Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 4
Ef lagt væri á 3.000 króna komugjald þá myndu tekjur árið 2015 hafa numið rúmum fimm millj- örðum króna. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor Efnahagsmál Leggja ætti komu- gjald á alla sem koma til landsins, ferðamenn jafnt sem landsmenn. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræði- prófessor í grein í nýjasta hefti efna- hagsritsins Vísbendingar. „Á árinu 2015 komu alls 1.262 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og 450 þúsund Íslend- ingar sneru aftur úr ferðalögum erlendis. Ef lagt væri á 3.000 króna komugjald þá myndu tekjur árið 2015 hafa numið rúmum fimm milljörðum króna,“ bendir hann á í greininni. Tekjurnar segir hann að mætti nota til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar. Gylfi tengir umræðuna um ferða- þjónustuna því að hér hafi menn oft grætt á kostnað almenningseigna. „Það er umhugsunarvert að bankahagkerfinu sem hrundi hafi ekki verið búin stofnanaleg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lögbrot og glannaskap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig merkilegt að þrátt fyrir vaxandi mikilvægi ferðaþjónustu, sem nú er orðin stærsta útflutnings- greinin, skuli ekki hafa verið veitt meira fjármagni í uppbyggingu innviða og öryggismál tengd þess- ari grein.“ Verði ekkert að gert segir Gylfi ljóst að of margir ferðamenn muni leika innviði landsins og náttúru grátt, fjöldi slysa og dauðs- falla verði og ferðaþjónusta muni ekki dafna þegar til lengri tíma sé litið. Líkt og komið hafi í ljós með bankakerfið forðum fari ekki alltaf saman hagsmunir þjóðar og einka- fyrirtækja. „Þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu neita að leggja á komugjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferðamönnum fækkar fyrir vikið, þá er það ekki alslæmt.“ – óká Þrjú þúsund krónur myndu skila yfir fimm milljörðum norEgur Réttarhöld í máli fjölda- morðingjans og hryðjuverkamanns- ins Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu hófust í gær. Breivik heldur því fram að sú meðferð sem hann sætir brjóti gegn tveimur ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og höfðaði af þeim sökum mál gegn norska ríkinu. Þegar fjöldamorðinginn mætti fyrir rétt í gærmorgun heilsaði hann með nasistakveðju, en sagði ekki orð. Í öryggisskyni eru réttarhöldin haldin í íþróttasal í Skien-fangelsinu, þar sem Breivik afplánar fangelsis- dóm sinn. Breivik segist þjást af einangr- unarskaða og telur sig sæta ómann- legri og vanvirðandi meðferð. Hann heldur því fram að aðstæður hans jafnist á við pyndingar. Honum hefur verið haldið í einangrun í fimm ár og hefur hann því ekkert samneyti við aðra fanga. Norsk yfirvöld halda því fram að fyrirkomulagið sé hugsað sem öryggisráðstöfun þar sem óttast er að aðrir fangar muni hefna fyrir hryðjuverkin sem Breivik framdi árið 2011. Dómsmálaráðherra Noregs hefur haldið því staðfastlega fram að morðinginn sæti ekki illri meðferð. Hann hefur bent á að allur aðbún- aður Breiviks sé í takt við það sem lög og reglur geri ráð fyrir, og gott betur. Klefi Breiviks er rúmlega þrjátíu fer- metrar og innan hans hefur hann meðal annars lærdómsaðstöðu og aðstöðu til að stunda líkamsrækt. Breivik hefur einnig aðgang að sjón- varpi og leikjatölvum, hann eldar matinn sinn sjálfur og stundar fjar- nám við háskóla í Ósló. Hann hefur ekki hitt neinn utan fangelsis frá upphafi fangelsisvistar sinnar, ef frá er talinn fimm mínútna langur fundur með móður hans skömmu áður en hún dó. Breivik hefur afþakkað allar heimsóknir frá einstaklingum utan veggja fangelsis- ins, meðal annars frá föður sínum. Breivik er einnig ósáttur við að allur póstur hans er lesinn af fanga- vörðum og hann fær einungis að eyða einni klukkustund úti á dag. Hinn þrjátíu og sjö ára gamli Breivik var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi árið 2012 fyrir að hafa drepið sjötíu og sjö manns árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verka- mannaflokksins voru. Sextíu og níu af fórnarlömbum Breiviks voru ungmenni. Ólíklegt þykir að honum muni nokkurn tímann verða sleppt. Marius Emberland heldur uppi vörnum fyrir norska ríkið og segir aðstæður Breiviks réttlætanlegar í ljósi þess hve alvarlega glæpi hann framdi. Búist er við að réttarhöldin standi fram á föstudag og að Breivik muni bera vitni á morgun. thordis@frettabladid.is Réttarhöld fjöldamorðingja gegn norska ríkinu hófust í gær Breivik, sem dvelur í 30 fermetra klefa og stundar fjarnám í háskóla, segir aðstæður sínar jafnast á við pyndingar. Breivik leiddur inn í salinn í gærmorgun. Hann heilsaði stuttu síðar með nasistakveðju. FréttaBlaðið/EPa Var dæmdur til 21 árs fangelsisrefsingar 22. júlí 2011 Sprenging í grennd við húsasamstæðu sem hýsir norsk ráðuneyti í miðborg Óslóar, Átta manns létust. Skotárás á sumar- dvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins á Útey, 69 létust. 16. apríl 2012 Réttarhöld yfir Breivik hófust. 24. ágúst 2012 Kveðinn upp dómur í máli Breiviks. Breivik er metinn sakhæfur og er dæmdur til 21 árs fangelsisrefsingar fyrir fjöldamorð og hryðjuverk. nóvember 2012 Breivik sendir fangelsisyfirvöldum kvörtun yfir aðbúnaði sínum í Skien-fangelsinu. 15. mars 2016 Réttarhöld í máli fjöldamorðingjans gegn norska ríkinu hefjast. BElgía Að minnsta kosti þrír lög- reglumenn særðust í umfangs- mikilli lögregluaðgerð í Brussel í Belgíu í gær. Málið tengist rannsókn lögreglu á hryðjuverkunum í París í nóvember síðastliðnum. Lögreglan réðst inn í hús í úthverfi í suðurhluta Brussel. Talið er að fólk sem grunað er um aðild að hryðju- verkaárásinni hafi búið í húsinu. Einn er á flótta vegna málsins og er enn leitað en annar hefur verið felldur af lögreglu. Mennirnir eru taldir hafa flúið vettvang með því að komast upp á þak byggingarinnar þar sem þeir dvöldu. Í kjölfar skot- árásarinnar sagði lögregla almenn- ingi að halda sig innandyra. – þv Lögreglumenn særðir í skotárás lögrEglumál Karlmaður á fer- tugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu mánudagskvöldið 7. mars. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn, sem hefur glímt við and- leg veikindi, dvelji nú á viðeigandi stofnun. Lögreglan handtók einnig annan mann í þágu málsins, en sá var sömuleiðis á vettvangi þegar eldurinn kom upp. Rannsókn lög- reglu leiddi hins vegar í ljós að síðarnefndi maðurinn kveikti ekki eldinn. Mikið tjón varð í brunanum en í húsinu var meðal annars réttinga- verkstæði, líkamsræktarstöð og vinnustofa listamanna.Engan sak- aði þó í brunanum. – skh Játaði íkveikju á Grettisgötu Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í að- gerðum í Brussel í gær. FréttaBlaðið/EPa 1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K u D a g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 C 7 -E F 7 0 1 8 C 7 -E E 3 4 1 8 C 7 -E C F 8 1 8 C 7 -E B B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.