Fréttablaðið - 05.03.2016, Síða 38

Fréttablaðið - 05.03.2016, Síða 38
Við sem erum að að vinna í kerfinu erum held ég öll sammála um að við viljum vera starfsmenn í betrunarkerfi,“ segir Halldór Valur Pálsson, nýr fangelsis- stjóri á Litla-Hrauni og Sogni. Hann tók við um miðjan janúar af Margréti Frímannsdóttur sem hafði verið fangelsisstjóri í átta ár þar á undan. Halldór er 35 ára fjölskyldufaðir með BA-gráðu í stjórnmálafræði en hann er enginn nýgræðingur í fangelsis- málum. „Ég er búinn að vinna í þessu kerfi síðan sumarið 2000. Þá vann ég fyrst sem fangavörður á Litla-Hrauni með hléum til haustsins 2004. Síðan þá er ég búinn að vera í ýmsum verkefnum hjá Fangelsismálastofnun.“ Titill Hall- dórs, áður en hann varð forstöðu- maður fangelsanna, var öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar. Þá hefur hann séð um að innleiða ökklabönd á fanga sem ekki afplána lengur í lok- uðum fangelsum og þróað samfélags- þjónustuúrræði. „Ég hef ekki haft neitt plan. Ég ætl- aði mér ekki endilega að vera kominn hingað núna en þegar Margrét ákvað að fara þurfti ég að ákveða hvort ég kærði mig um að prófa þetta líka.“ Halldór segir að starfsaldur innan Fangelsismálastofnunar sé nokkuð hár. „Ég er ekki sá eini ungi í kerfinu. Forstjóri Fangelsismálastofnunar [Páll Winkel] er 42 ára og staðgengill hans er 39 ára. En við erum öll búin að vinna mjög lengi í kerfinu og starfs- aldur er mjög hár. Það eru margir sem starfa hjá okkur með áratugareynslu og þeir elstu hafa jafnvel byrjað að vinna á áttunda áratugnum. Það eru þá menn sem eru komnir með allt að 40 ára starfsreynslu.“ Ekki í vinsældakeppni Í mars á síðasta ári fylgdist Ísland í dag með degi í lífi Margrétar Frí- mannsdóttur á Hrauninu. Þá lýstu fangarnir henni sem mömmu og einn sagði: „Maður vill standa sig fyrir hana. Maður vill ekki að þetta góða starf sem hún er að vinna hérna verði að engu.“ Halldór óttast ekki samanburðinn. „Hvort sem við erum að tala um Mar- gréti eða aðra fangelsisstjóra þá held ég að við séum allir meðvitaðir um að starfið snýst ekki um eiginlegar vin- sældir. Margar ákvarðanir sem við þurfum að taka eru ekki líklegar til vinsælda. Við þurfum bara að meta það hvað eru góðar ákvarðanir og hvað eru slæmar ákvarðanir, hvað kemur sér vel fyrir fangann og hvað ekki. Alveg óháð vinsældunum. Ég hef ekki mætt neinu nema þægi- legu og eðlilegu viðmóti gagnvart föngum, en ég hef svo sem ekki verið að ræða þetta neitt sérstaklega við þá. Það vinna 65 manns hérna og for- stöðumaður á fyrst og fremst að vera bakhjarl þeirra og sífellt hafa í huga hvernig við getum eflt þá í störfum. Við þurfum að hafa fókusinn á því.“ Fangar meðvitaðir um rétt sinn Halldór segir að höfuðmáli skipti að fangar viti að hverju þeir gangi í fangelsinu. „Við reynum að gera okkar besta í að upplýsa þá um rétt- indi sín. Ef okkur tekst vel að upplýsa fangana um hvað má og hvað má ekki og hvernig lögin virka þá verður sam- vinna okkar við fangana miklu betri. Við viljum hjálpa þeim með allt sem við megum hjálpa með en við getum ekki gert það sem við megum ekki.“ Hann segir að stundum komi fyrir að fangar biðji um eitthvað sem er ekki innan ramma húsreglnanna á Litla-Hrauni. „Það geta til dæmis verið einföldustu hlutir eins og að sveigja heimsóknarreglurnar. En það er ekki hægt. Þetta er bara sá strúktúr sem við vinnum eftir.“ Agaviðurlög við refsingum Húsreglurnar á Litla-Hrauni eru margar og þeim mun jafnvel fjölga enn frekar. Á þingi liggur fyrir breytingar- tillaga frá allsherjar- og menntamála- nefnd við nýtt frumvarp um fullnustu refsinga sem kveður á um að föngum verði bannað að fara inn í klefa hver annars. Í frétt á Vísi kemur fram að Páll Winkel fangelsismálastjóri sé ánægður með þessa afstöðu. Hann segir tillög- una vera komna frá stofnuninni. Halldór segir að hluti af því að fangar viti að hverju þeir ganga sé að standa við þær afleiðingar sem verða við brot á húsreglum fangelsisins. „Ef menn eru að brjóta húsreglur og við erum búin að segja þeim hverjar afleiðingarnar verða ef þeir gera það þá þurfum við líka að standa við það. Þá vita þeir að hverju þeir ganga. Mín reynsla er að ef menn vita að hverju þeir ganga þá líður mönnum betur með það.