Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Qupperneq 17
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007 17 í banni gegn Belgum 20. nóvember sem er keppnisleikur. Eggert Gunnþór Jónsson: EINTÓM GLEÐI Eggert Gunnþór Jónsson er nítján ára leikmaður skoska liðsins Hearts. Hann hefur spilað níu af þrettán leikjum liðsins á tímabilinu, þar af byrjað inn á í sjö þeirra. Eggert Gunnþór sagði í samtali við DV í gær að valið hefði komið sér skemmtilega á óvart, þrátt fyrir að hann hefði alltaf stefnt að þessu. „Þetta er eintóm gleði og kom bara skemmtilega á óvart. Ég var svo sem ekkert að spá í þetta, þannig séð. Að sjálfsögðu stefnir maður alltaf á þetta. Ég hef verið að spila mjög vel og kannski er það bara að skila sér" sagði Eggert Gunnþór, sem er ánægður með tímabilið hjá Hearts hingað til. „Ég get ekki annað en verið ánægður. Ég virðist vera að festa mig almennilega í sessi og það er fínt," sagði Eggert Gunnþór og bætti við að hann liti á landsliðssætið sem góða reynslu og að hann myndi reyna að sanna sig fyrir nýj- um þjálfara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er valinn í A-landslið, þannig að það er ágætlega stórt skref í sjálfu sér. Svo reynir maður bara að sanna sig líka ef maður fær einhvern séns. Maður verður bara að reyna að nýta það þá," sagði Eggert Gunnþór, sem hlakkar mikið til að æfa með A- landsliðinu í fyrsta skipti. „Ég get ekki beðið. Ég spila leik Efnilegur EggertGunnþórJónsson hefurfengið mikið hrós fyrir ffammistöðu með Hearts á tímabilinu. með undir 21 árs landsliðinu á föstudaginn og hitti svo landsliðið. Það er fínt að fá að spila þennan 21 árs landsleik og ég hlakka að sjálf- sögðu til," sagði Eggert Gunnþór að lokum. Bjarni Þór Viðarsson: HLÝT AÐ VERA AÐ GERA EITTHVAÐ RÉTT Bjarni Þór Viðarsson hefur leikið vel með varaliði Everton í vetur og hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliðinu að undanförnu. Hann sagði að það væri mikill heiður fyrir sig að vera valinn í landsliðshópinn. „Auðvitað kom þetta mér á óvart. Ég er bara rosalega ánægður með þetta. Ég erhiminlifandi. Þetta er rosalega mikill heiður," sagði Bjarni Þór og bætti við að kallið hefði komið fyrr en hann hefði gert sér vonir um. „Ég átti kannski ekki von á þessu strax en það er mjög skemmtilegt að vera valinn. Sérstaklega í leik á móti Dönum. Þannig að það er bara gottsagði Bjarni Þór. „Maður veit ekkert hvað gerist en maður reynir bara að standa Á eldri bróður í hópnum BjarniÞór Viðarsson hittir fyrir bróður sinn, Arnar Þór, í landsliðshópnum. sig og sjá til hvað gerist. Vonandi fær maður einhverjar nokkrar mínútur," sagði Bjarni Þór, sem hittir fyrir bróður sinn, Arnar Þór, í landsliðshópnum, en þriðji bróðirinn, Davíð Þór, var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. „Hann á örugglega eftir að að- stoða mig eitthvað. Það er vonandi. Það er mjög gaman að hafa Arn- ar þarna. Ég hef spilað með Davíð áður í undir 21 árs landsliðinu. Það væri gaman að spila með Arnari líka," sagði Bjarni Þór, sem er sátt- ur við leik sinn með varaliði Evert- on í vetur. „Það hefur gengið mjög vel. Ég hef ekki fengið að spila neitt með aðalliðinu. Ég vil auðvitað fá að spila, þannig að ég verð að sjá til hvað ég geri á nýju ári. Það þýðir ekkert að hanga endalaust í vara- liðinu. Það er nóg af leikjum í desem- ber og það er spurning hvað ger- ist. Ég vonast bara til að fá einhver tækifæri. En ég hlýt að vera að gera eitthvað rétt," sagði Bjarni Þór. Sverrir Garöarsson: ÓLIVEIT FYRIR HVAÐ ÉG STEND Landsliðsvalið alltaf umdeilt íslenska liðið heldur út laugardag- inn 17. nóvember. Liðið mun æfa einu sinni á laugardeginum, tvisvar á sunnudeginum og mánudeginum og síðan ná einni æfingu á Parken dag- inn fyrir leik. „Við munum leggja áherslu á að verjast vel. Leggja áherslu á það. En það sem við munum líka leggja áherslu á er að menn leggi sig fram, hafi gaman af því sem þeir eru að gera. Eiður Smári verður áfram fyrir- liði liðsins. Hann er fyrirliði þessa liðs og verður það áfram. Auðvitað er og verður landslið- sval alltaf umdeilt. Auðvitað er betra ef menn spila en ég vel þá menn sem ég tel hæfasta í hvert og eitt hlutverk. Það er ekkert flóknara en það." Vamartröllið Sverrir Garðarsson er annar af tveimur leikmönnum sem leika hér á landi sem vom valdir í landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar. Hinn er Daði Lámsson, samherji Sverris hjá FH. „Ég valdi Sverri Garðarsson sem er eini heimamaðurinn ásamt Daða Lámssyni. Sverrir hefur verið til reynslu víða og er í finni æflngu," sagði landsliðsþjálfarinn þegar hann tilkynnti val sitt. Sverrir segir að val Ólafs hafl komið sér á óvart. „Þetta kom mér pínu á óvart en ég hef æft vel og hef í raun ekki tekið mér neitt frí síðan tímabilinu lauk hér heima. Ég lít bara á þetta sem jákvæðan hlut og viðurkenningu fyrir það sem ég gerði í sumar. Það er gaman að vera í fyrsta landsliðshópi Óla en ef það er einhver þjálfari sem hefur verið gagnrýninn á mig og sagt mér til er það Ólafur Jóhannesson. Ef hann ákveður að nota mig veit hann fyrir hvað ég stend." Sverrir var til reynslu hjá Viking í Noregi og gamla fslendingaliðinu Stoke eftir að tímabilinu lauk hér á landi. Viking vildi semja við hann og Stoke sýndi mikinn áhuga. „Mér leist vel á Stoke, þetta er klúbbur með ágætis sögu og hefð. Ég fann engan gríðarlega mildnn mun á þessum félögum, munurinn liggur kannski aðeins í kúlturnum. Annars vom liðin með bolta, takka- skó, grasvelli, keilur og mörkþannig Harðjaxl SverrirGarðarsson hefur einu sinni áður verið valinn í landsliðshópinn en á enn eftir að spila landsleik. að munurinn var ekki svo mikill," sagði Sverrir. Næstu leikir Barcelona munu skera úr um það hvort Frank Rijkaard heldur starfinu: MOURINHO BARCELONA TIL BJARGAR? Jose Mourinho er sterklega orð- aður við þjálfarastarf hjá Barcelona eftir að stuðningsmenn liðsins komust að þeirri niðurstöðu með miklum meirihluta í óformlegri kosningu að Frank Rijkaard væri ekki rétti maðurinn til þess að stýra liðinu áfram. Jafnframt kom fram sú ályktun að Mourinho væri rétti maðurinn til þess að taka við liðinu. 66 prósent stuðningsmanna liðsins telja að Rijkaard sé ekki rétti maðurinn til þess að breyta gengi liðsins. Það er nokkuð athyglisvert þar sem Mourinho var talinn helsti óvinur Börsunga þegar hann stýrði Chelsea gegn þeim í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Stuðningsmennirnir hafa miklar áhyggjur af liðinu þar sem Rijkaard virðist ekki geta náð upp stemningu í leikmannahópnum fyrir leiki liðsins. Sérstaklega veld- ur útivallarformið áhyggjum því Barcelona-menn hafaeinungis náð 6 stigum af 18 mögulegum það sem af er leilctíðar og brátt koma erfiðir leikir á útivelli gegn grönnunum í Espanyol auk Valencia. Hefð er fyrir því í Barcelona að stuðningsmenn hafi mikið að segja um það hver stýri liðinu enda eru það stuðningsmennirnir sem kjósa forseta félagsins. í staðarblaðinu E1 Mundo Dep- ortivo birtist í fyrirsögn: Semjum við Mourinho og látum hin lið- in í deildinni hræðast okkur á ný. Sérstaklega er Rijkaard gagnrýnd- ur fyrir að ná ekki nægilega góð- um leik út úr Messi, Ronaldinho og Henry sem margir telja með- al allra bestu leikmanna í heimi. í Þú ert að gera þetta allt vitlaust! Mourinho