Són - 01.01.2013, Blaðsíða 29
ArinbjArnArkviðA – vArðveiSlA 27
efforts to read nearly all the first column, with the top half and a few
words here and there down the second column. His copy is printed
in an Appendix. See also Ny felags-rit, 1861. He was able for the first
time to fix the place of one of the two quotations in Edda from the
lost part of the Song, and to make corrections in the previous copies.
Guðbrandur Vigfússon (1883, 271)
Guð brandur vildi hafa vísuna aftar en hún var í 1809-út gáf unni. Ekki er
aug ljóst hvað hann á við með „lost part of the song“. Í Nýjum félags ritum,
sem hér er vísað til, kemur fram hvar hann vildi setja vísuna:
Kvæðið allt ætla eg að hafi verið fertugt eða fimtugt; inngángr kvæð is-
ins er 15 erindi, þá 7 erindi um örlyndi Arin bjarnar, auð sæld og göfug-
lyndi, þá að líkindum önnur 7 erindi um hreysti hans og hernað, og
síðan eitthvað hið þriðja, svo sem trygð hans og vinfesti. [Eftirfarandi
er í neðanmálsgrein] Þar held eg eigi heima vísan:
Þat er órétt
er orpit hefir. o.s.frv.
sem í útgáfum er sett inn af getgátu, og að eg held á rangan stað.
Guðbrandur Vigfússon (1861, 127)
Vísan ætti sam kvæmt þessu heima ein hvers staðar aftan við fyrstu 30
erindin og hún væri þá á hinu týnda blaði.
Á hinn bóginn segir Guð brandur í athuga semdum við kvæðið í út-
gáfu sinni að honum hafi auðnast að greina stað setningu vís unn ar í aftari
dálk inum.
... Cited in Edda, we are able to identify it in the blurred column: the
image is from the saying, kasta á glæ ...
Guðbrandur Vigfússon (1861, 540)
Samkvæmt lestri Guð brands stendur orðið vǫnuðr, skrifað ‹vaūoꝺr› á
rétt um stað miðað við lengd erindis ins til að vera erindi númer 24 í
kvæð inu. Guð brandur merkti engan staf sem ógreini legan (sjá mynd 6).
Hæfi lega mikið er eftir af lín unni áður en kemur að upphafs staf næsta
erindis, sem Guð brandur sá að hófst á ‹S› (‹Segeꝺ› skv. ÍB 169 4to sem
Guðbrandur þekkti ekki15) og erindið sjálft hefst á réttum upphafsstaf
‹Þ› og hann er sam mála ÍB 169 4to um að næst komi sögnin er eins og
í um ræddri vísu. Á inn rauðum myndum sjást báðir þessir upp hafs stafir
15 Guðbrandur tekur sérstaklega fram í Nýjum félagsritum, 1861 bls. 127, að hann þekki
enga eldri uppskrift kvæðisins en þá sem er í AM 146 fol.