Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 Sport DV Ahyggjur af landsleikjum Arsene Wenger hefur enn og aftur komið fram og lýst yfir áhyggjum af því að leikmenn meiðist í landsleikjum. Robin van Persie glímirennvið hnémeiðsli eftir að hann meiddist í leik með Hollandi í síðasta mánuði og Weng- er segist ekki hafa efni á að missa fleiri leikmenn. „Landsleikjahléer mörgum leikmönnum erfitt og við þurfum á öllum okkar mönnum að halda til þess að halda áfram því góða verki sem við höfum unnið á tímabilinu." Ronaldo vill verða bostur Christiano Ronaldo lýsti þvi yfir í fjölmiðlum að hann hefði metnað til þess að verða besti leikmaður í heimi. Hann er tilnefndur sem einn af bestu leikmönnum ársins og er staðráðinn í því að setja mark sitt á knattspyrnusöguna.„Ég hef alltaf sagt að ég sé ekki í starfi sem fótbolta- maður. Ég er blessaður með hæfileikum frá guði sem gefur mér færi á því að gera það sem ég geri best. Ég elska að spila fótbolta og á mérdraumsýn. Mig langarað setja mark mitt á knattspyrnusög- una. Ég er auðmjúkurog ávallt tilbúinn að læra og hver veit nema það skili mér sessi sem einum af þeim bestu í knattspyrnusögunni," segir Ronaldo. Eriksson blæs á sögusagnir Sven-Göran Eriksson, framkvæmdastjóri Manchester City, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann ætli sér að kaupa Javier Mascherano, Dimitar Berbatov og Adriano þegar félagsskiptaglugginn opnast í janúar. Eriksson hefur peninga til umráða í janúar til þess að kaupa leikmenn en segist ekki vera á höttunum eftir neinum af þessum þremur leikmönnum. „Það er ekki planið að reyna við þessa leikmenn. Fólk veit að viðeigum peninga til þess aðeyðaíjanúar og ég býst við að þessir leikmenn séu í þeim gæðaflokki sem við sækjumst eftir. En ef við kaupum leikmann get ég sagt að það verður gæðaleikmaður," segir Eriksson. Neville segir leikmenn Englands skammast sín Phil Neville, leikmaður enska landsliðs- ins, viðurkennirað leikmenn liðsins skammist sin fyrir að hafa ekki þegar tryggt sér sæti á EM 2008. Englendingar þurfa að reiða sig á að (sraelar sigri Rússa í leik sem fram fer í næstu viku auk þess sem þeir þurfa að vinna þá leiki sem þeireiga eftir.„Við erum sár- irogskömmumst okkarsvolítið fyrir að hafa ekki þegar komistáfram.Við ættum að vera að fara i leikinn á móti Króatíu án pressu en svo er ekki. Við verðum að horfast i augu við það og vona það besta," segir Neville. Rosicky til Inter? Tomas Rosicky er á óskalista Robertos Mancini, þjálfara Inter Milan, eftir að Luis Figofótbrotnaði í leikfyrir skömmu. Svo segja enskir fjölmiðlar en Figo hefur tilkynntað hann hyggist hætta að leika knattspyrnu í lok yfirstandandi leiktíðar. Talið er að Mancini sé að undirbúa 15 milljóna evra tilboðíleikmann- inn, eða sem nemurum 1.330 milljónum íslenskra króna. Rosicky hefur verið lykilleikmaður hjá Arsenal á leik- tíðinni og kemur sífellt betur inn í leik liðsins þó fyrsta ár hans hjá félaginu hafi verið erfitt. Hann kom frá Borrusia Dort- mund fýrir tímabilið í fyrra.Talið er að Arsenal vilji töluvert hærri upphæð. Válerenga FH Portsmouth Reading Twente Barcelona Burnley Brann Alkmaar Stabæk Bröndby IFKGautaborg Válerenga Reggina Brann IFKGautaborg Celtic FH Hearts Everton Árni Gautur Arason Daði Lárusson Hermann Hreiðarsson Brynjar Björn Gunnarsson ArnarÞórViðarsson Eiður Smári Guðjohnsen Jóhannes Karl Guðjónsson Kristján Örn Sigurðsson Grétar Rafn Steinsson Veigar Páll Gunnarsson Stefán Gíslason Hjálmar Jónsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson Emil Hallfreðsson Ármann Smári Björnsson RagnarSigurðsson Theódór Elmar Bjarnason Sverrir Þór Garðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Bjarni ÞórViðarsson Ólafur Jóhannes- son, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi fyrsta lands- liðshóp sinn í gær. Bjarni Þór Viðars- son og Eggert Gunnþór Jónsson koma nýir inn og Sverrir Garðarsson hefur ekki spilað leik þótt hann hafi verið í hópnum áður. ívar Ingimarsson er ekki í hópnum eins og DV sagði frá í gær. J||j| I K }. Landslið íslands EIÐUR ER 0G VERÐUR FYI c. BHNEDIKT BOAS HINRIKSSON blaðamaður skrifar: benni&dv.is Hinn stórskemmtilegi Ólafur Jó- hannesson, landsliðsþjálfari fslands í knattspyrnu, og Pétur Pétursson, aðstoðarmaður hans, völdu í gær þá 20 leikmenn sem þeir treysta til að mæta Dönum í undankeppni Evr- ópumótsins á Parken í Kaupmanna- höfn 