er sterklega orðaður við þjálfarastöðu Barcelona en Frank Rijkaard þykir valtur í sessi. síðasta leik gegn Getafer náðu þeir félagar sín á milli aðeins einu skoti á mark Getafe sem er ekki viðun- andi að mati kröfuharðra stuðn- ingsmanna. Messi og Ronaldhino voru teknir af velli í síðari hálfleik og Barcelona tapaði 0-2 sem þyk- ir hin mesta hneisa á móti svo lágt skrifuðum andstæðingum. Margir telja að Mourinho sé til- valinn sem eftirmaður Rijkaards, agaður og skipulagður og ólíkur núverandi þjálfara á flesta vegu. Rijkaard finnur fyrir auknu álagi og eftir síðasta leik gagnrýndi hann leikmenn sína opinberlega í svo til fyrsta skipti síðan hann kom til liðsins. „Leikmenn sem eru fram- arlega á vellinum hjá okkur þurfa að vinna meira þegar við töpum boltanum," segir Rijkaard. vidar@dv.is Barton segist saklaus Villingurlnn og óþokkinn Joey Barton segir engan ásetning hafa verið í tæklingu sinni á Dickson Etuhu í grannaslagnum við Sunderland. Enska knattspyrnu- sambandið hefurákveðiðað sleppa Barton við refsingu sem kemurtöluvertá óvart enda sparkaði Barton í viðkvæman stað á Etuhu þegar boltinn var viðs fjarri. Etuhu varð að vonum brjálaður og elti Barton nánast alla leið inn í klefa í hálfleik. Hins vegar segir Barton að hann hafi einfaldlega verið ryðgaður, þess vegna hafi hann ekki hitt boltann og farið á heldur viðkvæman stað.„Það varenginn ásetn- ingur í þessu og alls ekki fyrirfram ákveðið. Ef ég orsakaði einhver meiðsli biðst ég afsökunar á því. Svona hlutir gerast í grannaslögum. Þetta var aðeins minn þriðji leikur og ég var pínu ryðgaður." Vefsíða tekur yfir Ebbsfleet United hefur verið selt. Sú fréttvekurkannski ekki mikla lukku en kaupandinn er vefsíðan MyFoot- ballClub.co.uk. Þar með hefur verið brotið blað í fótboltaheimin- um en í gegnum þessa síðu hefur almenningi verið gefinn kosturá að kaupa hlut í fótboltaliði. Tuttugu þúsund manns hafa skráð sig á síðunni og hver og einn borgað 35 pund til að taka þátt í yfirtöku á fótboltaliði. Aðstandendur síðunnar ákváðu síðan að það félag yrði Ebbsfleet. Allir þeir sem skráðu sig munu eiga jafnan hlut í félaginu. Ebbsfleet er í níunda sæti í utandeild- inni, sex stigum frá umspilssæti til að komast í ensku deildarkeppnina. Hughes fær nýjan samning MarkHughes, stjóri Blackburn, skrifar bráðlega undir nýjan samning. Einnig munu helstu aðstoðarmenn hans fá nýjan samning semog launahækkun. Hughes mun samkvæmtThe Times fá hækkun á laun sín sem eru rétt undir einni milljón punda á ári upp í 1,5 milljónir punda sem gerir hann að einum hæst launaða stjóranum fyrir utan þá sem stýra toppliðunum fjórum svokölluðu. Hughes á tvö ár eftir af núverandi samningi en ekki er langt síðan hann varorðaður við stjórastöðu Newcastle. Komnlr yfir Mourlnho Joe Cole, leikmaður Chelsea, segir að það spái enginn hjá félaginu lengur í José Mourlnho. Hann sé farinn og nýr stjóri tekinn við. Aðalatriðið sé að einbeita sér að því sem fram undan er. „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmni eða tilfinningar um það sem var. Leikmenn koma og fara og það gera stjórar og þjálfarar líka. Menn verða bara að læra á þetta og taka þessu. Aðalatriðið er að halda sjálfum sér við efnið. Það er margt búið að gerast hjá félaginu í ár. Fótbolti er leikur sem aðeins horfir fram á við og það skiptir máli. Enginn getur staðið kyrr.Við höfum nýjan stjóra sem hefur aðrar áherslur og við verðum að fara eftir því. Ég er baráttumaður og vil berjast fyrir mínu, fyrir mig og liðið. Fólk hefur sagt við mig að ég spili vel og það gleður mig," sagði Joe Cole.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.