Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 05.12.2015, Blaðsíða 104
Schengen-samstarf Evrópuríkjanna hefur verið í nokkru uppnámi undan- farið, eftir að flóttamenn tóku að streyma í stríðum straumum frá Sýr- landi og fleiri hrjáðum löndum. Ekki bættu voðaverkin í París fyrir nokkrum vikum úr skák. Þeim röddum fjölgar sem segja nauðsynlegt að taka upp innra landa- mæraeftirlit á Schengen-svæðinu. Strax í lok sumars varaði Angela Merkel Þýskalandskanslari við því að Schengen-samstarfið væri í uppnámi vegna flóttamannastraumsins, en þá reiknuðu Þjóðverjar með því að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári. Nú er talið að fjöldi þeirra sé kom- inn yfir milljón. Myndi þýða endalok Schengen FranÇois Hollande Frakklandsfor- seti hefur sömuleiðis varað við því að Schengen-samstarfið geti verið í uppnámi, ef ekki tekst að finna leið til að tryggja ytri landamæri Schengen- svæðisins: „Við munum þurfa að setja aftur upp landamærastöðvar og eftir- lit,“ sagði hann í september, „og það mun þýða endalok Schengen í þeim skilningi að það sé svæði sem lýtur ákveðnum reglum en tryggir um leið ferðafrelsi.“ Ungverjaland hefur nú þegar lokað landamærum sínum að Serbíu og Króatíu. Austurríki hefur tekið upp eftirlit við landamæri Ungverjalands og Þýska- land hefur tekið upp eftirlit við landa- mæri Austurríkis. Þá hafa bæði Svíþjóð og Noregur tekið upp landamæraeftirlit með fólki sem kemur frá Danmörku. Loks tóku Frakkar upp eftirlit með landamærunum að Belgíu eftir að hópur öfgamanna myrti 130 manns í París 13. nóvember síðastliðinn. Tímabundið afnám ferðafrelsis Það var svo nú í vikunni sem dóms- málaráðherrar Evrópusambands- ríkjanna komu saman í Brussel til að ræða tillögu um að veita ríkjunum tímabundna heimild til að setja upp landamæraeftirlit til tveggja ára. Í reglum Schengen-svæðisins er nú þegar heimild til þess að vera með innra landamæraeftirlit í allt að sex mánuði, ef óhjákvæmilegt þykir. Í aðdraganda fundarins í Brussel hafa þau aðildarríki sem nú þegar hafa tekið upp landamæraeftirlit í einhverri mynd, verið sérstaklega gagnrýnd fyrir að upplýsa ekki önnur Schengen-ríki Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is nægilega vel um fyrirætlanir sínar: „Þetta hefur torveldað nágrannaríkjum þeirra mjög að búa sig undir breytingar á ferðaleiðum flóttafólks,“ segir í rök- stuðningi með drögum að breytingum á Schengen-sáttmálanum sem lögð voru fyrir fundinn í Brussel. Í reynd þýðir þetta að Evrópusam- bandið geri að engu, að minnsta kosti tímabundið, það grundvallaratriði Schengen-svæðisins að fólk geti ferðast á milli landa innan þess án þess að framvísa vegabréfum á landamærum. Mæðir mest á Grikklandi og Ítalíu Flóttamannastraumurinn til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hefur verið í hámarki þetta árið, svo annað eins hefur ekki sést ára- tugum saman. Mest hefur þetta mætt á Grikklandi og Ítalíu, enda koma flóttamennirnir fyrst þangað, en flestir hafa síðan reynt að komast til Þýskalands og Svíþjóðar. Samkvæmt Dyflinnarreglugerð Schengen-svæðisins er ætlast til þess að þau ríki sem flóttafólkið kemur fyrst til afgreiði mál þeirra. Þetta hefur hins vegar engan veginn gengið upp vegna þess að hvorki Ítalía né Grikkland, og allra síst þó Grikkland, hafa fjárhags- lega burði til þess að ráða við þetta verkefni. Grikkjum hótað en Tyrkjum boðið fé Grikkir hafa verið gagnrýndir fyrir að þiggja ekki boð annarra Evrópusam- bandsríkja um aðstoð. Nú er jafnvel svo komið að ráðamenn sumra ESB- ríkja hóta því að reka þurfi Grikkland úr Schengen-svæðinu. Á hinn bóginn hefur Evrópusam- bandið lofað Tyrkjum peningum fyrir að halda flóttafólki innan landamæra sinna, þannig að færri fari vestur eða norður yfir landamærin til aðildarríkja Evrópusambandsins. Tyrkir eru að einhverju marki þegar byrjaðir að stöðva flóttafólk á landamærunum, þótt peningarnir frá Evrópusambandinu hafi reyndar frekar