“ Hann segir brot á reglum vera mis- alvarleg og afleiðingarnar séu í sam- ræmi við brotin. „Við alvarlegustu brotunum höfum við heimild til að úrskurða um agaviðurlög. Það þýðir takmarkanir á heimsóknum og þess háttar. Í alvarlegustu tilvikunum einangrun. Það er í raun og veru skýrt kveðið á um það í fullnustu refsinga hvað á við og hvenær.“ Fleira starfsfólk og aukið fé „Litla-Hraun þarf fyrst og fremst að efla með öðrum hætti en að fjölga fangaplássum. Því fleira starfsfólk á hvern fanga, því betra. Þá getum við gert meira,“ segir Halldór um hvað er brýnasta verkefnið ef nægt fjármagn býðst. „Við erum með ágætis framboð af bóknámi fyrir fanga, hvort sem það er staðnám eða fjarnám og jafnvel háskólanám. En við vildum gjarnan sjá möguleika á að koma á meira verknámi fyrir fanga. Margir þeirra hafa bakgrunn í því og hafa unnið slíka vinnu sem ætti að hjálpa þeim áfram með námið. Verknámið er í mjög takmörkuðu magni.“ Í sumar efndu fangar á Litla-Hrauni til undirskriftasöfnunar vegna þess að Barnakoti hafði verið lokað um helgar. Barnakot er heimsóknarher- bergi sem er hugsað sérstaklega svo börn fanga geti hitt feður sína í sem eðlilegustum aðstæðum. Opnunar- tíminn á virkum dögum skarast við skóla barnanna og vinnu foreldris sem fylgir því í fangelsið. „Barnakot var opnað í fyrra og ekki til neitt Barnakot fyrr en þá. Það voru gerðar tilraunir með það að átta okkur á hvernig við gætum haft þessa heim- sóknaraðstöðu. Síðan kemur í ljós að það fyrirkomulag, að hafa opið um helgar, gekk ekki upp varðandi það hvernig við sinnum eftirliti og vöktum. Þegar það komu fréttir um að það væri verið að skerða þjónustu í Barnakoti þá er skerðingin sú að það var ekki til neitt Barnakot örfáum mánuðum áður. Auðvitað viljum við hafa þetta opið sem mest en við erum bundin af þeim fjármunum og mannskap sem við höfum á hverjum tíma. Við þurfum bara ákveðinn tíma til að skipuleggja okkur með þetta verkefni og við erum að vinna að því.“ Ný lög breyta miklu Fangelsið á Hólmsheiði er nú í smíðum sem mun breyta heilmiklu fyrir Litla-Hraun. Vistun gæsluvarð- haldsfanga færist þá á Hólmsheiði sem gefur möguleika á endurskipu- lagningu á Hrauninu. Þá liggur fyrir frumvarp um breyt- ingu á lögum um fullnustu refsinga fyrir Alþingi og búist við að það verði samþykkt sem lög á vormánuðum. „Ef frumvarpið gengur í gegn þá eru í raun fleiri sem eiga kost á sam- félagsþjónustu. Öll framþróun síð- ustu ár hefur í raun miðað að því að betra. En á meðan ber okkur líka að tryggja öryggi almennings og öryggi fanganna sjálfra. Frá 2007 hefur opnum fangelsisrýmum fjölgað úr 11 í 44. Nú er það þannig að menn með 9 mánaða óskilorðsbundinn dóm þurfa kannski aldrei að stíga inn í fangelsi heldur geta farið í samfélags- þjónustu. Ef lögin ganga í gegn eins og frumvarpið er núna geta menn með allt að tólf mánaða dóm aldrei þurft að stíga inn í fangelsi. Auk þess geta menn tekið lokasprettinn í afplánun heima hjá sér með rafrænu eftirliti.“ Ekki í neinni vinsældakeppni Halldór Valur Pálsson er nýr fangelsisstjóri á Litla-Hrauni og Sogni. Þrátt fyrir að vera ungur að árum býr hann að margra ára reynslu í fangelsismálakerfinu. Halldór segir að auka þurfi verknám fanga og að betrun sé markmiðið. Sem öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar kom Halldór að því að auka öryggi Litla-Hrauns til að minnka líkurnar á stroki. Strok er eitt alvarlegasta brot á húsreglum fangelsisins. FréttAbLAðið/StEFáN Ef mEnn Eru að brjóta húsrEglur og við Erum búin að sEgja þEim hvErjar aflEiðingarn- ar vErða Ef þEir gEra það þá þurfum við líka að standa við það. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is 5 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r38 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 5 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 3 6 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A E -5 4 E 8 1 8 A E -5 3 A C 1 8 A E -5 2 7 0 1 8 A E -5 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 3 6 s _ 4 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.