Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Það er mikill misskilningur hjá forystu bændasamtakanna að Alþýðusamband Íslands vilji með gagnrýni sinni á fyrirkomulag búvörusamninga grafa undan
rekstrargrundvelli íslensks landbúnaðar og starfsöryggi
þeirra sem í greininni starfa. Þvert á móti byggir mál
flutningur ASÍ í málinu á því að í greininni séu sóknarfæri
sem ekki eru nýtt í nýgerðum búvörusamningum. Það er
heldur ekki svo að búvörusamningar séu einkamál bænda
og landbúnaðarráðherra. Samningarnir skuldbinda skatt
greiðendur næsta áratuginn til greiðslu hárra fjárhæða og
þeir hafa víðtæk áhrif á þúsundir starfsmanna í matvæla
iðnaði og verðlag á matvöru til neytenda. Helsta markmið
búvörusamninga hefur verið að stuðla að hagræðingu,
bæta samkeppnishæfni og lækka vöruverð. Að hluta til
hafa markmiðin gengið eftir, í mjólkurframleiðslu hefur
búum fækkað en samt er nú framleidd meiri mjólk en
nokkru sinni fyrr. Aukin framleiðni hefur hins vegar ekki
komið fram í lægra vöruverði til neytenda, vöruúrval er
takmarkað og samkeppni lítil sem engin. Nýundirritaðir
búvörusamningar munu festa núverandi kerfi í sessi og
ýta undir samþjöppun í greininni án þess að bæta hag
neytenda. Það hefur lengi verið skoðun ASÍ að mikilvægt
sé að dregið verði úr tollvernd landbúnaðarvara og beinn
stuðningur við greinina aukinn á móti. Af slíkri áherslu
breytingu höfum við jákvæða reynslu sem bændur þekkja
vel úr garðyrkjuframleiðslunni. Afnám tolla á agúrkum,
paprikum og tómötum og aukinn beinn stuðningur
við framleiðendur var heillaspor fyrir alla aðila, verð til
neytenda lækkaði, innlend framleiðsla efldist og afkoman
batnaði. Nýsköpun í greininni jókst og markaðshlut
deild innlendrar framleiðslu jókst verulega þrátt fyrir
auknar innflutningsheimildir. Tækifæri til sambærilegra
breytinga er að finna víða í íslenskum landbúnaði.
Gagnrýni ASÍ byggir því síður en svo á vilja til að draga
máttinn úr íslenskum landbúnaði heldur teljum við að
nýta hefði átt tækifærið nú til að ráðast í nauðsynlega
nútímavæðingu á stuðningi við landbúnaðinn sem hefði
aukið nýsköpun og samkeppnishæfni greinarinnar til
framtíðar, ekki síst með hagsmuni bænda og starfsfólks í
greininni að leiðarljósi.
Tækifæri felast í sókndjarfri
landbúnaðarstefnu
Gylfi
Arnbjörnsson
forseti ASÍ
Það hefur
lengi verið
skoðun ASÍ
að mikilvægt
sé að dregið
verði úr
tollvernd
landbún-
aðarvara og
beinn
stuðningur
við greinina
aukinn á
móti.
Nýrri Vinstri græn
Þingmaðurinn Ögmundur Jónas-
son sagði í grein í Fréttablaðinu í
gær að vandi vinstri hreyfingar-
innar væri að hún tryði ekki á
eigin lausnir. Hann segir frjáls-
hyggjuna hyggna að byrja upp á
nýtt með NÝ-frjálshyggjuna og nú
eigi vinstrið að gera slíkt hið sama.
„Stjórnmálahreyfingar sem vilja
eiga erindi við framtíðina þurfa að
skilja að það þarf alltaf að vera að
byrja upp á nýtt,“ segir Ögmundur
og skýtur þar með fast á VG sem
virðist ekki höfða til kjósenda
þessi misserin. Ögmundur er
búinn að sitja á þingi síðan 1995
og er heilmikill reynslubolti – það
verður ferskur og hressandi blær
þegar hann stofnar Ný-vinstri.
Ungliðahreyfingin mun þá
væntanlega heita: Ný-ung.
SMS frá ráðherra
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis-
ráðherra og Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra heyrðu fyrst í
fréttum á föstudag að Sigmundi
Davíð forsætisráðherra þætti að
Landspítalinn ætti að rísa á Vífils-
stöðum en ekki við Hringbraut.
