Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 18
Svigrúm er til að greiða allt að 120
milljarða króna í arð út úr við-
skiptabönkunum þremur. Þar af
er svigrúm til að greiða allt að 110
milljarða út úr ríkisbönkunum,
Íslandsbanka og Landsbank-
anum. Þetta kom fram í
máli Hrafns Steinars-
sonar, sérfræðings hjá
Greiningardeild Arion
banka, á kynningu á
nýrri efnahagsspá bank-
ans í gær.
„Stöðugleikaframlög
slitabúanna breyta tölu-
verðu fyrir ríkið og þar
vegur þungt eignar-
hlutur ríkisins í
bönkunum og
þær arðgreiðslur
sem renna til rík-
isins,“ segir Hrafn. Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra sagði við Vísi
í gær að hann vilji draga úr stærð
bankakerfisins áður en farið verði
að selja hluti úr ríkisbönkunum.
Þá hafi arður ríkisins af bönkunum
verið meiri en búist hafi verið við.
Hrafn segist þó ekki eiga von
á því að allt svigrúmið verði
nýtt til að greiða arð á þessu
ári.
Samanlagt eigið fé bank-
anna þriggja var 669 millj-
arðar í árslok. Hrafn bendir á
að svigrúmið hjá Landsbank-
anum og Íslands-
b a n k a s é
meira en hjá
Arion banka
þar sem eig-
infjárhlut-
fall þeirra
sé ríflega 30
prósent en
24,2 pró-
sent í til-
felli Arion banka. „Aftur á móti þarf
að horfa líka til lausafjárhlutfalls
þegar er verið að meta arðgreiðslu-
getu bankanna,“ segir Hrafn.
Ef miðað sé við að greiddur verði
arður þannig að eiginfjárhlutfall
bankanna lækki í 23 prósent geti
Landsbankinn greitt út um 60
milljarða í arð og Íslandsbanki um
50 milljarða en Arion banki um 10
milljarða að sögn Hrafns, en 23 pró-
senta eiginfjárhlutfall sé dæmi um
heppilegt eiginfjárhlutfall til lengri
tíma.
Til stendur að Landsbankinn
greiði 28,5 milljarða í arð og
Íslandsbanki 10,3 milljarða í arð
á þessu ári. Þannig muni tæplega
fjörutíu milljarðar króna renna til
ríkisins. Með þessu móti sé ríkið
þegar búið að fá meirihlutann af
þeim 71 milljarði sem gert var ráð
fyrir í fjárlögum að fengist fyrir
sölu á 31,2 prósenta hlut í Lands-
bankanum.
ingvar@frettabladid.is
Hrafn Steinarsson,
sérfræðingur hjá
Greiningardeild
Arion banka.
Skjóðan
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Umsjón Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir | Forsíða una Ösp Steingrímsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
miðvikudagur 16. mars
landSbanKinn Hf. Aðalfundur
SeðlabanKi ÍSlandS Vaxtaákvörðun
VÍS Aðalfundur
n1 Aðalfundur
Fimmtudagur 17. mars
ÞJóðSKrá ÍSlandS Vísitala íbúðaverðs
á höfuðborgarsvæðinu.
SeðlabanKi ÍSlandS Ársfundur
Seðlabanka Íslands.
eimSKip Aðalfundur 2016.
KViKa banKi - Aðalfundur.
Sláturfélag SuðurlandS Aðalfundur.
fJarSKipti Aðalfundur.
tm Aðalfundur.
Föstudagur 18. mars
ÞJóðSKrá ÍSlandS Vísitala leiguverðs
á höfuðborgarsvæðinu.
HagStofa ÍSlandS Samræmd vísitala
neysluverðs í febrúar 2016.
mánudagur 21. mars
HagStofa ÍSlandS Vísitala
byggingarkostnaðar fyrir apríl 2016.
Þriðjudagur 22. mars
HagStofa ÍSlandS Mánaðarleg
launavísitala í febrúar 2016.
Á döfinni
Hagnaður bankanna þriggja var 106,8 milljarðar á síðasta ári. Þetta er mesti hagnaður á einu ári frá hruni.
Ríkið getur fengið yfir
hundrað milljarða í arð
Svigrúm er til umtalsverðra arðgreiðslna úr Íslandsbanka og Landsbankanum.
