Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2007, Blaðsíða 22
'*2 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2007
Fákus DV
Upplestura'
Súfistanum
f tilefni af 200 ára afmæli Jónasar
Hallgrímssonar á fösmdaginn
stendur bókaforlagið Bjartur fyrir
upplestrarkvöldi á Súfistanum í
kvöld klukkan hálfníu. Þar munu
þrjár konur, tvær skáldkonur og
einn þýðandi, lesa upp úr nýjum
bókum. Þórdís Bjömsdóttir les
upp úr nýútkominni bók sinni,
Saga af bláu sumri, Kristín
Svava Tómasdóttir les upp
úr ljóðabókinni Blótgælur og
Elísa Björg Þorsteinsdóttir les
upp úr þýðingu sinni á þýsku
metsölubókinni Mæling heimsins
eftír Daniel Kehlmann.
Þórðarvaka
á Café Sólon
Skáldafélagið Nykur stendur fýrir
ljóðakvöldi á effi hæð Café Sólons
kl. 20 í kvöld til heiðurs Þórði
Helgasyni, dósent og ljóðskáldi,
sem varð sextugur 5. nóvember.
Þórður var Nykri innan handar
þegar félagið steig sín fyrsm
skref árið 1995, auk þess sem
hann hefur liðsinnt fjölmörgum
ljóðskáldum og rithöfundum
í gegnum árin. Á meðal þeirra
skálda sem lesa upp úr verkum
sínum í kvöld eru Andri Snær
Magnason, Davíð Stefánsson, Emil
Hjörvar Petersen, Ingunn Snædal,
Sigurbjörg Þrastardóttir og Þórður
Helgason sjálfur. f hléi spilar
hljómsveitín Malneirophrenia
epíska og svala tóna fyrir gestí
kvöldsins. Tilboð á veitingum,
aðgangur ókeypis og allir
lj óðaunnendur velkomnir.
ÍSíðasta PotA
er-bókin á
íslensku
Sjöunda og síðasta bókin um
galdrastrákinn Harry Potter,
Harry Potter og dauðadjásnin,
kemur út í íslenskri þýðingu Helgu
Haraldsdóttur á morgun. Bókin
kom út á ensku í júh'. Harry og
félagar þurfa að takast á hendur
stórt verkefni í þessari síðusm bók.
Þeirra bíður sú þraut að finna og
eyða helkrossum hins mikla Volde-
morts. Ástsælar persónur týna
lítí og aðrar em ekki allar þar sem
þær em séðar. Útgáfuhátíðir verða
haldnar í Eymundsson um allt land
og í Bókabúð Máfs og menningar á
Laugavegi á morgun milli klukkan
14 og 16. .
Hinn ástsæli barnabókahöfundur Astrid
Lindgren hefði orðið hundrað ára í dag, hefði hún
lifað. Eins og flestir vita er Lindgren höfundur
ódauðlegra persóna eins og Línu Langsokks,
Bróður míns Ljónshjarta, Elsku Míós míns og
Ronju ræningjadóttur en bækur hennar voru
þýddar á 85 tungumál og gefnar út í fleiri en
hundrað löndum. Lindgren lést árið 2002 en
þremur árum seinna voru söguhandrit úr hennar
eigu sett á heimsminjaskrá UNESCO og eru þau
varðveitt í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi.
Ógleymanlegt að hitta Lindgren
„Ég sá hana í fyrsta skipti í boði hjá Vigdísi
Finnbogadóttur forseta þegar kvikmyndin um
Ronju ræningjadóttur var ffumsýnd hér á landi
á áttunda áratugnum," segir Guðrún Helgadóttir
sem kynntist Lindgren lítillega á sínum tíma. „Við
töluðum nú ekkert mikið saman þá en síðan fór ég
sem forseti Alþingis í opinbera heimsókn til Sví-
þjóðar 1990. Þá var ég spurð hvort það væri ein-
hver Svíi sem mig langaði sérstaklega til að hitta,"
útskýrir Guðrún og segist hafa verið fljót að nefna
Lindgren. Þá hafi henni verið sagt að skáldkon-
an sænska tæki aldrei á móti gestum, enda gerði
hún þá ekkert annað. „En svo var hringt í mig og
sagt að hún vildi gjarnan fá mig í heimsókn suður
í Furusund þar sem voru hennar æskuslóðir," seg-
ir Guðrún og fór hún þangað ásamt Þórði Einars-
syni, þáverandi sendiherra í Svíþjóð.
„Þar áttum við dagstund sem verður okkur
áreiðanlega ógleymanleg alla tíð. Auðvitað eltu
okkur blaðamenn og voru að reyna að ná mynd-
um af okkur. Lindgren var farin að sjá afar illa
þegar þetta var og þegar ég studdi hana inn í
húsið leit hún allt í einu við og sagði: „Guðrún
litla, kannski komumst við í blöðin,"" segir Guð-
rún og hlær dátt. „Hún var alveg dásamleg. Og
fluggreind og ótrúlega skemmtileg kona."
