Fréttablaðið - 05.03.2016, Qupperneq 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Í gær voru 45 ár síðan heimsbyggðin varð vitni að einu krúttlegasta dæmi þess hvernig samtakamáttur Íslendinga á góðum degi getur lyft grettistaki. Rétt
fyrir klukkan eitt, fimmtudaginn 4. mars árið 1971, sat
hópur Íslendinga í sal uppboðsfyrirtækisins Sotheby’s í
London með öndina í hálsinum. Á herðum þeirra hvíldi
mikil ábyrgð. Þeir voru komnir alla leið til höfuðborgar
Bretlands til að kaupa síðasta uppstoppaða geirfuglinn í
einkaeigu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Geirfuglinn hafði dáið út rúmri öld fyrr. Aðeins 80 upp-
stoppaðir geirfuglar voru til í heiminum. Af þeim voru 79
í eigu safna víða um heim. Líklegt þótti að þetta væri sá
síðasti sem yrði nokkurn tímann til sölu.
Stuttu fyrir uppboðið í London kom upp sú hugmynd
að hefja landssöfnun hér á landi til að fjármagna kaupin
og færa geirfuglinn heim. Undirtektir almennings voru
ótrúlegar. Á aðeins fjórum dögum safnaðist myndarleg
upphæð. En margir vildu eignast gripinn. Gæti íslenska
sendinefndin boðið betur en Du Pont fjölskyldan, ein
ríkasta fjölskylda Bandaríkjanna?
Ófleygur í útrýmingarhættu
Geirfuglinn var stór og álkulegur fugl af svartfuglaætt sem
gat ekki flogið. Hann lifði við strendur Norður-Atlantshafs,
meðal annars á Íslandi. En á 18. öld fór að halla undan fæti.
Fuglunum fór snarfækkandi vegna ofveiði. Geirfuglinn
var kjötmikill og auðvelt var að handsama hann svona
ófleygan.
Það gerði geirfuglinum enga greiða að lenda í því að
komast í útrýmingarhættu. Vinsældir hans einfaldlega
jukust – allir vildu eignast uppstoppaðan geirfugl áður en
það yrði of seint. Síðustu tveir geirfuglarnir voru veiddir í
Eldey suður af Reykjanesi sumarið 1844.
Hrópað hátt og snjallt
„Andrúmsloftið var nánast sem rafmagnað,“ sagði Valdi-
mar Jóhannesson, framkvæmdastjóri geirfuglssöfnunar-
innar, í samtali við Morgunblaðið eftir uppboðið árið
1971. „Blaðamenn voru fjölmennir og flestir Íslendingar
sem búsettir eru í London voru viðstaddir.“
Fyrsta boð í fuglinn var 500 sterlingspund. „Töluverð
spenna var i loftinu og fólk hafði á tilfinningunni að eitt-
hvað mikið stæði til,“ sagði Valdimar.
En fljótt tók að draga úr bjartsýni íslensku sendinefnd-
arinnar. Fulltrúi Du Pont fjölskyldunnar virtist staðráðinn
í að hreppa fenginn. „Þegar komið var upp í sex þúsund
pund fór Du Pont maðurinn allt í einu upp í átta þúsund
pund,“ sagði Valdimar. „Þetta gerði hann ekki eins og
venjan er með sérstakri merkjasendingu, heldur stóð upp
og hrópaði hátt og snjallt: „Ég býð átta þúsund pund.““
En Íslendingarnir hugðust ekki gefast upp. Þeir buðu
níu þúsund pund. „Þegar okkur var sleginn fuglinn
dönsuðu landarnir stríðsdans og blaðamenn stormuðu að
okkur.“
Séríslenskt snarræði
Nú, 45 árum síðar, er aftur þörf á að við Íslendingar stillum
saman strengi og björgum gersemum sem við erum við
það að glata.
Í byrjun vikunnar bárust fréttir af því að Íslandsbanki
hefði gefið út ársreikning sinn á ensku. „Við lítum svo á
að það eigi að vera hægt að nota íslensku til alls,“ sagði
Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, í samtali
við Fréttablaðið.
Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar síðustu
misseri. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma
verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er
það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu
30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingar-
hættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku.
Árið 1971 sýndum við af okkur séríslenskt snarræði og
björguðum „síðasta geirfuglinum“. Það var þó því miður
eftir að tegundin dó út. Geirfuglinn er nú aðeins safngripur.
