Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 Sjbort PV ÍÞRÓTTAMOLAR ALONSO AFTURTIL RENAULT? Talið er að Fernando Alonso muni snúa aftur til Renault eftir að hann yfirgaf McLaren (fússi á dögunum. Breska blaðiðThe Guardian segir frá því að Renault hafi boðið Alonso samning sem tryggirhonum um1,2 milljarðaí laun á ári. Haft er eftir heimildar- manni blaðsins að Flavio Briatore, yfirmaður Renault, hafi rætt við styrktaraðila um að fjármagna laun ökuþórsins knáa. Meðal þeirra fyrirtækja sem nefnd hafa verið er símafyrirtækiðTelmex, sem er í eigu Mexikóans Carlos Slim. Slim þessi er þriðji ríkasti maður heims samkvæmt tlmaritinu Forbes. NAKAJIMATIL WILLIAMS Formúlu 1 lið Williams hefurtilkynntað hinn 22 ára Japani Kazuki Nakajima muni taka stöðu Alexanders Wurz á næsta ári. Wurz hefur ákveðið að hætta keppni í Formúlu 1 en Nico Rosberg mun aka áfram meðWilliamsá næsta ári.„Kazuki hefur staðið sig vel á undanförn- um árum. Hann er hraöur og hefur rétta hugarfarið til að verða góður Formúlu 1 ökumaður. Það er mér mikil ánægja að tilkynna að Nico mun verða áfram hjá liðinu, þriðja árið í röð, eftir að hafa staðið sig vel á þessu ári," segir Sir Frank Williams, yfirmaður Williams.„Þetta er toppurinn á frábæru ári hjá mér. Það er mikil vinna fyrir höndum fram að næsta tlmabili en ég mun gera allt til að sýna Williams og Toyota að þeir gerðu rétt með að fá mig," segir Nakajima. Faður hans heitir Satoru Nakajima og var eitt sinn Formúlu 1 ökumaður. KUTSCHKO BERSTVIÐIBRAGIMOV Allt bendir til að Wladimir Klitschko og Sultan Ibragimov muni berjast um tvo heimsmeistaratitla (þungavigt hnefaleikanna ( Madison Square Garden í New York, 23.febrúar. Samningavið- ræður hafa staðið yfir að undanförnu. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum og búist er viö að endanleg niðurstaða fáist á næstu dögum.„Þar sem báðir aðilar vilja berjast náum við að klára dæmið," segir Leon Margules, lögmaður Ibragimovs. Klitschko ertalinn besti þungavigtaboxarinn (heiminum (dag og Ibragimov sigraði gamla jaxlinn Evander Holyfield í síðasta mánuði. TEIKNINGAR KLÁRAR Skipuleggjendur Ólympluleikanna I London 2012 birtu (gær teikningar af Ólympíuleikvanginum sem fyrirhugað er að byggja. Völlurinn mun taka 80 þúsund manns I sæti og kostnaöurinn er um 61 milljarður króna. Eftir ólympfuleikana mun hann taka 25 þúsund áhorfendur.„Eftir ólympluleik- anna veröur honum breytt (völl sem mun ekki aðeins hýsa frjálsfþróttamót og aöra stórviðburði ((þróttunum, heldur einnig til annarra nota," segir Tessa Jowell, formaöur Ólymplunefnd- arinnar (London. West Ham hefur sóst eftir þvl að kaupa völlinn eftir ólymptuleikana en Ken Livingstone, borgarstjóri í London, segir að völlurinn verði ekki seldur.„Viö gerðum samkomulag um að þetta yrði völlur sem gæti nýst sem flestum og við munum standa viö þaö samkomulag. Hvað varðar West Ham, þá höfúm viö fundið svæði sem hentar þeim mun betur," segir Livingstone. Liverpool sýndi sannkallaðan stjörnuleik gegn Besiktaz þar sem liðið hreinlega fór hamförum og skoraði átta mörk. Markasúpa Liverpool skoraði átta mörk gegn Besiktaz og Crouch, Benayoun og Gerrard gerðu sex þeirra. Arbeloa, sem er hér lengst til vinstri, spilaði einnig vel í leiknum. Þ(ÁTTA)SKIL HJÁ UVERP00L? ■=4. VIÐAR GUÐJÓNSSON bladamaður skrifar: vidar&dv.ls Hvaðan kom sá eldmóður og áræðni sem einkenndu leik Liver- pool gegn Besiktaz? Var það end- urkoma Peters Crouch? Var það frábær frammistaða Javiers Mas- cerano eða Jussis Benayoun? Eða var það sú staðreynd að Liverpool kom inn í leikinn með baldð upp við vegg, tilbúið í að leggja allt und- ir til þess að sækja til sigurs? Lík- lega voru þetta allt samverkandi þættir en eftir frábæran 8-0 sigur Liverpool á Besiktaz sönnuðu leik- menn liðsins að það getur spilað skemmtilega knattspyrnu og getur skorað mörk. Áttunda mark liðsins einkenndi þann vilja sem bjó í liðinu í þessum leik. Sjö mörkum yfir pressaði Ryan Babel varnarmann Besiktaz fram- arlega á vellinum með þeim afleið- ingum að varnarmaðurinn spark- aði knettinum í Babel og þaðan fór knötturinn í netið. Tryggði Crouch stöðu sína? Þó Besiktaz hafi spilað liræðilega verður ekkert tekið af Liverpool sem átti 30 marktilraunir á móti fjórum og hélt knettinum innan liðsins 60 pró- sent af leiktímanum. Peter Crouch sýndi hvað í honum býr í leiknum, því auk tveggja marka var hann sífelld ógn og tók til sín leik- menn. Við það skapaðist meira pláss fyrir samherja hans. Hann