Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2007, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007
Fókus DV
HVERT ER LAGIÐ?
„í hugsunum mínum hef ég séð reykhringi
handan trjánna"
Nll3dd3Z 031Q3W N3AV3H OlAVMdlVlS :dVAS
Öll ljóðin í
skóginum
eruvinir
Bókaforlagið Bjartur og Forlagið
standa fyrir upplestrarkvöldi á
Næsta bar í kvöld með yfirskrift-
inni Öll ljóðin í skóginum eru
vinir. Þar munu ljóðskáld for-
laganna tveggja - og leikararn-
ir Hjalti Rögnvaldsson og Tinna
Hrafnsdóttir - lesa upp úr nýjum
ljóðabókum. Höfundamir sex
eru Gerður Krismý, Kristín Svava
Tómasdóttir, Sigurbjörg Þrastar-
dóttir, Sjón, Steinunn Sigurðar-
dóttir og Þórarinn Eldjárn. Kynnir
kvöldsins verður hinn geðþekki
útvarpsmaður Haukur Ingvarsson,
einn umsjónarmanna menningar-
þáttarins Víðsjár. Dagskráin hefst
klukkan hálf níu, stundvíslega, og
stendur til tíu.
Ragna
/ • / tn
symriiS
Ragna Róbertsdóttir opnar í dag
einkasýningu sína, Landslag fyrir
hina og þessa, í gallerí i8. Verkin,
Ísem öll eru frá
þessu ári, hverfast
annars vegar um
náttúruna og tím-
ann, hins vegar
um náttúruna og
hið manngerða.
Tvö verka Rögnu
á sýningunni eru
tileinkun til listamanna sem hafa
haft mótandi áhrif á hana, Guðjóns
Samúelssonar og Donalds Judd.
Ragna er meðal helsm myndlist-
armanna íslendinga og hafa verk
hennar verið sýnd afar víða, meðal
annars í öllum helstu söfnum og
sýningarsölum á íslandi og á sýn-
ingum alls staðar á Norðurlöndun-
um, í Skodandi, Bandaríkjunum,
Rússlandi, Þýskalandi, Spáni, Kína
ogjapan.
Aska seld til
Þýskalands
og Póllands
Bókaforlagið Veröld hefúr geng-
ið ffá samningum um útgáfú á
væntanlegri glæpasögu Yrsu Sig-
urðardóttur, Ösku, í Þýskalandi
og Póllandi. Aska er komin á færi-
bandið í Prentsmiðjunni Odda og
verður henni dreift í verslanir nú í
nóvember. Þá hefur útgáfuréttur-
inn á Þriðja tákninu verið seldur til
Tyrklands. Þar með er ljóst að bók-
in kemur út á 31 tungumáU en eng-
in íslensk skáldsaga eftir núlifandi
rithöfund er væntanleg á jafnmörg-
um erlendum tungumálum og
Þriðja táknið. Aska er þriðja glæpa-
. saga Yrsu. .
Sýning á verkum
Margrétar H. Blöndal,
Þreifaö á himnunni,
veröur opnuð í Hafnar-
húsi Listasafns Reykja-
vikur í dag. Listakonan
segir himnur heimsins
vera margar og ná víða.
Margrét H. Blöndal myndlistarkona
„Þessi viðfangsefni geta verið fólk,
hugsanir, aðstaða eða hvað sem maður
kljáist við á hverri stundu."
„Sýningin fjallar í rauninni um
hvar maður staðsetur sig og um
mörkin á milli manns og viðfangs-
efna. Þessi viðfangsefni geta verið
fólk, hugsanir, aðstaða eða hvað sem
maður kljáistvið á hverri stundu,"
segir Margrét H. Blöndal myndlist-
arkona sem opnar í dag sýningu í
Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Sýningin er í tveimur sölum - í öðr-
um eru þrívíð verk sem listakonan
vann beint inn í rýmið en í hinum
eru teikningar.
Himnur heimsins
Spurð um ástæðu þessarar tví-
skiptingar sýningarinnar segir Mar-
grét að sér finnist áhugavert að hafa
tvær ólíkar nálgunaraðferðir á áþekk
viðfangsefni. Sýningin heitir Þreif-
að á himnunni. Hvers vegna? „Orð-
ið „þreifa" á íslensku er notað yfir
það að leita að einhverju, þreifa sig
áfram, og fjallar hér kannski um það
að fóta sig í tilverunni," segir Margrét
. „Himna er fallegt orð og hún nær
ffá þeirri örfínu sem ver líffæri okk-
ar alla leið til himins. Og himnurn-
ar eru margar. Það er til dæmis ein í
kringum mig, önnur kringum þig og
þína og ósonlagið er líka himna."
