Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Side 15
DVSpbrt fiMmtudagur 8. nóvembM3M1Í$ Fimmtudagur 8. nóvember 2007 Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir WEST HAM EVERTON 14.-16. DESEMBER Verð á mann f tvíbýli frá 52.800 kr. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins (vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Man Utd, Fulham og Liverpool. JrZjÆ WWW.ICELANDAIR.IS Emil Hallfreðsson er orðaöur við Napólí sem er sem stendur í 7. sæti í ítölsku A-deildinni: LÆTURORÐ- RÓMINN EKKI TRUFLASIG Emil Hallfreðsson er orðaður við Napólí í ítölskum fjölmiðlum sem hluti af leikmannaskiptum á milli Reggina og Napólí. Emil segist ekki taka mikið mark á þessum sögusögn- um en er ánægður með að vekja at- hygli fyrir frammistöðu sína. „Ég las þetta svo sem bara í fjöl- miðlum og tek ekki endilega mark á þessum sögusögnum. En það er gam- an að vita af því að maður vekur at- hygli og öll umfjöllun er af hinu góða. Ég er sáttur eins og er hjá Reggina og ætla bara að einbeita mér að því. En ef það kemur eitthvað upp og Regg- ina myndi vilja láta mig fara þá kæmi alveg til greina að skoða það," segir Emil. Reggina skiptí nýlega um þjálf- ara og lét Massimo Ficcadentí róa í stað hins 66 ára gamla Renzo Ulivieri. „Mér hst vel á nýja þjálfarann. Hann er með öðruvísi áherslur og æfingar. Mér fannst hinn þjálfarinn hnn og ég hef ekkert um það að segja. Það kom mér svo sem ekkert á óvart að hann var látinn fara. Gengið var ekki gott og við höfðum ekki unnið einn ein- asta leik af þeim níu sem við vorum búnir að spila í deildinni. Hann var eiginlega búinn á því. Maður var við því búinn að hann yrði látínn fara ef við myndum ekki vinna leikina á móti Siena og Livorno. Slæm fr ammistaða í þeim gerði útslagið. Fram að þeim tveimur leilqum vorum við ekkert búnir að vera lélegir en þama vorum við slakir. Þetta hef- ur reynt á og það var enn ein raunin sem við lentum í þegar Napóh jafnaði á mótí okkur á síðustu mínútu í síð- asta leik. Það er svakalega góð stemning á vellinum hjá Napólí. 45 til 50 þúsund áhorfendur og mér gekk vel. Það var mjög gaman."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.