Aðspurð hvernig stóð á því að Lindgren sam-
þykkti að hitta hana segir Guðrún að hin sænska
skáldsystir hennar hafi eitthvað munað eftir
samfundum þeirra á íslandi um árið. Svo hafi
hún meðal annars lesið Jón Odd og Jón Bjarna
og Ástarsögu úr fjöllunum og fundist þær stór-
góðar, en Guðrún vill samt lítið láta hafa eftir sér
um það.
Vildi hafa skrifað Ronju
Guðrún hefur lesið allar bækur Lindgren upp
til agna og segist hafa elskað þær frá byrjun. „Ég er
óskaplega lítið öfundsjúk manneskja, en ég öfund-
aði hana af einu. Ég vildi að ég hefði skrifað Ronju
ræningjadóttur. Það er fantagóð bók. En annars
eru þær hver annarri betri þessar bækur hennar.
Ég barðist enda fyrir því í mörg ár, innan Norður-
landaráðs og víðar, að hún yrði tilnefnd til nóbels-
verðlauna því þessi kona gladdi örugglega fleiri sál-
ir í heiminum heldur en nokJorr annar rithöfundur
á síðustu öld. Og eina ástæðan fyrir því að hún var
aldrei tilnetíid er sú að hún skrifaði fyrir böm. Hvað
heldurðu að það séu margir nóbelsverðlaunahöf-
undar gleymdir? Hún Astrid Lindgren gleymist
ekki. Það er alveg ljóst." kristjanh@dv.is
Old er liðm 1 dag siðan skald-
konan Astrid Lindgren fædd-
ist í Vimmerby í Svíþjóð. Bæk-
ur hennar voru þýddar á 85
tungumál og gefnar út í fleiri
en hundrað löndum.
■ 1 :
SÚLAN AFHENT
SÚLAN, MENNINGARVERÐLAUN REYKJANESBÆJAR, verður afhent við formlega athöfn í
Bíósal Duushúsa í dag. Að venju verða veittar tvær viðurkenningar, annars vegar
til hóps eða einstaklings sem unnið hefur vel að menningarmálum í bæjarfélag-
inu og hins vegar til fýrirtækis sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með
fjárstyrk eða með öðrum hætti. Athöfnin hefst kl. 18.
ALLT í HÆGAGANGI
ISKYMDI
Þar sem áður spruttu sóleyjar og
hundasúrur eru nú risin bensínstöð,
verslun og skyndibitastaðir. Vegna
aldurs og fyrri starfa er ég ekki ein
þeirra sem
leggja í vana
sinn að rölta
inn á skyndibitastaði á kvöldmatar-
tíma, en geri þó undantekningu af
og tíl. Af öllum stöðum borgarinnar
valdi ég gömlu umferðareyjuna mína
þar sem ég tíndi sóleyjar forðum.
Subway skyldi það vera. Var hissa
þegar ég sá að engin var biðröðin en
skýringin kom fljótlega í ljós.
Tilboð mánaðarins, sex tommu
bátur, hljómaði bara vel, verðið
ekki nema 299 krónur og sagt að
væri úrvals hráefni. „Hvernig brauð
viltu?" „Oregano." „Það er búið."
Bað um aðra tegund. Það voru tveir
brauðhleifar til svo ég sæi. Miðað
við hægaganginn í hreyfingum
afgreiðslustúlkunnar prísaði ég
mig sæla að ætla ekki að fá neitt
flóknara en tilboðið hljóðaði upp á.
„Sósu?" „Já, takk, ostasósu" (búin
að lesa sms-ið um það sem mér
myndi henta). "Fleira?” „Já, takk,
pipar og salt."
Stúlkan var ung, hreinleg og
kurteis, leit út nákvæmlega eins og
Silvía Nótt og þegar tíminn hafði
liðið allt of hægt og allt of lengi
var ég viss um að ég væri í falinni
myndavél. Leit um öxl - og sá bið-
röð sem náði að kössunum þar sem
fólk borgar bensínið. Var alsæl að
hafa ekki þurft að borga í stöðu-
mæli þennan dag og vera með þrjá
hundrað krónu peninga á mér. f
þakkarskyni fyrir að sleppa út með
minn hálfa tilboðsbát gaf ég N1
krónu fyrir. En báturinn var góður,
meira að segja mjög góður.
ANNA KRISTINE
fórá Subway vid
Hrinqbraut.
HRAÐI: ★ ★
VEITINGAR
VIÐMÓT:
UMHVERFI: