Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, segir launahækkanir á Landspítalanum valda honum fjárhags- vandræðum. Hún gagnrýnir að þar á bæ séu tekin í notkun ný og dýr lyf áður en fjárheimildir fást fyrir þeim. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Qárreiðna og upplýsinga Landspítala, segir rétt frá fjárhagssjónarmiði að bíða eftir heimildum en bendir á að oft sé um að tefla líf og dauða mjög veikra sjúklinga. Ný krabbameinslyf eru meðal þeirra dýrustu. Rekstarkostnaður jókst í fyrra eftir stöðugleika árin þar á undan. ^ LAUNASKRIÐ BAKAR VAND ERLA HLYNSDOTTIR bladamadur skrifar: erla<a>dv,is „Það sem helstum vanda hefur vald- ið er notkun nýrra lyfja og launaþró- un sem hefur verið umfram það sem gert var ráð fyrir. Spítalinn ákveð- ur sjálfur að taka inn þessi nýju lyf, auðvitað með hagsmuni skjólstæð- inga í huga, en þau eru jafnframt mun dýrari," segir Ásta Möller, for- maður heiibrigðisnefndar. Krabba- meinslyf og gigtarlyf fara þar fremst í flokki. Hún veltir því upp hvort ekki sé réttara að spítalinn bíði með að taka inn nýju lyfin nema að fenginni fjárveitingu og segir þetta spurn- ingu um verklag. Peningana eða lífið? Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýs- inga Landspítalans, segir það vissu- lega réttu leiðina frá fjárhagslegu SKIPTING REKSTRARKOSTNAÐAR frá 2002-2006 á Landspítala. Rekstrarkostnaður Hlutfall launa Lyfjakostnaður 2006 31,6 milljarðar 68% 2,9 milljarðar 2005 30,3 milljarðar 68% 2,5 milljarðar 2004 30,4 milljarðar 69% 2,8 milljarðar 2003 31,1 milljarður 68% 2,5 milljarðar 2002 29,7 milljarðar 67% 2,3 milljarðar sjónarhorni. „En ef þú setur þig í spor krabbameinssjúklings sem býst við að deyja á næstu mánuðum er þetta ekki spurning um peninga. Oft gera þessi lyf kraftaverk. Þau geta bætt lífsgæðin síðustu mánuðina og jafnvel lengt þann tíma sem fólk lifir. Ég veit ekki hvort sjúklingar myndu sætta sig við að bíða eftir fjárheim- ildum vegna lyfja sem þeir vita að eru til. Þarna er um líf og dauða að tefla," segir hún. Gjöld Landspítala eru 1.108 milljónir króna umfram tekjur, eða 4,4 prósent, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri fýrstu níu mánaða ársins. Launagjöld eru rúm 4 prósent umfram áætlun og rekstrarkosmaður rúm 8 prósent. Meginskýringin er almenn þensla í landinu og hækkun rekstrarkostnaðar og þá sér í lagi vegna S-merktra lyfja sem hefur aukist um rúm 14 prósent á einu ári. Þetta kemur ffam í samantekt Önnu Lilju í nýjasta hefti starfsemisupplýsinga spítalans. Minnistöflur www.birkiaska.is Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Krabbameinslyfin dýr Lyf sem eingöngu eru notuð á sjúkrastofnunum kallast S-merkt. Þau eru oft vandmeðfarin vegna sér- hæfðrar meðferðar, svo sem vegna krabbameins. Fram til ársins 2000 greiddi Tryggingastofnun ríkisins þessi lyf en nú gera sjúkrastofnan- irnar það sjálfar. „Þarna kemur til gríðarleg kostnaðaraukning. Þetta er liður sem hefur á hverju ári farið langt fram úr almennri verðlagsþró- un," segir Anna Lilja og telur skýr- inguna þá að nýjungar séu ávallt dýrar. Hækkandi launakostnaður og ný lyf valda Landspítalanum fjárhagsvand- ræðum. DV-MYNDASGEIR Ásta Möller segir greinilegt að fjárveitingar séu ekki nægar til spítalans þegar kemur að lyfja- málum. „Spítalinn þarf hins vegar líka að skoða launaþróun hjá sér, en aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gagnrýnt að hún sé meiri á Land- spítalanum en á sambærilegum stofnunum." Hún telur að hækkun launa á spítalanum til að sporna við manneklu skýri hluta af kostnað- araukningunni. Velta vandanum yfir á spítalann Anna Lilja segir að sívaxandi eftirspurn eftir þjónustu spítalans hafi leitt til aukinnar starfsemi á mörgum sviðum hans sem veldur því að tekjur ná ekki að standa undir kostnaði. „Við þurfum nú fleiri ársverk til að sinna aukinni starfsemi. Mikil mannekla hefur kallast á við þenslu í atvinnulífinu. Okkur hefur gengið illa að fá starfsfólk og því þurft að reiða okkur meira á yfirvinnu sem er afar kostnaðarsöm," segir hún. Skuldir annarra heilbrigð- isstofnana við Landspítalann eiga sinn þátt í því að gjöld eru eins mikið umfram tekjur og raun ber vitni. „Það er algj öríega óþolandi að þær skuli velta vanda sínum yfir á spítalann,“ segir Ásta og bendir á að þessar skuldir nemi um 300 til 400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.