Fréttablaðið - 05.03.2016, Síða 118

Fréttablaðið - 05.03.2016, Síða 118
Við ætlum að töfra fram yfir-náttúrulegar verur á borð við álfa, tröll, skrímsli, vatnaverur og drauga með tali og seiðandi tónum við kertaljós í eins konar baðstofustemningu.“ Þannig lýsir Erla Björg Káradóttir söngtónleikum sem hún og systir hennar, Rannveig, halda í Vídalíns- kirkju í Garðabæ á morgun, sunnu- dag, klukkan 17. Þar ætla þær að flytja lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, Jón Ásgeirsson, Jórunni Viðar, Clöru og Róbert Schumann, Grieg, Duparc, Menotti, Gounod og fleiri. Hrönn Þráinsdóttur leikur með þeim á píanó. „Við ákváðum að syngja eitthvað sem okkur þætti skemmtilegt og vorum búnar að velja óskalög, hvor fyrir sig,“ segir Erla. „Ég veit ekki hvernig það gerðist en allt í einu vorum við komnar á kaf í bakgrunn- inn á þessum lögum, sérstaklega systir mín sem býr í London. Hún fann fal- legar náttúrumyndir til að varpa upp á vegg meðan við syngjum og segjum sögur, enda tengist trúin á óræð öfl yfirleitt náttúrunni.“ Auk þess að syngja um íslenska álfa bregða þær systur sér til Svart- fjallalands þar sem veiðimaður sér undurfagra álfamey koma út úr kletti og verður aldrei samur. Þær túlka sög- una af Pétri Gaut eftir Ibsen sem bæði Grieg og Hjálmar H. Ragnarsson hafa gert tónlist við. Vatnaverur á borð við Lórelei koma við sögu og meira að segja Kölski. Erla kveðst ætla að flytja aríu Steinunnar út Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson sem mjög sjaldan heyrist. Hún hlær að spurningunni um hvort séra Jóna Hrönn viti af þessu kölskadæmi. „Nei, þá hefðum við örugglega ekki fengið inni í safnaðar- heimilinu, þó við séum báðar fyrr- verandi sunnudagaskólakennarar!“ Eftir að hafa útskrifast úr söng hér heima segir Erla þær systur báðar hafa haldið út í heim í framhalds- nám, hún til Salzburg í Austurríki og Rannveig til Ítalíu. „Ég er komin heim og er virk í Íslensku óperunni en Rannveig lauk MA-námi í London og býr þar núna. Hún er bara í stuttu stoppi hér heima, búin að krækja sér í tenór þarna úti svo hún fer víst fljót- lega aftur! En við erum sópransystur og búnar að syngja saman frá því við vorum litlar.“ Syngja um huldar verur við kertaljós Söngysturnar Erla Björg og Rannveig Káradætur ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara verða með myndskreytta baðstofutónleika í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Rannveig, Erla og Hrönn hlakka til tónleikanna. FRéttablaðið/ERniR KviKmyndir Son og Saul HHHHH leikstjóri: Lázló Nemés Handrit: Lázló Nemés og Clara Royer aðalhlutverk: Geza Röhrig, Levente Molnár, Urs Rechn Framandgerving er hugtak sem felst í því að taka eitthvað hversdagslegt eða kunnuglegt og gera það fram- andi, sumir segja að í því felist eðli listarinnar. Þ.e.a.s. að gera eitthvað kunnuglegt framandi fái mann til skilja það upp á nýtt og sjá það með nýjum augum. Flestir hafa séð þó nokkrar helfararmyndir og þykjast eflaust vita allt um hana en núna er komin ný mynd um helförina, Son of Saul, sem tekst að setja nýjan vinkil á helförina sem ekki hefur beint sést áður. Son of Saul segir frá manni að nafni Saul (Geza Röhrig), ungversk- um gyðingi í Auschwitz árið 1944. Hann er einn af hinum svokölluðu „Sonderkommandos“ sem voru gyðingar, oftast sterkir karlmenn, sem nasistarnir fengu til að sjá um að reka fólkið inn í gasklefana og sjá um líkin eftir á. Þeim var lofað betri meðferð en voru auðvitað allir drepnir á endanum. Við frágang á líkum einn daginn tekur Sál eftir ungum dreng