verið hugsaðir til þess að bæta hag flóttafólks í Tyrklandi með það í huga að það geti hugsað sér að doka þar við áfram. Samstarf Schengen-ríkjanna Schengen-samstarfið gengur annars vegar út á frjálsa för fólks yfir landamæri milli ríkja innan svæðisins, hins vegar náið samstarf ríkjanna í lögreglu- og dómsmálum ásamt því að skiptast á upplýsingum um einstak- linga, stolna muni og annað sem yfirvöld gætu þurft að hafa afskipti af. Á sviði lögreglumála snýst samstarfið meðal annars um leit að grun- uðum einstaklingum og eftirlit með fólki í öðrum löndum. Á sviði dómsmála snýst samstarfið meðal annars um að hraða brott- vísun einstaklinga úr landi og heimildir til fullnustu dóma í öðrum löndum. Upplýsingakerfi Schengen er lykilþáttur í þessu samstarfi öllu. Þar eru skráðar viðvaranir og hvers konar hættumerki tengd tilteknum einstakling- um, farartækjum, skotvopnum, skilríkjum, peningaseðlum og verðbréfum sem lögregluyfirvöld geta þurft vitneskju um. Hér á landi er það embætti ríkislögreglustjóra sem sér um rekstur og ber ábyrgð á upplýsingakerfinu. Aðgang að upplýsingunum hafa ríkissaksóknari, lögreglan, útlendinga- stofnun og samgöngustofa, auk þess sem tollgæslan, landhelgisgæslan og innanríkisráðuneytið geta óskað eftir upplýsingum úr kerfinu. Aðganginn má þó einungis virkja þegar starfsmenn þessara stofnana þurfa nauðsynlega á honum að halda til að geta sinnt starfi sínu. Þrjátíu ár frá undirritun í Lúxemborg Schengen-svæðið Við munum þurfa að setja aftur upp landamærastöðVar og eftirlit og það mun þýða endalok schengen. FranÇois Hollande, Frakklandsforseti Aðild að ESB og Schengen Austurríki Belgía Danmörk Eistland Finnland Frakkland Grikkland Holland Ítalía Lettland Litháen Lúxemborg Malta Portúgal Pólland Slóvakía Slóvenía Spánn Svíþjóð Tékkland Ungverjaland Þýskaland Aðild að ESB en ekki með í Schengen Bretland Írland Aðild að Schengen en utan ESB Ísland Noregur Sviss Liechtenstein Aðild að ESB og væntanleg að Schengen Króatía Rúmenía Búlgaría Kýpur Sumarið 1985 var Schengen-sam- komulagið undirritað í Lúxemborg, nánar tiltekið um borð í Móselferj- unni Princesse Marie-Astrid sem lá við bryggju í smábænum Schengen. Samkomulagið undirrituðu full- trúar fimm landa: Frakklands, Þýska- lands og Benelux-landanna þriggja; Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Samkomulagið fól í sér að landa- mæraeftirlit milli þessara fimm landa yrði smám saman lagt niður. Fimm árum síðar gerðu þessi lönd með sér ítarlegan sáttmála, þar sem fyrirkomulag Schengen-svæðisins er útfært nánar. Schengen-sáttmálinn tók síðan gildi árið 1995. Næstu árin bættust fleiri ríki í hópinn og árið 1999 var Schengen-sáttmálinn tekinn inn í löggjöf Evrópusambandsins. Það var svo árið 2001 sem Norðurlöndin öll gengu á einu bretti í Schengen- samstarfið, en Norðurlöndin höfðu haft með sér vegabréfasamband áratugum saman. Nú eru aðildarlönd Schengen-sam- starfsins 26 talsins. Þar eru innifalin 22 af 28 aðildarlöndum Evrópusam- bandsins ásamt Íslandi, Noregi, Sviss og Liechtenstein. Með tímanum munu svo fjögur ný Evrópusambandslönd, Búlgaría, Króatía, Kýpur og Rúmenía, bætast við. Bretland og Írland standa utan við Schengen-samstarfið að mestu og sinna eigin landamæraeftirliti, en hafa þó samið um að taka að hluta þátt í samstarfinu, einkum á sviði lögreglu- og dómsmála. 53 þúsund kílómetrar eru ytri landamæri schengen-sVæðisins Schengen í uppnámi Flóttamannastraumur til Evrópu og ótti við hryðjuverk hafa orðið til þess að reglur Schengen-ríkjanna eru til endurskoðunar. 5 . d E S E m B E r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r56 h E L G i n ∙ F r É T T A B L A ð i ð 1 1 -1 2 -2 0 1 5 0 9 :2 9 F B 1 3 6 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A 7 -E A 8 4 1 7 A 7 -E 9 4 8 1 7 A 7 -E 8 0 C 1 7 A 7 -E 6 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 3 6 s _ 4 1 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.