hefur lít- ið fengið að spila að undanfömu en yfirleitt þegar hann kemur inn á sýn- ir hann hvað í honum býr. Ef Benitez ákveður að spila honum ekki gegn Ful- ham um helgina væri það afar skrítin álcvörðun. Sóknarleilcur Liverpool hef- ur verið slappur í deildinni að undan- fömu og tilvalið væri fýrir Benitez að nýta sér þann meðbyr sem endurkoma Crouch í byrjunarliðið færði Liverpool. Benitez hefur hins vegar margsýnt það að hann tekur ákvarðanimar, ekki fjölmiðlar. Femando Torres er óðum að ná sér af meiðslum og líklegt að hann verði í byrjunarliðinu gegn Fulham um næstu helgi. Voronin stóð sig einnig vel í leiknum gegn Besiktaz og því stendur valið á milli Crouch og hans. Benitez vildi ekki taka undir með fréttamönnum sem töldu end- urkomu Crouch vera lykilinn að sigrinum. „Liðsheildin skóp þenn- an sigur. Það var gaman að sjá til Crouch en Voronin var einnig frá- bær. Við megum ekki gleyma því að kantmenn og varnarmenn spiluðu einnig vel í þessum leik. Við héld- um hreinu og það skiptir miklu," sagði Benitez sem telur að fyrsta markið hafi skipt gríðarlega miklu máli. „Við höfum skapað okkur færi að undanförnu, en það var auðvelt að sjá að þegar fyrsta markið kom breyttist allt. Sjálfstraustið og hreyfingin urðu betri eftir það, allir vildu fá boltann og leikmenn mínir voru grimmir að sækja í opin svæði," segir Benitez. Vonarneisti Liverpool eygir von um að kom- ast upp úr riðlinum eftir þennan frábæra sigur. En eftir stendur að liðið er með fjögur stig þegar tveir leikir eru eftir af riðlinum. Mars- eille er með 7 stig og Porto 8. Með sigri í báðum lokaleikjum sínum, gegn Porto á heimavelli og Mars- eille á útivelli, kemst Liverpool allt- [LIVERP00I. Met í Meistaradeild Dagsetning Lokatölur 6. nóv.2007 Liverpool - Besiktas 8-0 10. des. 2003 Juventus - Olympiakos 7-0 23. okt. 2007 Arsenal - Slavia Prag 7-0 10. apr. 2007 Manchester United - AS Roma 7-1 17.mars1993 OlympiqueMarseille - CSKA Moskva 6-0 26.Sept2000 Leeds United - Besiktas 6-0 25 sept. 2002 Real Madrid - RC Genk 6-0 Heimild: Infostrada Sports Mynd: Getty Images C GRAPHIC NEWS Liverpool vann stærsta sigur sem unnist hefur í Meistaradeildinni þegar liðið lagði Besiktas 8-0 á þriðjudag. Liverpool á einnig stærsta sigursem unnist hefur í Evrópu- keppni þegar liðið lagði Strömsgodset 11-0 í Evrópukeppni bikarhafa árið 1974. af upp úr riðlinum og Benitez hef- ur margsýnt það að hann er klókur þjálfari í Meistaradeildinni. Næsti leikur Liverpool er gegn Porto á An- field. „Porto þarf að koma hingað á Anfield og við vitum að þeir verða hræddir við okkur. Þeir eru reynslu- mikið lið en við munum setja mikla pressu á þá. Ég hef alltaf haft trú á því að við myndum komast áfram úr þessum riðli," sagði Benitez kok- hraustur. Keflavík og Haukar eru efst og jöfn í Iceland Express-deild kvenna eftir spennusigra: HAUKASIGUR í FRAMLENGINGU Tveir hörkuleikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í körfúbolta í gær þegar Keflavík vann KR 69-66 í Kefla- vík og Haukar unnu góðan útisigur á Grindavík 90-88 eftir framlengdan leik. Einnar mínútu þögn var fýrir báða leik- ina. Það var gert til að heiðra minningu Mörtu Guðmundsdóttur sem lést á mánudag. Marta lék með Grindavík og Keflavík og lét ekki krabbamein stöðva sig í að ganga á Grænlandsjökul. Allur aðgangseyrir að leik Grindavíkur og Hauka sem og Grindavíkur og Skalla- gríms í Iceland Express-deild karla í kvöld mun renna ósldptur til fjölskyldu Mörtu. Kiera Hardy var stigahæst í liði Hauka. Hún skoraði 40 stig, annan leik- inn í röð, en hún skoraði einnig 40 stig gegn Keflavík á dögunum. Þá setti hún niður tíu þriggja stiga körfur og í gær voru það átta þriggja stiga skot hennar sem fóru rétta leið. Hjá Grindavík var bandaríska stúlk- an Joanna Skiba stigahæst með 32 stig og landa hennar Tiffany Roberson kom næst með 31 stig. Keflavík er enn taplaust í deildinni. Sigur liðsins á KR í gær var fimmti sig- urleilcur liðsins í röð og liðið er ekki árennilegt, enda valinn maður í hverri Stöðu. dagur@dv.is ICEL. EXPRESS D. KVENNA Grindavík Keflavik - Stafian - Haukar KR 88-90 69-66 Lið L U T M St 1. Keflavík 5 5 0 467:341 10 2. Haukar 6 5 1 500:467 10 4.Grindav(k 5 3 2 410:358 6 3.KR 5 3 2 404:331 6 5. Fjölnir 5 1 4 311:391 2 6. Hamar 4 0 4 262:329 0 7. Valur 4 0 4 238:375 0 It'KO 40 stig annan leikinn í röð Kiera Hardy skoraði 40 stig fyrir Hauka gegn Keflavíká dögunum og endurtók leikinn í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.