Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 38
kvikmyndir 13 minutes HHHHH Leikstjóri: Oliver Hirschbiegel Handrit: Léonie-Claire Breiners- dorfer og Fred Breinersdorfer Aðalleikarar: Christian Friedel, Katharina Schüttler, Burghart Klaussner og Johann Von Bülow. Opnunarmynd Þýskra daga þetta árið er 13 Minutes (Elser á frummál­ inu) eftir Oliver Hirschbiegel en hann er líklega þekktastur fyrir mynd sína Der Untergang sem fjallar um síð­ ustu daga Hitlers. Eftir smá útúrdúr í Hollywood er hann kominn aftur til heimalandsins og á svipuðum slóðum og í Der Untergang. 13 Minutes segir frá George Elser nokkrum sem er lítt þekktur í mann­ kynssögunni (utan Þýskalands a.m.k.) þrátt fyrir að hafa gert tilraun til að ráða sjálfan Hitler af dögum og það í upphafi seinni heimsstyrjaldar­ innar. Myndin byrjar á því að Elser er gripinn glóðvolgur af nasistunum og síðan er farið aftur í tímann og við kynnumst sögu Elser og aðdrag­ andanum að tilræðinu. Þetta er sannarlega safaríkt viðfangsefni og myndin er líka ágætis innsýn í lífið í Þýskalandi nasismans áður en seinni heimsstyrjöldin braust út, eitthvað sem hefur í raun frekar lítið sést í kvikmyndum. Hér koma gyðingar lítið við sögu enda voru þeir alls ekki einu fórnarlömbin og kominn tími á að kynnast fleiri fórnarlömbum. En þrátt fyrir þetta safaríka við­ fangsefni nær 13 Minutes aldrei almennilegu flugi þar sem hún er í raun frekar hefðbundin. Myndin er mjög áferðarfalleg, fagmannlega gerð tæknilega og mjög vel leikin, Christi­ an Friedel er t.d. frekar magnaður í aðalhlutverkinu. En það er bara alls ekki nóg þar sem matreiðslan á efn­ inu er einkar klisjukennd og andlaus. Hér kemur lítið á óvart og allt er á yfirborðinu. Myndin spilar sig sem djúpa en í raun er allt útskýrt, hlut­ irnir yfirleitt sagðir berum orðum og fátt fer á milli mála. Flestallt sem er gert hérna hefur verið gert áður og betur. Myndin er flott en karakter­ laus, stílhrein en óeftirminnileg. Uppbyggingin er líka alls ekki nógu sterk þar sem byggt er upp á hlutum sem eru augljósir frá upphafi. 13 Minutes nær þó að halda athygli manns mestallan tímann, þar sem efnið er það athyglisvert að erfitt væri að gera leiðinlega mynd úr því. Þetta virkar svosem sem hrein afþreying. En hún ætlar sér stærri hluti en það en tekst það bara hreint ekki. Það hefði verið hægt að gera mun betri mynd úr þessu efni. 13 Minutes er ein af þessum mynd­ um sem virðast vera mun betri en þær eru. Hún nær að blekkja mann í smástund og byrjar vel en fljótt kemur í ljós að þetta er bara enn ein nasistamyndin. Hitler var vondur og nasistarnir voru flestir heilaþvegnir, þetta ristir í raun ekki mikið dýpra en það. Líklega er málið að myndin er að reyna að segja of mikið, fer yfir mörg ár í ævi Elser og reynir að skýra bæði nasistana, andspyrnuna og sjálfan Elser sem og einkalíf hans. Kannski fer það Hirschbiegel betur að ein­ falda hlutina, eins og í Der Untergang sem gerðist á nokkrum dögum og fjallaði bara um nasistana. Atli Sigurjónsson niðurstaða: Myndin er mjög fag- mannlega gerð og stórvel leikin en í grunninn er þetta bara enn ein