Arðgreiðslur til ríkisins eru hærri en búist var við. Fjármálaráðherra talar fyrir því
að bankakerfið verði minnkað áður en lengra verður haldið í sölu á bönkunum.
669 milljarðar var samanlagt eigið fé arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum í árslok.
Stundum getur SKJóðan ekki
varist þeirri tilhugsun að íslenska
Fjármálaeftirlitið sé í raun fátt
annað en sóun á fjármunum.
Öryggið sem FME veitir er falskt.
eftir KlÚður tryggingafélaganna
í tengslum við fyrirhugaðar arð-
greiðslur á dögunum, þegar m.a.
kom fram að VÍS átti ekki nægt
laust fé og hafði þurft að gefa út
víkjandi skuldabréfaflokk til að
eiga fyrir arðinum, sem stjórnin
var staðráðin í að koma í hendur
hluthafa, varð Skjóðan sér úti um
fjárfestakynningu félagsins vegna
skuldabréfaútgáfunnar.
Í Kynningunni kemur margt
athyglisvert fram. Vextir skulda-
bréfanna eru svimandi háir, 5,25
prósent, mun hærri en vextir
venjulegra íbúðalána til einstak-
linga. Þá eru bréfin verðtryggð til
þrjátíu ára og eftir tíu ár hækka
vextirnir í 6,25 prósent. VÍS greiðir
hærri vexti af skuldabréfunum en
sem nemur arðsemi eignasafns
félagsins og því blasir við að strax
á þessu ári þarf að hækka iðgjöld,
ekki til að mæta slæmri afkomu
af tryggingastarfsemi eins og var
notað sem skýring til að hækka
iðgjöld í lok síðasta árs heldur til
að standa straum af hinum óhag-
stæðu lánum sem voru tekin til að
greiða út arðinn til eigenda.
VÍS birtir nokkrar sviðsmyndir
sem eiga að endurspegla þá áhættu
sem fjárhag félagsins stafar af
útgáfu skuldabréfanna. Þar kemur
fram að ef skuldabréf félagsins
lækka um tíu prósent og önnur
verðbréf um tuttugu prósent lendir
félagið undir neðri vikmörkum
gjaldþols og þarf að virkja aðgerða-
áætlun til lagfæringar.
læKKi SKuldabréf félagsins um
tíu prósent og önnur verðbréf um
þrjátíu prósent er félagið komið
undir gjaldþolskröfu og þarf að
grípa til tafarlausra aðgerða til að
geta haldið áfram starfsemi. Og
hvernig ætlar svo VÍS að bregðast
við ef slík lækkun (sem hlýtur að
teljast innan vikmarka á íslenskum
verðbréfamarkaði) á sér stað? Jú,
þá ætlar félagið að endurskipu-
leggja eignasafn sitt með því að
selja verðbréf og kaupa ríkis-
skuldabréf. Þetta mun, að mati
stjórnenda VÍS, kippa gjaldþoli
félagsins úr ruslflokki upp í úrvals-
flokk í einu vetfangi.
Það er bara einn galli á gjöf
Njarðar. Þegar verðbréf falla í verði
um tugi prósenta er ekki hægt að
selja slík bréf nema með miklu
tapi, og væntanlega líka með veru-
legum afföllum frá hinu lækkaða
markaðsverði ef VÍS neyðist til að
selja öll sín verðbréf í einu. Spyrjið
bara stjórnendur stóru eignar-
haldsfélaganna sem þurftu að selja
eignir í október 2008! Þessi áætlun
um endurreisn gjaldþols er því
blekking ein. VÍS er eftirlitsskylt
fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlit
sem kyngir athugasemdalaust
þeim sviðsmyndum sem fram
koma í fjárfestakynningu VÍS er
fullkomlega gagnslaust. Það hefur
ekkert lært af reynslunni.
Fullkomlega gagnslaust
Fjármálaeftirlit
1 6 . m a r S 2 0 1 6 m i ð V i K u d a g u r2 markaðurinn
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
C
8
-0
D
1
0
1
8
C
8
-0
B
D
4
1
8
C
8
-0
A
9
8
1
8
C
8
-0
9
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K