Öldrun - 01.02.2003, Qupperneq 28

Öldrun - 01.02.2003, Qupperneq 28
28 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Það geta komi upp aðstæður sem vekja upp sárar og erfiðar minningar og er því nauðsynlegt að starfs- maðurinn sé viðbúinn að bregðast við slíku. Hann þarf einnig að hafa hæfni til að stjórna hópnum og gæta þess að allir fái tækifæri til að tjá sig. Minninga- kveikjur Eins og við vitum geta ýmsir hlutir og fyrirbæri úr fortíðinni kallað fram gamlar minningar. Algengast er að fram komi góðar og jákvæðar minningar, þótt hið gagnstæða geti gerst. Myndir, tónlist, lykt og ýmsir hlutir sem tengjast tímabilum fyrr á ævinni vekja tilfinningar. Ólíkir hlutir eins og mjólkurflöskur, hannyrðir, skóhlífar og mat- reiðslubækur Helgu Sigurðar geta orðið uppspretta mikilla og ákafra umræðna um liðna tíma. Stundum er umfjöllunarefnið almenns eðlis t.d. lífs- hættir fólks á fyrri hluta síðustu aldar; húsnæði, fatn- aður, mataræði og kjör mismunandi þjóðfélagshópa á ýmsum stöðum á landinu. Slíkar umræður geta verið bæði fróðlegar og líflegar og leitt til ýmissa óvæntra uppgötvana innan hópsins. Stundum eru umfjöllunarefnin persónulegri, geta snúist um uppvaxtarár, skólagöngu, fjölskylduhagi eða merkileg tímamót á lífsferlinu. Tilgangurinn Minningahópar hafa reynst gagnlegir og gefandi fyrir starfsfólk. Þeir auðvelda starfsmanninum að sjá hinn aldraða sem einstakling sem á sína sögu, kynna sér áhugamál hans og venjur og greina styrkleika hans. Þetta á við flesta og ekki síst þá sem eru með heila- bilun. Algengt er að leitað sé til aðstandenda þeirra til þess að fá upplýsingar. Það getur einnig verið gagnlegt að vera vakandi gagnvart viðbrögðum sjúklinga með heilabilun við ákveðnu áreiti eða aðstæðum t.a.m. ýmsum „minningakveikjum“, þannig má fá vitneskju um hvað hrærist innra með þeim. Þetta á ekki síst við þegar sjúklingurinn getur ekki lengur tjáð sig með orðum. Samskipti eru svo miklu meira en orð. Tónlist Gömul póstkort Gamlar myndir Gamlar fréttamyndir /myndbönd Annálabækur Föt Lykt (t.d. eplalykt) o.m.fl. „Minningakveikjur“: Auka sjálfsvirðingu Efla sjálfsmynd Bæta félagslega færni Bæta samskipti Bæta líðan Helsti tilgangur er að:

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.