Skúlptúrar Margrétar eiga það
sameiginlegt að bera merki með-
höndlunar; þeir hafa verið mótað-
ir, bundnir, vafnir, rúllaðir, kreistir,
teygðir, beygðir, krumpaðir, rifnir,
brotnir eða settir saman. Og hún seg-
ir að uppstilling hlutanna í sölunum
endurspegli athugun hennar á hverj-
um hlut fýrir sig en einnig sem hluta
af heild. „Sýningin samanstendur af
mismunandi þáttum og hver þáttur
hefur áhrif á annan."
Hefur sýnt víða
Margrét hefur sýnt víða, bæði
hér á landi og erlendis síðan 1994.
Á þessu ári hefur hún haldið einka-
sýningar í Solvent Space í Rich-
mond í Bandaríkjunum, Mother's
Tank Station í Dyflinni á írlandi og
í Gallery Alessandra Bonomo í Róm
á ítalíu. Meðal fjölda viðurkenninga
sem Margrét hefur hlotið er tilnefn-
ing til Sjónlistaverðlauna fslands í
fyrra.
Spurningin erkjánaleg, en blaða-
maður lætur samt vaða og spyr lista-
konuna hvort hún stefni ekki að því
að fá „að minnsta kosti" tilnefningu
fyrir Þreifað á himnunni. „Ég skil
ekki hvernig væri hægt að stefna að
tilnefningu fyrir verk. Hvert verkefni
er glíma og meðan á því stendur er
sú glíma aðalatriðið. Hver eftirleik-
urinn verður kemur í ljós. Alla vega
eru tilnefningar ekki drifkraftur."
Sýningin verður opnuð í dag
klukkan 17 og stendur til 31. desem-
ber.
kristjanh@dv.is
KAROKIM ATSTOFA MEÐ
TÓNLISTARMYNDBÖND
Það er þónokkuð að gera á
Thaishop matstofu við Lyngháls
þegar ég geng þar inn í hádeginu
á miðvikudegi. Staðurinn er aug-
1SKYNDI
ljóslega vinsæll og kúnnahópur-
inn er fjölbreyttur. Þarna eru ungir
sem gamlir, innlendir sem erlendir,
iðnaðarmannaklæddir sem hvers-
dagslega klæddir viðskiptavinir.
Umhverfið er snyrtilegt og notalegt
en um leið nett hallærislegt. Hátt til
lofts og vítt til veggja. Svið og kar-
ókígræjur. Flatskjár og voldugir há-
á mælikvarða veit-
Reyndar er þetta ekki eiginlegur
„veitingastaður" heldur „matstofa",
eins og kemur fram í heiti staðarins.
Það skýrir líklega það fýrirkomulag
að aðeins er hægt að velja á milli
fimm rétta og tveggja útfærslna á
skömmtunum. Annað hvort að fá
tvo rétti og borga 850 krónur fyrir,
eða að fá þrjá rétti og greiða þá 1000
krónur. Mér skildist á konunni sem
skammtaði matinn að ef síðamefndi
kosturinn er valinn væri skammtur-
inn eitthvað stærri. Ef það er ekki rétt
slálið hjá mér þá er það væntanlega í
berhöggi við lýðræðið sem við þykj-
umst búa við hér á landi, að mkka
150 krónur fýrir fleiri valkosti. Eða
hvað? Ég fékk mér tvo rétti, núðlur
og kjúkling í karrí. Afgreiðslan gekk
hratt og vel fyrir sig. Konan sem sá
um matinn var brosmild og indæl.
Gjaldkerinn hefði mátt bæta aðeins
íbrosvipruna.
f bæði skiptin sem ég hef kom-
ið á Thaishop hefur Skjár einn ver-
ið í gangi á flatskjánum þarna inni,
lækkaður í botn. Tónlistarmynd-
bönd em kannski ekki alveg það
sem maður vill góna á yfir hádeg-
ismatnum. Á hinn bóginn jákvætt
að hljóðið fylgir ekki með heldur
austurlensk tónlist í takt við mat-
inn. Sem sem var fí'nn (en ekki alveg
magafylli). Spurning með hina rétt-
ina þrjá. Smakka þá næst. Og prófa
jafnvel karókíið.
talarar, alla
ýúrgastaða.
Matstofa
KRISTJÁN HRAFN
GUÐMUNDSSON
fórá Thaishop matstofu
HRAÐI: ★★
VEITINGAR
VIÐMÓT:
UMHVERFI: