Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —6 4 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 1 6 . M a r s 2 0 1 6 Koppasýning Valda Þorvaldur Norðdahl hefur frá því hann var tíu ára safnað hjólkoppum og selt þá á heimili sínu við Suðurlandsveg. Meira en hálfrar aldar starf er að baki og Valdi koppa- sali stefnir að stórsýningu enda á hann mikið af gömlum, ekta málmkoppum. Á myndinni má sjá nokkra af hans eftirlætis hjólkoppum. Sjá síðu 12. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið í dag MarKðurinn Úr köldum sjó í heitari Martak leggur í stór- sókn á erlendum mörkuðum með heildarlausn fyrir rækjuvinnslur. Ætla að tvö- til þrefalda stærð. sKoðun Gylfi Arnbjörnsson segir tækifæri í sókndjarfri land- búnaðarstefnu. 14-15 sport Sonurinn hjálpar til við að halda uppi sigurhefðinni. 16 Menning Klassíski gítarinn tekinn til kostanna í Sölvhóli næstu daga. 22-24 lÍfið Hannaði letur frá grunni. 28-30 plús 2 sérblöð l fólK l  lÍfið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Lífrænt rauðrófuduft í hylkjum „Náði kólersterólinu niður á stuttum tíma.“ Jóhannes S. ÓlafssonFaxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á FULL BÚÐ AF FLOTTUM VÖRUM Hönnun Sannkölluð sprenging hefur orðið í fjölda verslana með inn- anhússhönnunarvörur eftir hrun. Í kringum þrjátíu hönnunarvöruversl- anir eru reknar í miðbænum, Kringl- unni og Smáralind, og hafa fimmtán þeirra verið opnaðar á síðastliðnum fimm árum. Svo virðist sem þær hafi aldrei verið fleiri á svæðinu. Íslendingar virðast því kaupa meiri hönnunarvöru en fyrir hrun. Auk þessara verslana er fjöldi net- verslana með hönnunarvörur og eru tæplega 18 þúsund Íslend- ingar meðlimir í Facebook- h ó p n u m N o t a ð a r hönnunar- vörur. – sg / sjá markaðinn Hönnunarbúðir í útrás eftir hrun ofbeldi „Það virðist ekki mega ræða neitt nema smokka, óléttur og kynsjúkdóma,“ segir Lilja Karen Kristófersdóttir, sautján ára stúlka sem hefur fundað með skólastjórn- endum Norðlingaskóla til að ræða atvik sem kom upp þegar hún var nemandi við skólann. Lilja kvartaði þá við kennara og skólastjóra yfir bekkjarbróður sínum og fyrrverandi kærasta en hún var þá komin í meðferð hjá Stígamótum eftir sambandið. Hún sagði strákinn hafa beitt sig kyn- ferðislegu ofbeldi og sýnt sér óvið- eigandi hegðun. Vegna smæðar skólans var ekki hægt að aðskilja Lilju og drenginn og þurfti hún því að umgangast hann daglega. Svo fór að Lilja hætti í íþróttum og forðaðist bekkjar- bróður sinn. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir að í kjölfar málsins hafi skólinn tekið upp verk- lag í svona málum innanhúss. „Það hefði verið frábært ef þessir ferlar hefðu verið til þegar þetta kom upp.“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborg- ar, greindi frá því í Fréttablaðinu þann 9. mars síðastliðinn að ekk- ert samræmt kerfi væri til í skólum borgarinnar varðandi kynferðis- ofbeldi gegn börnum. Tölur frá Stígamótum sýna að afar fá börn sem verða fyrir kyn- ferðisofbeldi heima fyrir segja skólastarfsmanni frá ofbeldinu. – snæ / sjá síðu 12 Ekkert verklag í ofbeldismálum barna Skólastjóri í Norðlingaskóla kallar eftir sameiginlegu verklagi þegar upp koma ofbeldismál á milli barna og unglinga í skólanum. Fyrir nokkrum árum kvartaði nemandi við skólann yfir fyrrverandi kærasta sínum sem hún sagði að hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Ég átti í vandræðum með að umgangast hann daglega og reyndi með öllum ráðum að komast hjá því. Lilja Karen Kristófersdóttir lÍfið „Við vildum gera plötuútgáfu sem er „no bullshit“ og gerir eitt- hvað til að hjálpa liðinu. Maður hefur dregið þetta en nú er tíminn kominn,“ segir Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi veitinga- og skemmtistaðarins Priksins, um nýstofnuðu plötuútgáfuna Sticky. Þegar hafa Emmsjé Gauti, Gervi- sykur, Glacial Mafia og Geimfarar stokkið á vagninn. „Við erum ekkert að fara að eign- ast eitt eða neitt hjá fólki, erum ekkert að fara að taka nein stefgjöld eða neitt svoleiðis. Við viljum veita stuðninginn og svo geta þeir hjálpað til baka með tónleikum hjá okkur,“ útskýrir Guðfinnur, sem stendur fyrir útgáfunni í samstarfi við Geoffrey Þór Huntington-Williams, rekstrarstjóra Priksins. – ga / sjá síðu 30 Prikið fer í plötuútgáfu 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 C 7 -D 6 C 0 1 8 C 7 -D 5 8 4 1 8 C 7 -D 4 4 8 1 8 C 7 -D 3 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.