvöld frá miðvikudegi fram á sunnudag. Þá missir maður af því allra heilagasta, að fá að gefa að borða og baða og lesa og svæfa. Hverfið sem við búum í í Berlín er eiginlega himnaríki á jörð fyrir fjölskyldufólk, risastórir leikvellir á hverju horni með fallega smíðuðum og ævintýralegum leiktækjum. Þjóð­ verjar senda ekki börnin sín ein á leikvöllinn eins og við Íslendingar gerum heldur eru alltaf með þeim. Þeir leyfa sér líka að hafa þar flókn­ ari tæki en tíðkast hér, því börn eru þar á ábyrgð foreldranna.“ Margrét segir hafa komið sér vel að Egill Heiðar hafi verið þýsku­ mælandi en öllum hafi þeim gengið vel að aðlagast. „Ég bíð alltaf eftir bakslagi en það hefur ekki komið enn. Mamma sagði oft: „Vona það besta en búa sig undir það versta.“ Það er ábyggilega gamalt orðatiltæki úr móðuharðindunum! Hún var svo öldruð í sinni. En ég bjóst við miklu meiri erfiðleikum. Kannski erum við fullorðna fólkið bara búin að missa þá eiginleika að mæta nýjum aðstæðum fordómalaus og glöð eins og börn.“ Söng fyrir afa á sjónum Sjálf kveðst Margrét hafa varið mikl­ um tíma hjá afa sínum og ömmu, Þórði og Ólafíu, þegar hún var lítil. Þau bjuggu við Starhagann. „Þá voru braggar og fiskvinnsla þar sem Star­ haginn mætir Ægisíðunni. Þar var ég að þvælast í kringum fólkið sem var vinna, Ebbi sem sá um húsin tók í nefið og sýndi manni köngulær í krukku, það var magnað. Þarna voru hænur og kartöflugarðar og við krakkarnir gengum um með rauð­ maga í hjólbörum og seldum í húsin. Svo voru grásleppuhrognin unnin hjá afa og við keyrðum þau í gamla Moskvitsnum til Hafnarfjarðar. Afi átti líka lítinn bát og ég fór með honum að vitja um netin úti hjá Gróttu og söng fyrir hann á sjónum. Þetta man ég, samt var ég bara fimm eða sex ára þegar hann dó.“ Spurð hvenær hún hafi ákveð­ ið að verða leikkona svarar Mar­ grét: „Það gerðist ekkert af sjálfu sér. En ég var áhugsöm að kynnast sem flestum listum og móðir mín hvatti mig endalaust á þeirri braut. Ég lærði á fiðlu í tíu ár og tók þátt í kórstarfi í MH í fimm ár. Samt var ég ekkert séní í tónlist en að syngja í kór var bara það besta sem hafði komið fyrir mig. Ég tók líka leik­ listartíma og myndlistartíma í MH. Dansi og hreyfingu var haldið að mér, ég var fimm ára komin í þjóð­ dansa og síðan fór ég í ballett og fim­ leika. Var sem sagt rosalega virk, það er að segja, ég átti móður sem var rosalega virk og kom mér í þetta allt saman. Hún hét Sigríður Erla Sigur­ björnsdóttir og var alger perla. Hún dó úr krabbameini 2002, fór alltof snemma og var mér mikill missir.“ En Margrét á líka góðar æsku­ minningar norðan af Langanesi, þar kveðst hún hafa verið öll sumur í algerri dásemd. „Pabbi minn, Vil­ hjálmur Auðunn Þórðarson, keypti jörð þar í félagi við aðra. Hún heitir Eiði. Þarna var bær við bæ út með ströndinni en þeir voru allir komnir í eyði þegar ég var þar. Þó var þetta talin svo mikil matarkista að ef maður legðist á magann við vatns­ bakka þá synti silungurinn upp í mann og þegar maður velti sér á bakið verpti fuglinn upp í mann!“ Óhress með stefnu Íslands En úr eyðibyggð Langaness yfir í stórborgina Berlín sem Margrét lýsir líka af mikilli aðdáun. „Berlín er afskaplega græn borg, þar er hægt að hjóla um allt, meðal annars í risastóra garða með klifursvæðum, skógi og alls konar skemmtileg­ heitum. Ég hef aldrei verið ginn­ keypt fyrir að flytja til útlanda en nú fannst mér vera kominn tími á að prófa það og það reyndist vel. Egill Heiðar er prófessor við Ernst Busch háskólann í Berlín svo hann kemur heim á kvöldin og við borðum saman kvöldmat. Stundum verður hlé á milli kúrsa og því gat hann komið heim núna í tvo mánuði að sinna þessu verkefni. Ég held hann hafi kannski ekki alveg verið búinn að sjá það fyrir að ég yrði eftir heima til að sýna. En ég vann reyndar í nokkra mánuði í fyrra líka í lista­ safninu MoMA í New York, var að lesa þar inn á hljóðskúlptúr. Vinnan okkar er tarnavinna, ég líki henni stundum við sjómennsku. Það er bara unnið dag og nótt til að klára verkið. “ Einhvern veginn finnst mér eins og Margrét sé ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð til búsetu. Hún viður­ kennir það. „Mér finnst rosalega góð hvíld frá íslensku samfélagi að vera þarna úti. Þýska heilbrigðiskerfið er til dæmis mjög gott og þar gengur það sama yfir alla. Íslendingar þurfa að fara að hugsa sinn gang, bæði í sambandi við náttúruvernd og heilbrigðiskerfið. Mér líkar ekki hvert við erum að stefna. Ég hef ekki áhuga á að taka þátt í samfélagi sem er búið að taka svona stóran skell eins og hrunið var og ætlar ekki að læra af honum. Það er svo ótrúlega sorglegt að nýta ekki það tækifæri. Svo er afar dýrmætt fyrir fjöl­ skylduna að eiga þennan tíma saman úti í Berlín og ná að sinna hvert öðru vel. Þannig verkefni fær maður ekki á hverjum degi.“ 9.990 ÁTTABLAÐARÓSIN Áður 12.980 LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI Jólatilboð Rúmföt Kvikmyndir sem Margrét hefur leikið í 2001 Í faðmi hafsins og Mávahlátur 2002 Fálkar og Reykjavík Guesthouse 2004 Love is in the Air 2006 Blóðbönd 2007 Misty Mountain 2007 Duggholufólkið 2008 Brúðguminn 2010 Kóngavegur 7 2010 Mamma Gógó Snjókast er alltaf hressandi og nóg er af efniviði í það á Íslandi núna. Fréttablaðið/VilHelm Það er mikil grimmd í verkinu og sendingar milli hjónanna eru eitraðar, ást Þeirra hefur með tímanum snúist upp í biturð Því vonbrigði lífsins hafa leikið Þau grátt. vinnutími leikara er Þannig að stundum erum við að æfa allan daginn og svo að sýna öll kvöld frá miðviku- degi fram á sunnudag. Þá missir maður af Því allra heilagasta, að fá að gefa að borða og baða og lesa og svæfa. ↣ 5 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r32 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A 7 -F 9 5 4 1 7 A 7 -F 8 1 8 1 7 A 7 -F 6 D C 1 7 A 7 -F 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.