21. nóvember. Ólafur valdi ekki ívar Ingimarsson úr Reading í verkefnið en fvar gaf kost á sér í landsleikinn en ætlaði að hætta eft- ir hann. Að sjálfsögðu valdi Ólafur hann ekki og hefur hann þar með lokið keppni með íslenska lands- liðinu. Stefán Gíslason úr Bröndby í Danmörku kemur aftur í hópinn eft- ir fjarveru en Kári Árnason úr AGF og Ólafur Örn Bjarnason úr Brann detta út. Indriði Sigurðsson, Lyn, gaf ekki kost á sér vegna meiðsla en hann er á leið í aðgerð á öxl. Landsliðið heldur til Danmerk- ur á laugardag og mun liðið ná 6 æf- ingum undir stjórn Ólafs og Péturs Péturssonar, aðstoðarmanns hans, fram að leiknum á Parken á mið- vikudag. „Eins og ástandið er á þeim leik- mönnum sem spila hér heima eru flestöll liðin nýbyrjuð að æfa, ég tal- aði reyndar við þá leikmenn sem komu til greina og spila hér heima, og ég held að það sé hvorki þeim né mér til góðs að velja þá. Þeir eru búnir að vera í fríi í mánuð, fimm vikur og nánast ekki snert bolta. Það er kominn nóvember og íslensku leikmennirnir búnir að vera í ffíi. Ég valdi reyndar Sverri Garðarsson sem er eini heimamaðurinn ásamt Daða Lárussyni. Sverrir hefur verið til reynslu víða og er í fínni æfingu. En að sjálfsögðu hafa þeir leikmenn sem spila hér heima möguleika á að komast í liðið í framtíðinni," sagði Ólafur. Hann sagðist ekki hafa séð Egg- ert Jónsson, leikmann Hearts, spila en fannst ástæða til að kippa honum inn í liðið enda er drengurinn bú- inn að standa sig gríðarlega vel með liðinu og var valinn maður leiksins gegn Aberdeen um helgina. „Hann hefur staðið sig mjög vel í Skotlandi. Mér fannst ástæða til að kippa honum inn í hópinn, kynnast honum og kíkja aðeins á hann." Jói Kalli og Bjarni með Baráttuhundurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er í hópnum þrátt fyr- ir að vera ekki í náðinni hjá Burn- ley. „Ég tel að hann sé einn af þeim mönnum sem ég þarf að hafa í þess- um hópi fyrir þennan leik. Auðvit- að hef ég áhyggjur af að hann spili ekki en það hafði ekki áhrif á þessa ákvörðun." Einn af nýliðunum, Bjarni Þór Viðarsson, fær nú kallið í fýrsta sinn. Bjarni hefur verið að færast nær og nær liði Everton og Ólafur veit að hverju hann gengur með Bjarna. Enda af hafnfirsku kyni. „Bjarni hefur staðið sig vel með Ev- erton. Ég þekki vel til Bjarna og það má segja að þeir Bjarni og Eggert, liggi vel við höggi því þeir eru í banni í 21 árs landsleiknum. Því var upp- lagt að kippa þeim með í þessa ferð, spjalla aðeins við þá, kíkja á þá og fýlgjast með þeim." Undir 21 árs landslið fslands mun leika vináttuleik gegn Þjóðverjum 16. nóvember þar sem þeir Bjarni og Eggert verða í hóp en koma síð- an til móts við A-landsliðið. Þeir eru ívar Ingimarsson ekki valinn í landsliöshópinn gegn Dönum og er hættur með liðinu: ÍVAR HÆTTIR ÍANNAÐSINN fvar Ingimarsson hefur ákveðið að hætta að leika með íslenska landslið- inu í knattspyrnu. ívar tilkynnti Ólafi Jóhannessyni landsliðsþjálfara að hann gæfi kost á sér í leikinn á móti Dönum, en eftir þann leik hygðist hann hætta með landsliðinu. Ólafur ákvað hins vegar að velja ívar ekki í hópinn út af þessari ákvörðun hans og því er ljóst að ívar hefur leikið sinn síðasta landsleik. fvar varð þrítugur fyrr á þessu ári. fvar hætti með landsliðinu þeg- ar Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ól- afsson voru landsíiðsþjálfarar. Það var árið 2004 en hann ákvað að gefa kost á sér á nýjan leik eftir að Eyjólf- ur Sverrisson tók við liðinu. ívar var alltaf í byrjunarliði íslands þegar Eyj- ólfur Sverrisson var landsliðsþjálfari og var eini leikmaðurinn sem lék alla leiki fslands undir stjórn Eyjólfs. ívar lék sinn fýrsta landsleik gegn Suður-Afr íku í júní 1998. Hann lék alls 29 landsleild en náði aldrei að skora mark. Síðasti landsleikur fvars fyrir íslands hönd var gegn Liechtenstein 17. október, þar sem ísland tapaði 0- 3. í þeim 29 landsleikjum sem ívar hefur leikið hefur fsland aðeins unnið fjóra leiki, gert sjö jafntefli og tapað átján leikjum. fvar hefur aðeins tvisvar byrjað á varamannabekknum, gegn Póllandi í sínum fýrsta landsleik og gegn Finnlandi í vináttulandsleik í apríl 2003. Ekki náðist í ívar við vinnslu þessarar fréttar, þrátt fýrir ítrekaðar tilraunir. dagur@dv.is Hættur (var Ingimarsson er hættur að leika með íslenska landsliðinu í knattspyrnu, en hann lék 29 leiki fyrir hönd (slands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.