STARA - 01.09.2015, Síða 12

STARA - 01.09.2015, Síða 12
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 12 svæðinu til að virða þá ákvörðun. Í yfirlýsingu frá þeim kemur fram að það geri þeir til að tryggja góð samskipti í samfélaginu sem heild, til að róa samvisku íbúanna og til að koma í veg fyrir misskiln- ing og utanaðkomandi þrýsting sem spilli sam- ræðum milli trúarhópa í borginni í stað þess að efla þær. Þrátt fyrir það hélt trúarstarf í moskunni áfram. Föstudaginn 15. maí, viku eftir að skálinn opnaði, birti borgarblaðið VeneziaToday frétt af hádegisathöfn sem fór fram þann dag í moskunni og hinn „íslenski ímam Ali“ stóð fyrir. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Í moskunni er beðist fyrir þrátt fyrir bann: »Stjórnmálamenn og ofstækismenn, þegiði«“, sem er túlkun blaðsins á áherslum í ræðu íslenska ímamsins. Fréttin í blaðinu er almennt hlutlaus, en þó greinilegt að blaðamanni þykir sérkennilegt að utanaðkomandi aðilar skuli halda uppi safnaðarstarfi í moskunni í trássi við forsvarsmenn samfélags múslima í borginni. Blaðamaður veltir því fyrir sér hverjir séu þessir „ofstækismenn“ sem ímaminn vísar til, það sé ekki á hreinu hvort hann eigi þar við íslamska harðlínumenn eða hvort þar sé einnig vísað til fulltrúa samfélags múslima í Feneyjum sem biðji fólk að hætta skipulegu starfi í moskunni. Samkvæmt mynd sem Luigi Constantini tók af athöfninni þennan dag og birtist í The Telegraph er greinilegt að hún hefur verið vel sótt þrátt fyrir tilmæli leiðtoga múslima. Á myndinni má telja um 100 karlmenn krjúpandi við tilbeiðslu. Reikna má með því að 10–15 konur hafi einn- ig tekið þátt krjúpandi á bak við skerm, auk annarra áhorfenda. Það bendir því allt til þess að í bygging-unni hafi þennan föstudag verið talsvert fleiri en þeir tæplega 90 manns sem mega vera þar í einu. Ritskoðun listaverka í Feneyjum — álitamál Félagsleg listsköpun er að mörgu leyti ólík hefðbundinni gerð listaverka. Í verki sem byggir á félagslegu ferli verða álitamál um ritskoðun eða skerðingu á tjáningarfrelsi oft mjög flókin. Þegar bannað er að sýna málverk, ljósmynd, kvikmynd eða höggmynd er nokkuð óyggjandi að unnið er gegn tjáningarfrelsi listamannsins. Þetta eru verk sem listamaðurinn gerir á sínum eigin vegum og sýnir í afmörkuðu og yfirleitt sérhæfðu sýningar- rými. Samfélagsverk eru öðruvísi vegna þess að þau fela í sér inngrip í það samhengi sem þau eru búin til fyrir. Þau eru því ekki sjálfstæðar tjáningar- einingar eins og hefðbundin verk, heldur er þeim ætlað að vinna beint inn í samhengi þar sem til koma ákvarðanir — og ákvarðanafrelsi — margra annarra en listamannsins sjálfs. Listamaður sem vinnur samfélagsverk verður því að gefa eftir hluta af höfundarfrelsi sínu til að gefa svigrúm fyrir tjáningarfrelsi annarra. Samfélagsverk er háð því að það samfélag sem því er ætlað að hafa áhrif á sé virkur þátttakandi við gerð þess. Þegar sam- félagsverk verður að veruleika felur það í sér að listamanninum hafi tekist að ná sátt um ýmis álitamál sem tengjast verkinu. Ef slíkt misheppn- ast má að sama skapi segja að listamanninum hafi ekki tekist að vinna með ólíka þætti menningar- legs umhverfis — þessvegna hafi verkið ekki náð að verða til. Vegna þessa eðlis samfélagsverka er erfiðara að ákvarða hvar og hvenær ritskoðun á sér stað, hvenær samfélagið bregst við með of- beldi og skerðir tjáningarfrelsi listamannsins, eða hvenær listamanninum hafi einfaldlega mistekist að vinna með menningarlegt samhengi verksins. Þetta á að einhverju leyti við um öll þau verk sem „Það að listamaðurinn lét moskuna í hendur samfélags múslima í Feneyjum kann að hafa breytt forsendum verksins í augum yfirvalda. Við þetta voru ítök feneyska múslimasamfélagsins í verkinu orðin umtalsverð og verkið ekki lengur einskorðað við innra rými sýningarskálans.“

x

STARA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.