sem hann telur vera son sinn, og ákveður að sjá til þess að hann fái almennilega greftrun að gyðingasið. En það er auðvitað ekki auðvelt að gera það í miðjum fanga- búðum nasista. Það sem gerir Son of Saul svona sérstaka er sjónrænn stíll hennar en í gegnum alla myndina fylgir myndavélin Saul og eltir hann, flest allt annað en allra nánasta umhverfi hans er úr fókus og ramminn mjög þröngur. Við sjáum Saul vel en fáum frekar tilfinningu fyrir umhverfinu en að sjá það. Öskur og köll heyr- ast, byssuskot og fleira, en hörm- ungarnar eru ekki sýndar beint. En við heyrum nógu mikið til að vita nákvæmlega hvað er í gangi. Son of Saul er í flesta staði mögn- uð mynd en það sem kemur í veg fyrir að hún fái fullt hús stiga er meginsagan sem drífur myndina. Hugmyndin er áhugaverð og ekki illa gerð en maður kaupir hana ein- hvern veginn ekki alveg. Það er vilj- andi gert svolítið óljóst hvað liggur eiginlega að baki hvötum Sauls, af hverju hann heldur að drengurinn sé sonur hans og honum liggur svo á að grafa hann að gyðingasið en hegðun Sauls er ekki sérlega gáfu- leg. Þarna finnur hann jú tilgang í ömurleikanum því hann veit að staða hans er vonlaus. En það er samt eitthvað hæpið við þetta. Það mætti líka segja að stíll myndarinn- ar sé bæði kostur og galli við hana. Að vera svona alveg ofan í einni persónu í heila mynd tekur svolítið á en vissulega á myndin að gera það. Þetta er ekki skemmtiefni. En að stærstu leyti er Son of Saul afskaplega kraftmikil og hreinlega mikilvæg mynd sem flestir ættu að sjá. Kvikmyndagerðin er snilldar- leg og hljóðvinnsla, sviðsetning, leikur og leikstjórn gerast vart betri. Myndin verður heldur aldrei lang- dregin heldur er hún í fullri keyrslu allan tímann, tökurnar eru langar og maður tekur sjaldnast eftir því þegar það er klippt. Myndin er hálfgerð rússíbanareið en ansi óhugnanleg sem slík. Það verður fróðlegt að fylgjast með leikstjóranum Lazló Nemes í framtíðinni. atli Sigurjónsson niðurStaða: Kraftmikil og mikilvæg mynd sem sýnir helförina á nýjan hátt. Meginsagan er ekki fullkomlega trú- verðug en þetta er engu að síður afar grípandi mynd og eiginlega skylduáhorf. Rússíbanareið gegnum helförina Úr kvikmyndinni Son og Saul eftir lázló nemés en myndin er sýnd í bíó Paradís um þessar mundir. Hamraborg 6, 200 Kópavogi - s: 44 17 500 www.salurinn.is, salurinn@salurinn.is Nýr tónleikasjóður Salarins auglýsir eftr umsóknum fyrir veturinn 2016-17 Markmið sjóðsins er að stuðla að nýjungum í tónlistarlífi, efla tónleikahlad í Salnum og gefa tónlistarmönnum færi á að koma fram í einum best tónleikasal landsins. Sóst er eftir tónlistar viðburðum af öllum stærðum og gerðum, svo sem í klassík, poppi, pönki, jazzi eða annarri tónlistarstefnu. Eftirfarandi þarf að fylgja umsókninni: ▶ Lýsing á verkefni, markmiðum þess og áherslum ▶ Kostnaðaráætlun ▶ Óskatími flytjenda ▶ Ferilsskrá þátttakenda Umsóknir sendist á aino@salurinn.is merkt UMSÓKN 2016-17. Valið er úr umsóknum og verður öllum svarað að því loknu. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2016. Viltu halda tónleika í Salnum? TÓNLEIKASJÓÐUR SALARINS 5 . m a r S 2 0 1 6 L a u G a r d a G u r66 m e n n i n G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 0 5 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 3 6 s _ P 1 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A E -3 C 3 8 1 8 A E -3 A F C 1 8 A E -3 9 C 0 1 8 A E -3 8 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 3 6 s _ 4 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.