Það stefnir allt í að íslenskan hljóti sömu örlög. En það
er ekki orðið of seint að gera eitthvað í málinu. Ef allir taka
höndum saman – einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld –
er allt hægt. Sýnum samtakamáttinn. Látum íslenskuna
ekki enda sem safngrip.
Íslenskur stríðsdans í Sotheby’s
Sjálfsagt er að
styðja bænd-
ur til að mæta
breytingum
meðan þær
ganga yfir. En
eðlileg krafa
hlýtur að
vera, að
veðjað sé á
framtíðina
– ekki for-
tíðina
A ldrei í sögunni hefur verið betra tækifæri til að rjúfa vítahring búvöru-samninga. Í mannsaldur hafa slíkir gerningar fest sveitafólk í fjötrum fátæktar og ruglað neytendur í ríminu. Fólk sem kaupir í matinn veit
ekki sitt rjúkandi ráð. Sumt er meira og minna búið
að borga með sköttum. Annað greiðist fullu verði við
búðarkassann. Verðmiðinn í kjörbúðinni segir enga
sögu.
Venjulegt fólk hefur ekki tíma til að rýna í flókna
samninga. Það hefur engar forsendur til að átta sig
á hvað er hagstætt að kaupa í kjötborðinu og hvað
ekki. Marktækur verðmiði er grundvöllur upplýstra
innkaupa. Hann á að ráða valinu úr hillum kjörbúð-
anna. Þar á samanburður verðs og gæða að fara fram.
Sívaxandi ferðamannastraumur hrópar á upp-
stokkun í sveitum. Tækifærin til arðbærrar og
skapandi fjárfestingar blasa við. Sveitirnar sárvantar
vinnufúsar hendur, sem geta tryggt dreifða byggð í
landinu á heilbrigðum forsendum. Þar eru tækifæri.
En stjórnvöld og bændaforysta bregðast við með
því að binda vinnuaflið á klafa fortíðar. Ólarnar eru
hertar þannig að ekki einu sinni stjórnvöld fram-
tíðarinnar geta leyst hnútana.
Flest eigum við rætur í sveitum og viljum blóm-
lega byggð um land allt. Þess vegna hafa kynslóðirn-
ar umborið augljóst óhagræði í landbúnaðarkerfinu
af ótrúlegu örlæti. Meirihluti fólks hefur vitandi vits
stutt til valda stjórnmálaöfl sem staðið hafa vörð
um óbreytt kerfi. Það sá ekki aðra kosti í stöðunni.
Tiltölulega fáir andæfðu. En tímarnir eru breyttir.
Æ ljósara verður að óbreytt ástand þjónar fáum og
kallar á óþarfa stöðnun á landsbyggðinni, sem á
bjarta framtíð ef tækifærin eru nýtt.
Sjálfsagt er að styðja bændur til að mæta breyt-
ingum meðan þær ganga yfir. En eðlileg krafa hlýtur
að vera, að veðjað sé á framtíðina – ekki fortíðina.
Sveitabýli eru einkafyrirtæki og bændur, karlar og
konur, sjálfstæðir atvinnurekendur. Það er holur
hljómur í tali um matvælaöryggi í þessu samhengi.
Ísland er matarkista. Við erum örþjóð, sem veiðir
meiri fisk en nokkur önnur þjóð miðað við fólks-
fjölda.
Almennt eru bændur framúrskarandi vinnuafl. Í
þeirra röðum munu vera fleiri þúsundþjalasmiðir en
í öðrum stéttum. Þeir eru sjálfs sín herrar og þurfa að
ganga í öll verk, líka kontórvinnu. Bændur ættu því
að vera vel búnir undir vel skipulagt breytingarferli,
sem smátt og smátt losar þá undan ríkisforsjánni –
og þjóðina við kostnaðinn af úreltu kerfi.
Til þess á fyrst um sinn að nota féð sem rennur í
feluleikinn í kringum landbúnaðinn. Sveitafólk á að
fá stuðning og hvatningu til að breyta fyrirtækjum
sínum, laga þau að nútímanum til að sveitirnar
geti mætt kröfum tímans. Í þeim efnum er erfitt að
benda á eina uppskrift. En það þarf að sýna stórhug
og sækja fyrirmyndir þangað sem þær eru bestar,
innan lands og utan. Fjárfesting þarf að taka við af
fjáraustri.
Vítahringur
5 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
0
5
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
3
6
s
_
P
1
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
8
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
A
E
-4
B
0
8
1
8
A
E
-4
9
C
C
1
8
A
E
-4
8
9
0
1
8
A
E
-4
7
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
3
6
s
_
4
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K