Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.03.2016, Blaðsíða 23
fólk kynningarblað Ég held að nánast allir jazzleikarar á Íslandi séu meira og minna eðal „gourmet-kokkar“ eða miklir mataráhugamenn. 1 6 . m a r s 2 0 1 6 m I Ð V I K U D a G U r Gestir á tónleikum Tríós Krist- jönu Stefáns í Hannesarholti á föstudagskvöld eiga að sögn söngkonunnar von á huggulegri og afslappaðri stemningu. Boðið verður upp á sérvalinn matseð- il og mun tríóið leika valda jazz- standarda fyrir gesti og spjalla um matinn og tónlistina á pers- ónulegum nótum. „Það verður algerlega frábær matur og tón- list í sérflokki, húmor og gleði. Hannesarholt verður í sparigall- anum, allt uppdekkað og fínt. Við ætlum að spila alla okkar uppá- halds jazz-standarda og ræða sögurnar á bak við þá svo og af hverju þeir urðu fyrir valinu,“ segir Kristjana. Spurð að því hvort jazz og matur eigi endilega saman segir hún það tvímælalaust vera. „Það er ekkert skemmtilegra en að borða góðan mat og njóta góðr- ar tónlistar um leið. Ég held að nánast allir jazzleikarar á Ís- landi séu meira og minna eðal „gourmet-kokkar“ eða mikl- ir mataráhugamenn. Ætli það sé ekki út af spunanum. Maður getur leikið sér og spunnið í jazzinum og líka í eldhúsinu. Allir góðir kokkar eru mjög hug- myndaríkir og alltaf að finna upp eitthvað nýtt og spennandi, líkt og jazzleikarar sem eru alltaf að spinna nýjar laglínur.“ Jazztengdir réttir Réttirnir sem boðið verður upp á í jazzveislunni á föstudag hafa allir einhverja tengingu við jazz- inn eða rætur hans. „Manhatt- an kokteill er tengdur New York sem er mikil jazzborg og svo er til mjög skemmtilegur stand- ard eftir Rodgers og Hart sem heitir einmitt Manhattan. Ella Fitzgerald gerði mjög fræga út- gáfu af honum. New Orleans er fæðingar staður jazzins í Banda- ríkjunum og er því rétturinn New Orleans Gumbo fullkominn inn í þetta svo og pekanhnetu- tertan sem er iðulega á borðum á öllum helstu veitingastöðum í New Orleans,“ útskýrir Kristjana og brosir. Spuni í bæði Jazzi og matargerð Jazztríó Kristjönu Stefánsdóttur heldur sannkallaða jazzveislu fyrir öll vit í Hannesarholti á föstudagskvöld en boðið verður upp á sérvalinn jazzaðan mat sem mun eflaust renna ljúflega niður undir tónlistinni. Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir kemur fram með tríói sínu í jazzveislu í Hannesarholti á föstudag. Þar verður boðið upp á jazzaðan mat undir jazztónunum. MYND/ANTON BRINK Hún er sjálf mikil áhugakona um mat og segir félaga sína í tríóinu, þá Kjartan Valdemars- son píanóleikara og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikara, líka hafa mikinn áhuga á mat og eldamennsku. „Ég fæ mikla útrás í eldhúsinu og finnst það stundum eins og hálfgerð hugleiðsla. Ég á mjög erfitt með að fara nákvæm- lega eftir uppskriftum.“ Þau Kristjana, Kjartan og Gunnar hafa spilað mikið saman í gegnum tíðina, bæði sem tríó og stundum sem kvartett og þá hefur trommuleikari verið með þeim. Ef vel tekst til á föstudag verður jazzveislan mögulega endur tekin en annars hefur fram- tíðin ekki mikið verið plönuð hjá tríóinu. „Það er þó stór möguleiki á að við komum fram einhvers staðar í sumar, kannski á Jómfrú- arjazzinum. Svo er ég sjálf að taka upp sólóplötu þessa dagana ásamt snillingnum Daða Birgis- syni sem kemur út í sumar.“ Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á FacebookLaugavegi 63 • S: 551 4422 VORFRAKKAR Í ÚRVALI GLÆSIKJÓLAR Skoðið laxdal.is/yfirhafnir-kjólar Vertu vinur á Facebook 1 6 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 C 7 -E 5 9 0 1 8 C 7 -E 4 5 4 1 8 C 7 -E 3 1 8 1 8 C 7 -E 1 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.