nas- istamyndin og gerir lítið sem hefur ekki verið gert áður og betur. Enn ein nasistamyndin Yfir 13.000 eignir á skrá fasteignir.is á Yfir 13.000 eignir á skrá fasteignir.is á „Helstu markmiðin með hátíðinni eru að kynna klassíska gítarinn hjá nýjum markhópi, efla kunnáttu hjá nemendum og koma Íslandi á kort­ ið á alþjóðlega gítarmarkaðinum,“ segir Ögmundur Þór Jóhannesson, annar listrænna stjórnenda Mid­ night Sun Guitar Festival sem haldin er í fjórða sinn hér á landi á næstu dögum.  Hátíðin er haldin í sam­ starfi við Listaháskóla Íslands og  fer fram í salnum Sölvhóli að Sölvhólsgötu 13. Auk Ögmundar halda hin þýska Yvonne Zehner og Spánverjinn Tomás Campos Crespo þar tónleika og síðasta kvöldið verða galatónleikar þar sem nem­ endur og listamenn hátíðarinnar koma fram.  Ögmundur grínast með að auð­ vitað hefði verið nær að nefna hátíðina eftir norðurljósunum að þessu sinni vegna árstímans en hitt nafnið hafi þegar fest í sessi. „Fyrri hátíðir hafa verið haldnar að sumri til en þá reyndist erfitt að ná saman nemendum, þeir voru komnir í garðvinnu og búnir að brjóta á sér neglurnar!“ útskýrir hann. Nemendur og kennarar í klassísk­ um gítarleik eru mun færri en þeir sem eru kringum rafmagnsgítarinn, að sögn Ögmundar sem finnst að samheldni milli þeirra mætti vera meiri. „En það skapast mikil tengsl og félagslíf á svona gítar hátíðum,“ segir hann og talar af reynslu því hann hefur komið fram á mörgum slíkum, meðal annars  í Malasíu, Víetnam, Indónesíu, Kína og Rúss­ landi og er boðinn á tvær í Þýska­ landi á þessu ári og  fræga Shen­ gyang­hátíð í Kína. „Ég kem fram sem listamaður, spila fyrir fólkið og kenni gítarleik, sviðsframkomu, undirbúning og  skipulagningu æfingartíma,“ lýsir hann. Ögmundur vinnur aðallega í Asíu, en kveðst hafa verið á flakki eins og sígauni í þrjú ár. Í Asíu rekur hann fyrirtækið Global Gitar Institute, ásamt samstarfsmanni í Þýska­ landi. Starfið snýst um að efla áhuga á klassískum gítarleik og auðvelda hæfileikaríkum nemendum í Asíu að komast í nám til Evrópu og ná í innblástur þangað sem þessi list­ grein á rætur sínar að rekja. Einn­ ig að skipuleggja menningarferðir til Evrópu í bland við námskeiða­ hald. „Það má segja að markmiðið sé alls staðar svipað og með gít­ arhátíðunum hér, að stækka mark­ hópinn og styðja við þá sem eru nú þegar í klassískum gítarleik, bæði nemendur og kennara.“ gun@frettabladid.is Nær að nefna hátíðina eftir norðurljósunum Ögmundur Þór í yfirgefinni verksmiðju í Berlín, þar sem þessi rauði sófi hafði verið skilinn eftir. Mynd/Rut SiguRðARdóttiR Fyrri hátíðir haFa verið haldnar að sumri til en þá reyndist erFitt að ná saman nem- endum, þeir voru komnir í garðvinnu og búnir að brjóta á sér neglurnar! tónleikar og  nám- skeið verða aðaluppistaða al- þjóðlegu gítarhá- tíðarinnar mid- night sun guitar Festival sem haldin verður í sölvhóli 17. til 20. mars. 1 6 . m a r s 2 0 1 6 m i ð v i k u d a G u r22 m e n n i n G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 C 7 -D B B 0 1 8 C 7 -D A 7 4 1 8 C 7 -D 9 3 8 1 8 C 7 -D 7 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.