Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 32
Íslenska úrvalsvísitalan
1.913,00 23,38
(1,2%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskiptiwww.visir.is
Stjórnar -
maðurinn
@stjornarmadur
Heildarafli íslenskra fiskiskipa í
febrúar 2016 var tæp 89 þúsund
tonn, sem er 60 prósentum minni
afli en í febrúar 2015. Samkvæmt
tölum Hagstofunnar jókst botnfisk-
afli um 19 prósent en uppsjávarafli
dróst saman um 78 prósent, úr 182
þúsund tonnum í 39 þúsund tonn.
89
þúsund tonna fiskafli
Tekjuafkoma hins opinbera var
neikvæð um 10,7 milljarða króna
árið 2015 eða 0,5 prósent af lands-
framleiðslu árið 2015. Til saman-
burðar var afkoman neikvæð um
1,2 milljarða króna árið 2014 eða 0,1
prósent af landsframleiðslu, sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar.
10,7
milljarða neikVæð afkoma
15.3. 2016
Ef maður sækist ekki beinlínis eftir því
að lífeyrissjóðir eigi hvorutveggja 40 pró-
sent af skráðum félögum og fjármálafyrirtækin
í landinu þá er nú alveg augljóst að það er
ekki eitthvert áhlaupsverk að selja svona
stóra og mikla banka.
Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra
Skráning á svth.is
Margrét SandersBjarni Benediktsson Ari Eldjárn
Ken Hughes
Einn helsti sérfræðingur heims
í neytenda- og kauphegðun
leitar svara í neytendasálfræði,
mannfræði, hagfræði og
markaðsfræði við spurningum
sem lengi hafa brunnið á
honum: Hvað fær neytendur til
að kaupa og hvernig er hægt að
fá þá til að kaupa meira?
Ávarp
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Einkarekstur eða opinber rekstur?
– Hugarfarsbreytingar er þörf
Margrét Sanders, formaður SVÞ
Shopper Marketing & Shopper Centricity
Ken Hughes, margverðlaunaður fyrirlesari
um kauphegðun
Uppistand: Ari Eldjárn
DAGSKRÁ
HVAÐ HEFUR
ÖRVANDI ÁHRIF
Á KAUPHEGÐUN?
FIMMTUDAGINN 17. MARS KL. 14 - 16
Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA
OPIN RÁÐSTEFNA Í TENGSLUM VIÐ AÐALFUND SVÞ
Veitingar í boði
Markaðurinn
fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Miðvikudagur 16.mars 2016
Bankasýslan hefur skilað áliti
sínu á sölu Landsbankans á hlut
sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu
verðmati var hluturinn seldur á
einungis fjórðungi markaðsvirðis,
og því ljóst að Landsbankinn varð
af fjórum til sex milljörðum króna
vegna viðskiptanna. Ekki er um
neinn ánægjulestur að ræða fyrir
Landsbankamenn en Bankasýslan
kemst að þeirri niðurstöðu að
rökstuðningur Landsbankans fyrir
sölunni hafi verið ófullnægjandi,
bankinn hafi ofmetið þrýsting frá
Samkeppniseftirlitinu um að selja
hlutinn auk þess sem verklagi við
söluna hafi verið ábótavant.
Auðvelt er að taka undir þessa
gagnrýni fyrir þá sem til málsins
þekkja. Hvers vegna var annars
enginn fyrirvari gerður vegna
valréttar Borgunar í tengslum
við sameiningu Visa Europe og
Visa International, líkt og Lands-
bankinn gerði sannanlega við
söluna á Valitor? Hvernig má líka
vera að Landsbankinn hafi enga til-
raun gert til að kynna sér starfsemi
Borgunar, þar á meðal tilvist val-
réttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft
fullan aðgang að svokölluðu gagna-
herbergi til jafns við kaupendur?
Afsakanir um að Landsbankinn
hafi ekki verið virkur hluthafi
eru haldlitlar í þessu samhengi.
Þeim láðist einfaldlega að vinna
vinnuna sína. Það er ekki refsivert
eða sérstaklega ámælisvert að tapa
peningum. Viðskipti eru einfald-
lega þess eðlis að hættan á slíku er
alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur,
vogun tapar. Hins vegar er ámælis-
vert að vinna ekki vinnuna sína.
Borgunarmálið hefur þegar haft
ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta
þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar
fylgjast með starfsemi fyrirtækja
í landinu, þótt þeir eigi það til að
einblína á furðulegustu hluti. Í
þessu tilviki, rétt eins og í Símamál-
inu, verður hins vegar ekki annað
sagt en að blaðamenn hafi staðið
vaktina. Málið hefur einnig orðið til
þess að Landsbankinn hefur breytt
verklagi sínu vegna sölu á eignar-
hlutum í félögum sem framvegis
skal fara fram fyrir opnum tjöldum.
Stærstu afleiðingarnar eru hins
vegar þær, eins og fjármálaráð-
herra hefur bent á, að orðspor
Landsbankans hefur beðið hnekki.
Slíkt er ekki til þess fallið að auka
verðmæti banka sem til stendur að
selja. Bankasýslan kallaði eftir því
að bankinn gripi til frekari aðgerða
til að laga orðspor sitt. Ekki er
seinna vænna ef bjarga á verð-
mætum skattgreiðenda, sem eiga jú
óbeinan hlut í Landsbankanum.
Björgunar
að gerðir
Landsbankans
1
6
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
C
8
-0
8
2
0
1
8
C
8
-0
6
E
4
1
8
C
8
-0
5
A
8
1
8
C
8
-0
4
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K