Sigmundur sagði að aldrei hefði
verið ákveðið að spítalinn risi við
Hringbraut, sem er þveröfugt við
samþykkt lög og ríkisfjármála-
áætlun. Þetta er frekar kómískt
samskiptaleysi. Ætli Sigmundur
hafi ekki stimplað inn skakkt
númer þegar hann sendi sms á
heilbrigðisráðherra: „Á meðan
ég man. Ég vil Landspítalann í
Garðabæ.“
snaeros@frettabladid.isH E I L S U R Ú M
Drottning
vikunnar
A
R
G
H
!!!
1
50
31
6
#3
30%
AFSLÁTTUR!
ROYAL AVIANA
Systurnar tvær frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal í síðasta mánuði eru farnar úr landi. Ástæðan var bág kjör þeirra og úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda.Forsaga málsins er sú að systrunum var að sögn haldið föngnum í íbúðarhúsnæði þar
sem þær unnu þrælkunarvinnu í kjallara við sauma
skap. Lögreglan réðst til inngöngu, og fréttir bárust af
því að mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins hefði verið
fengið til aðstoðar. Konunum tveimur var komið fyrir í
Kvennaathvarfinu og útvegaður réttargæslumaður.
Nú hafa þær sjálfar óskað eftir að fá að yfirgefa
landið – og eru farnar. Þeim var við dvöl sína í Kvenna
athvarfinu úthlutuð 761 krónu á dag. Þeim stóð til boða
dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en í slíkum
tilvikum er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi.
Þannig var konunum í raun gert að skrimta hér í athvarfi
með ekkert við að vera.
Réttargæslumaður kvennanna sótti um öðruvísi
dvalarleyfi fyrir konurnar, á grundvelli mannúðar
sjónarmiða, en þá hefðu þær getað unnið sér til hnífs og
skeiðar. Þar sem slíkt leyfi tíðkast ekki í þessum málum,
bjóst hún ekki við að Útlendingastofnun myndi verða
við því og leitaði beint til innanríkisráðherra. „Sú skipun
kom aldrei,“ sagði réttargæslumaðurinn.
Í fréttum á heimasíðu innanríkisráðuneytisins má
finna fjölmargar umfjallanir um aðgerðir sem teknar
hafa verið gegn mansali. Árið 2013 var í ríkisstjórn sam
þykkt aðgerðaáætlun til þriggja ára gegn mansali, sem er
rúmlega 30 blaðsíður. Þar segir að áætlunin taki mið af
þörf á að veita fórnarlömbum stuðning og öryggi og þörf
á bættu verklagi og viðbúnaði stjórnvalda einkum innan
réttarvörslukerfisins.
Stuttu eftir fréttir af mansalsmálinu á Vík kom fram
hjá ráðuneytinu að áætlunin hafi verið endurskoðuð og
verði áfram unnið að vitundarvakningu um málaflokk
inn. Yfir eitt þúsund manns hafi setið fundi um allt land
þar sem fjallað var um lagalega þætti, farið yfir helstu
einkenni hugsanlegra fórnarlamba og möguleg úrræði.
Það er ekki ofsögum sagt að miðað við reynslu
systranna hefur árangurinn af þessari aðgerðaáætlun
og fundahöldum verið takmarkaður. „Mjög líklega
hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu
þær hingað,“ sagði réttargæslumaðurinn. Skilningur á
vandamáli þeirra sem eru fastir í viðjum vinnumansals
virðist svo gott sem enginn og úrræðin fá. Oft og tíðum
ber þeim sem seldir eru vinnumansali að tryggja þeim
sem versla með þá ákveðnar fjárhæðir. Berist þær ekki
getur fjölskyldan í heimalandinu verið í hættu. En 761
króna á dag dugar ekki fyrir framfærslu einstaklings hér
á landi, hvað þá til að fullnægja mansalanum.
Meðferð stjórnvalda á þessum systrum er til skammar.
Hún ber vott um vanþekkingu og skilningsleysi. Mjög
líklega munu áþekk mál koma upp síðar. Vonandi hafa
fundahöldin skilað betri löggjöf, þekkingu og kerfi sem
tekur á móti þeim fórnarlömbum.
Hjálpin sem
ekki barst
Það er ekki
ofsögum sagt
að miðað við
reynslu systr-
anna frá Srí
Lanka hefur
árangurinn
af þessari að-
gerðaáætlun
og funda-
höldum verið
takmarkaður.
1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r14 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð
SKOÐUN
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
C
7
-E
5
9
0
1
8
C
7
-E
4
5
4
1
8
C
7
-E
3
1
8
1
8
C
7
-E
1
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K