Fréttablaðið - 05.03.2016, Síða 33
www.versdagsins.is
Finnið og sjáið
að Drottinn er
góður, sæll er
sá maður sem
leitar hælis hjá
honum...
Sölusýning í dag
frá kl. 10 til 16.
Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar
í báðum verslunum okkar, í Nóatúni 4 og í
Hlíðasmára 3.
Þar gefst tækifæri til að skoða allt það nýjasta
sem við bjóðum. Meðal annars þvottavélar,
sem skammta þvottaefni sjálfkrafa (i-DOS),
uppþvottavélar sem fengu hæstu einkunn
hjá danska neytendablaðinu, nýjustu ofnana
frá Siemens og Bosch með byltingakenndum
nýjungum, þar á meðal 4D heitum blæstri
og fleira og fleira.
Fjöldi tilboða í tilefni dagsins.
Veittur verður afsláttur af öllum vörum
sem ekki eru þegar á Tækifærisverði.
Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur!
Hlíðasmára 3 . Sími 520 3090
www.bosch.is
Sölusýning
s ý n i n g
Sölu
Slökkvum á raftækj-
um fyrir svefninn
„Karlar sem mældust með lágt
melatónín-gildi voru fjórfalt lík-
legri til að greinast með lífsógn-
andi blöðruhálskirtilskrabbamein
í samanburði við þá sem voru
með hátt melatónín-gildi,“ segir
Lára Sigurðardóttir læknir. Hún
var fyrsti höfundur að rannsókn
um hvaða áhrif melatónín getur
haft á blöðruhálskirtilskrabba-
mein. Karlar sem áttu við svefn-
truflun að stríða voru líklegri til að
hafa lágt melatónín-gildi.
Melatónín er hormón sem
heilaköngullinn framleiðir í
myrkri og aðallega að næturlagi.
„Seytun melatóníns er mjög
viðkvæm fyrir birtu og sérstaklega
bláu ljósi, eins og snjalltæki og
sjónvörp senda frá sér. Fleiri þættir
geta minnkað framleiðsluna, t.d.
beta-blokkerar sem eru lyf sem
oft eru notuð við háum blóðþrýst-
ingi. Tilraunarannsóknir á frumum
og dýrum sýna að melatónín
hemur krabbameinsvöxt. T.d. ef
heilaköngullinn er fjarlægður úr
músum þá byrja þær að mynda
krabbamein en ef heilaköngull-
inn er græddur aftur í þær eða
þeim gefið melatónín þá hægist á
krabbameinsvextinum,“ segir Lára
og mælir með því að fólk slökkvi
á öllum skjáum og raftækjum að
minnsta kosti klukkutíma áður en
farið er að sofa.
„Það er mjög einstaklings-
bundið hvað við framleiðum
mikið melatónín. En til að fram-
leiða okkar náttúrulega magn
af melatóníni þurfum við ekki
einungis að sofa heldur sofa
þegar okkur er það eðlislægt, það
er, á næturnar.“
Lára Sigurðardóttir rannsakaði
tengsl melatóníns og krabbameins.
þeirra 200 sem
greinast á ári fá
læknandi meðferð
(skurðaðgerð eða
geislameðferð)
Fylgikvillar meðferða við krabba-
meini hafa áhrif á andlega líðan
Að greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli getur haft
veruleg áhrif á andlega líðan, sem að hluta kemur til vegna
fylgikvilla meðferðar, eins og stinningarvandamála.
brottnám
blöðruháls-
kirtils með
skurðaðgerð
60-70%
geislameðferð
30-40%
50%
l Það að vera þunglyndur við
greiningu hefur áhrif á líkur
á að fá stinningarvandamál
eftir aðgerð, þ.e. þeir sem
eru við betri andlega heilsu
(skora lægra á þunglyndis-
skala) eru ólíklegri til að
eiga við stinningarvanda-
mál að glíma eftir aðgerð,
samkvæmt rannsóknum.
l Fyrsti mánuðurinn eftir
greiningu blöðruhálskirt-
ilskrabbameins virðist krít-
ískur. Þeir sem greinast eru
tvöfalt líklegri til að látast
úr hjartasjúkdómi innan
mánaðar frá greiningu í
samanburði við jafnaldra
þeirra í samfélaginu, sam-
kvæmt rannsóknum.
50% þeirra sem gangast undir meðferð
eiga í vandræðum með stinningu
þeirra sem gangast undir meðferð missa
þvag undir álagi, t.d. við að skokka
3% eru með verulegan þvagleka
25%
Krabbameinsmeðferð er oft erfið og veldur aukaverkunum
sem er annaðhvort varanleg eða kemur til baka á 2-3
árum. Hvort skerðingin er varanleg ræðst af því hversu
auðveldlega gengur að varðveita stinningartaugarnar,
þ.e. hversu mikið sjúkdómurinn er vaxinn út fyrir kirtilinn.
Fr
ét
tA
bL
Að
ið
/E
rn
ir
Átakið Mottumars er nú í fullum gangi en það er haldið til þess að vekja athygli á krabbameini hjá körlum.
Inni á vefsíðunni Mottumars má heita á þátttakendur þar sem safnað er fyrir rannsóknum á krabbameini karla.
Mottudagurinn verður haldinn 11. mars og er fólk hvatt til þess að taka þátt með því að klæða sig upp karlmannlega.
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 33l A U g A R D A g U R 5 . M A R s 2 0 1 6
0
5
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:3
4
F
B
1
3
6
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
A
E
-8
1
5
8
1
8
A
E
-8
0
1
C
1
8
A
E
-7
E
E
0
1
8
A
E
-7
D
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
3
6
s
_
4
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K