Öldrun - 01.02.2003, Síða 29

Öldrun - 01.02.2003, Síða 29
29ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Minningar hafa reynst vel til að bæta samskipti aðstandenda við sjúka/heilabilaða ættingja. Það getur létt mjög á streitu og vanlíðan að minnast saman með því að skoða gamlar myndir, hlusta á tónlist sem minnir á góð æviskeið eða rifja upp e-ð skemmtilegt. Síðast en ekki síst stuðlar þátttaka í endurminn- ingahópum að bættu sjálfsmati og sjálfsvirðingu þátt- takenda. Upprifjun á hlutverkum, lífshlaupi, áhuga- málum svo ekki sé talað um afrekum fyrr á ævinni getur verið árangursrík sjálfsstyrkingaraðferð. Endurminningahópar eru til þess fallnir að liðka fyrir jákvæðum samskiptum, bæta félagslega færni og rjúfa einangrun. Það er því full ástæða til að mæla með þeim á öldrunarstofnunum vegna þess að flestir – bæði aldraðir og starfsfólk – hafa yfirleitt einnig ánægju af. Auk þess er hér um afar ódýrt meðferðarform að ræða. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Er ekki um að gera að nýta sér það á jákvæðan og upp- byggjandi hátt? Heimildir: Bruce, E. Hodgson, S., og Schweitzer, P. (1999). Reminiscing with people with dementia: a handbook for carers. London: Age Exchange Publication. Jones, E. D. og Beck-Little, R. (2002). The use of reminiscence therapy for the treatment of depression in rural-dwelling older adults. Issues in Mental Health Nursing, 23, 279-290. Moss, S. E., Polignano, E., White, C. L., Minichiello, M. D. og Sunder- land, T. (2002). Reminiscence group activities and discourse interaction in Alzheimer disease. Journal of Gerontological Nursing, 28(8), 36-44. Osborn, C. (1993). The Reminiscence handbook: ideas for creative acti- vities with older people. London: Age Exchange Publication. Gagnleg netföng: age-exchange.org.uk/ eldrenetverket.dk

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.