Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 8
79 ára kona svipt heim- ilishjálp 1DANMÖRK Fjölmargir Danir bjóðast nú til að þrífa án endur- gjalds hjá 79 ára bakveikri konu. Vegna niðurskurðar sendir sveitar- félagið ekki lengur heimilishjálp til hennar eins og það hefur gert undanfarin 10 ár. Framvegis fá aðeins blindir, lamaðir, þeir sem eru með ellivitglöp og þeir sem búa langt frá ættingjum heimilishjálp. Læknir segir að konan megi ekki beygja sig niður. Sænsk kirkja á norskum styrk 2NOREGUR Níutíu prósent tekna sænsku kirkjunnar í Ósló koma frá norska ríkinu. Um er að ræða 20 milljónir norskra króna. Norsk kirkja í Stokkhólmi fær 800 þúsund sænskar krónur í styrk frá sænska ríkinu. Um 22 þúsund eru í söfnuði sænsku kirkjunnar í Ósló en styrkurinn miðast við fjöldann. Endurskoða á reglurnar um styrki en ekki er víst að sænska kirkjan fái minna fé í kjölfarið. Innfluttir hafa áhrif á PISA-árangur 3 SVÍÞJÓÐ Aukinn fjöldi nemenda af erlendum uppruna kann að skýra að einhverju leyti lélegri árangur nemenda í Svíþjóð í PISA- könnuninni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sænsku námsmatsstofnunar- innar. Bent er á fjölgun fólks frá löndum þar sem ekki er lögð jafn mikil áhersla á menntun og í Svíþjóð. Lagt er til að stuðningur við útlenda nema verði aukinn. norðurlöndin 1 2 3 Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is/fermingar Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is Fossil Riley 30.800 kr. Casio Retro 12.000 kr. Daniel Wellington Sheffield Frá 23.500 kr. Skagen Ditte 36.100 kr. Fallegar fermingar- gjafir ASA HRINGUR 9.700 kr. ASA LOKKAR 9.800 kr. ASA HÁLSMEN 9.700 kr. – fyrir stelpur Byggðamál  Rætt var um slæmt ástand gatna á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi. Borgarstjóri segir við- gerðir þegar hafnar. Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi óskaði eftir myndum frá borgarbúum af ástandi gatna og fékk sendar hundruð mynda sem hann varpaði á vegg á fundinum. „Markmiðið með myndbirting- unum var að sýna borgarfulltrúum hvernig ástandið er um alla borg. Ég tel að mér hafi tekist það,“ segir Kjartan. – þv Sýndi yfir hundrað myndir af holum Rætt var um gatnaviðhald á borgarstjórnarfundi í gærkvöld. Ástand gatna í borginni þykir óviðunandi. FRéttablaðið/PjetuR 1 6 . m a r s 2 0 1 6 m i ð V i K u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð Skýr merki ofauð gunar í Mývatni l Fréttablaðið sagði frá því í gær að óhemju magn blábaktería mæld- ist í Mývatni tvö síðastliðin sumur sem er skýrt merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum, að sögn Árna Einarssonar, forstöðu- manns Náttúrurannsóknastöðv- arinnar við Mývatn. Niðurstöður mælinga í fyrrasumar sýndu tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leiðbeiningum Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO). l Árni telur engum vafa undirorpið að athafnir manna hafi aukið bakteríuvöxtinn svo óhóflega með losun næringarefna í Mývatn – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðar- gjöf og iðnrekstri. umhVerfismál Mývetningar hafa ítrekað farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum – en án árangurs. Tilefnið eru bæði nýjar reglur um hreinsun frárennslis og áhyggjur manna af lífríki Mývatns og hugsanlegt orsakasamengi við mengun af mannavöldum. Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að um langt árabil hafi Mývatn og hugsanleg mengun af mannavöldum verið til umræðu. Hann segir að sú hlið sem snýr að sveitarfélaginu lúti aðal- lega að fráveitumálum. Það hafi verið kvöð á sveitarfélaginu frá því að reglum var breytt um fráveitu og gerð var krafa um ítarhreinsun skólps. Árið 2014 fékk sveitarfélagið skýringar frá Umhverfisstofnun um hvað nákvæmlega væri verið að biðja um og sagt að þetta ætti við um þétt- býli sem teldi nokkra tugi manna. „Þetta þýðir að ítarhreinsun skal komið á í Reykjarhlíðarþorpi og næsta nágrenni. Niðurstaða verk- fræðistofunnar Eflu, sem við ráð- færðum okkur við, var sú að kostn- aður sveitarfélagsins við að setja upp svona kerfi fyrir þetta 150 manna þorp var á bilinu 250 til 325 milljónir króna. Þá ber til þess að líta að í sveit- arfélaginu öllu búa um 400 manns og velta þess er um 400 milljónir. Sveitarfélagið hefur því einfaldlega ekki bolmagn til að gera þetta eitt og óstutt,“ segir Jón Óskar sem telur að skyldur ríkisins séu augljósar í ljósi þess að í gildi séu sérlög fyrir Mývatn og Laxá þar sem vernd svæðisins er tíunduð nákvæmlega. „Þess vegna höfum við hitt umhverfisráðherra, þingmenn og fjárlaganefnd Alþingis og óskað eftir aðstoð við að hefja þessa vinnu við að bæta frárennslismálin hjá okkur. Það hefur engu skilað enn þá, en allir aðilar hafa þó sýnt málinu skilning og áhuga. Þetta er mál sem hið opin- bera verður að koma að, ekki bara vegna sérlaganna, heldur vegna mikilvægis Mývatns fyrir Íslendinga alla – enda viðurkennt að vatnið er einstakt á heimsvísu og mikilvægt í öllum skilningi, og ekki síst í sam- hengi við ferðaþjónustuna,“ segir Jón Óskar sem slær þó varnagla varðandi umfjöllun um Mývatn. Hann bendir á að nýleg rannsókn, sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið, stangist á við þær niðurstöður að ofauðgun blá- baktería í Mývatni sé af manna völdum. „Ég get ekki skilið hans niðurstöðu, með nauðsynlegum fyrirvörum, öðruvísi en að áhrif mannsins geti ekki verið meginskýringin í þessu ástandi. Ég er ekki að segja að sú nið- urstaða sé réttari en hin, en þetta er sjónarmið sem rétt er að komi fram,“ segir Jón Óskar og vísar þar til skýrslu Gunnars Steins Jónssonar líffræðings frá því í fyrra. svavar@frettabladid.is Stjórnvöld hunsa beiðni Mývetninga um aðstoð Ítrekaðar umleitanir Mývetninga um aðstoð frá ríkinu vegna fráveitumála hafa engu skilað. Kostnaðurinn nemur allt að 325 milljónum fyrir 400 manna sveitarfélag. Rætt um vernd Mývatns um langt árabil. Mývatn er á rauðum lista umhverfisstofnunar sem krefst úrbóta á fráveitukerfi í Mývatnssveit. FRéttablaðið/vilhelM Þess vegna höfum við hitt umhverfis- ráðherra, þingmenn og fjárlaganefnd Alþingis og óskað eftir aðstoð við að hefja þessa vinnu við að bæta frárennslismálin hjá okkur. Það hefur engu skilað enn þá. Jón Óskar Péturs- son, sveitarstjóri Skútustaðahrepps efnahagsmál Ákvörðun peninga- stefnunefndar um vexti Seðla- bankans verður kynnt í dag. Grein- ingardeildir allra þriggja stóru bankanna spá óbreyttum vöxtum. Ársverðbólgan mældist 2,2 prósent í febrúar. Frekari vaxtahækkun sé ólíkleg fyrr en verðbólgan fer yfir verðbólgumarkmið. Greiningar- deild Arion telur að tónn nefndar- innar verði áfram harður en vöxtum engu að síður haldið óbreyttum.  – jhh Vaxtaákvörðun tekin í dag 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 C 7 -F E 4 0 1 8 C 7 -F D 0 4 1 8 C 7 -F B C 8 1 8 C 7 -F A 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.