STARA - 01.09.2015, Síða 18

STARA - 01.09.2015, Síða 18
S T A R A n o .4 2 .T B L 2 0 15 18 speglar þessa texta og portrett sem ég hef að ein- hverju leyti byggt upp fyrir myndavélina. Dvöl mín á Íslandi hefur snúist um að safna saman miklu magni af hljóð- og myndefni sem ég hef bætt við heildarvefnað verksins. Á Íslandi hef ég leitast við að fanga ákveðna þætti landslagsins sem sýna einhvers konar umbreyt- ingu eða niðurbrot vegna orkuflæðis. Þetta hefur verið kaotískt ferli, en ef ég ætti að lýsa því myndi ég segja að nokkurs konar kvikmynd um aðdrag- anda heimsendis, um tíma endalokanna, hafi byrjað að þróast með áður-nefndri segulband- supptöku og haldi áfram að mótast og breytast, annað hvort til hins betra eða verra. Ég gerði einnig stuttmynd, þar sem ég notaði svarthvíta super 8 filmu, sem aðskilið og sjálf- stætt verk. Eitt sjónarhorn, tekið upp við vatn, á staðnum í rúmar 7 klukkustundir. Það verk var í raun stúdía í óljósum hugmyndum um flæð- andi „timelapse“ kvikmynd, enda meðvitað gerð á ósamfelldan og ólínulegan hátt og þar með upp- brotið „timelapse“. Finnst þér að gestavinnustofan og/eða Ísland hafi haft áhrif á verk þín? Athygli mín hefur að miklu leyti beinst að upp- sprettu landslagsins sjálfs. Helmingur vinnunnar fer fram fyrir utan vinnustofuna og mér finnst mikilvægt að halda því sambandi eins og hægt er. Ég vinn ekki eftir handriti eða með miklar fyrir- fram ákveðnar leiðbeiningar þannig að verkið er á ákveðinn hátt háð landslaginu. Hins vegar hef ég ákveðnar sálfræðilegar hugmyndir sem eru alltaf til staðar, þannig að ég er ekki að gefa í skyn að ég sé hlutlaus í þessu ferli mínu, að ég sé að reyna að skapa hlutlausa heimild eða eitthvað þannig. Ég fer á þessa staði með mjög persónu- legar hugmyndir í farteskinu en á sama tíma eru þessar hugmyndir mjög óstöðugar. Þetta er viðkvæmt ferli, það gæti í raun fallið um sjálft sig hvenær sem er. Sástu einhverjar sýningar á Íslandi sem höfðu áhrif á þig? Vasulka-stofa í Listasafni Íslands var frábær, ég er mjög hrifinn af öllu því tilviljanakennda sem kom út úr tilraunum með vídeó á áttunda og níunda áratugnum, það er einhver blanda af formtilraun-um og óstöðugleika myndarinnar/ hljóðsins sem mér finnst spennandi. My ndaðirðu e inhver ný tengs l s em gætu hagnast þér? Já, við alla hina listamennina í gestavinnustofu- nni. Það hefur verið frábært að kynnast mörgum ólíkum aðferðum og að geta eytt þessum tíma á þessum stað saman. Var eitthvað sem kom þér á óvart við íslensku listasenuna? Mér finnst ég ekki hafa lært eins mikið um hana á meðan á dvölinni stóð og ég hefði getað. Ég fór á nokkrar opnanir og sýningar en ég var mjög upptekinn af mínu eigin verki. Frásagnar- og söguhefðin í íslenskri menningu kom mér á óvart. Tengslin milli landslagsins og íslenskra þjóðareinkenna finnast mér einnig mjög forvitnileg. „Ég fer á þessa staði með mjög persónulegar hugmyndir í farteskinu en á sama tíma eru þessar hugmyndir mjög óstöðugar. Þetta er viðkvæmt ferli , það gæti í raun fallið um sjálft sig hvenær sem er.“

x

STARA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: STARA
https://timarit.is/publication/1138

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.