Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Síða 8
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
Ríkislögreglustjóri hefur innkallað sérhannaðan bil fíkniefnalögregl-
unnar til að flytja leitarhunda. Umhverfisstofnun ályktaði að hunda-
búrin væru of lítil til að scháfer-hundar lögreglunnar geti staðið upp-
réttir. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn furðar sig á matinu, enda
er billinn sérhannaður til flutninga á fíkniefnahundum.
„Bílinn leigðum við svo af
BALDUR GUÐMUNDSSON
bladamadur skrifar:
baldunmdv.is
„Ég hef aldrei heyrt fyrr að bíllinn
væri of lítill fyrir hundana okkar,"
segir Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn á höfuðborgarsvæðinu,
sem undrast að ríkislögreglustjóri
hafi innkallað sérhannaðan bíl
lögreglunnar fyrir flutning fíkni-
efnahunda. Ástæðan fyrir innköll-
uninni er sú að Umhverfisstofnun
hefur ályktað að búrin í bílnum séu
ekki nógu stór til að þýskir scháfer-
hundar lögreglunnar geti staðið þar
uppréttir.
Bíllinn reyndist vel
Geir Jón segir að vandað hafl ver-
ið til verka þegar bíll var fenginn til
að flytja hundana á milli staða. „Við
leituðum til Danmerkur og lögðum
til við ríkislögreglustjóra að fenginn
yrði eins bíll og þeir hafa notað um
árabil. Þeir hafa mjög mikla reynslu
af fíkniefnahundum og meðhöndl-
un þeirra. Bílinn leigðum við svo af
ríkislögreglustjóra og hann reynd-
ist okkur afar vel. Því kom það okk-
ur í opna skjöldu þegar í ljós kom að
við mættum ekld nota bílinn áfram,"
segir Geir Jón og viðurkennir að
þetta komi sér illa þar sem lögreglan
þurft nú að notast við ómerkta bíla
ríkislögreglustjóra og
hann reyndist okkur afar
vel. Því kom það okkur
í opna skjöldu þegar í
Ijós kom að við mætt-
um ekki nota bílinn
áfram"
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn
Undrast tilmæli ríkislögreglustjóra.
sem ekki eru hannaðir til að flytja
hunda.
Tjáir sig ekki um málið
Guðmundur Guðjónsson, yf-
irlögregluþjónn hjá ríkislögreglu-
stjóra, segir að reglur um stærð
hundabúra byggist fyrst og fremst
á reglum og mati Um-
hverfisstofnunar um
dýrahald í atvinnu-
skyni. Búr þurfi að taka
mið af stærð viðkomandi hunds
Hann kannast ekki við að far-
ið sé framhjá þessum kröf-
um. „Embættinu er ekki
kunnugt um að notuð séu
búr hjá lögreglunni sem
uppfylla ekld kröfur í þess-
um efnum," segir hann en
vill ekki tjá sig um málefni
einstakra embætta innan
lögreglunnar.
Kristín L Árnadóttir,
nýskipaður forstjóri
Umhverfisstofnunar
Segir engar reglur til um
stærð hundabúra.
Krisun l. Arnaaotur,
forstjóri Umhverfis-
stofunnar, segiraðríkis-
lögreglustjóri hafi
óskað eftir því að
stofnunin tæki út
aðbúnað hunda
sem lögreglan
á höfuðborgar-
svæðinu notar.
„I svari okkar 21.
desember í fyrra
bentum við á þá
almennu reglu að
ferðabúr eigi að vera
nógu rúm til að
hundurinn geti
annars vegar
legiðeðli-
lega og hins vegar staðið á fjórum
fótum í eðlilegri stellingu með upp-
réttan haus án þess að rekast í búrið,"
segir Kristín og bætir við. „ Það er mat
Umhverflsstofnunar að hundabúrin
í bifreiðinni sem notuð er séu
nægilega stór fyrir springer spaniel-
hundana sem lögreglan hefur, en
of lítil fýrir þýska fjárhundinn með
vísan til ofangreindrar almennrar
reglu," segir hún en ítrekar að engin
ákvæði séu í reglugerð hvað þetta
varðar. Því hafi þetta einungis verið
ábending til ríkislögreglustjóra
vegna beiðni hans um að taka út
aðbúnað hundanna.
HUNDARNIROF
STÓRIR FYRIRá
SÉRHANNAÐ*
LÖGREGLUBÍU
uOGRKqLa
Jinky Young, sjö ára fílippseysk stúlka, saknar fööur síns:
Merkti póstkortin„Pabbi"
Skákmeistarinn Bobby Fischer
sendi sjö ára filippseyskri stúlku,
Jinky Young, reglulega póstkort og
gjafir. Hann merkti póstkortin iðu-
lega „pabbi". Póstkortin eru meðal
þeirra gagna sem Samuel Estimo,
filippseyskur lögfræðingur, ætlar
að leggja fram til að sýna fram á að
stúlkan sé dóttir Fischers.
„Jinky er fjörug ung stúlka í
barnaskóla sem enn hefur ekki náð
að átta sig almennilega á því að
hennar mikli faðir sé látinn," segir
Samuel Estimo, filippseyskur lög-
fræðingur, í samtali við DV.
Estimo starfar fýrir filippseyskar
mæðgur, Marilyn og Jinky Young, og
vinnur að því að sanna tilvist dótt-
ur Roberts J. Fischer. Hinn látni
skáksnillingur lætur eftir sig tölu-
verða fjármuni, heimildir DV herma
að dánarbúið geymi um það bil
130 milljónir króna, og eru erfða-
mál hans óðum að skýrast. Miyoko
Watai, japönsk ekkja skákmeistar-
ans, hefur farið fram á einkaskipti
dánarbúsins og enn sem komið er
skortir gögn sem sýna fram á að
nokkur annar en hún eigi rétt til
arfsins. Sjálf hefur Miyoko lagt fram
hjúskaparvottorð til staðfestingar
hjúskap þeirra Fischers og vottorð-
ið er gefið út af japönskum yfirvöld-
um. Lögmaður hennar bíður svars.
Lögmaðurinn Estimo er
sannfærður um að ná að sýna
fram á að Jinky sé dóttir Fischers
og þannig hafi hún lagalegan rétt
á hlutdeild í arfinum. Hann segist
hafa ýmis gögn því til staðfestingar
og undirbýr að leggja þau fram hér
á landi. Jinky er 7 ára og er í fyrsta
bekk grunnskóla. Að sögn Estimos
hefur hún alist upp við þá vitund
To símií/ .HK
SoW'
Wc fu<c.pf-V*r
° im
v~ft- yw * * .
fTV.i’i C+uff<1 ■
|
I
Bobby Fischer Er sagður eiga
sjö ára dóttur á Filippseyjum.
að Fischer sé faðir hennar. „Bobby
hafði sjálfur viðurkennt hana sem
barn sitt. Meðal þess sem staðfestir
það eru póstkort sem hann sendi
dóttur sinni og með kortunum
fylgdu ýmsar gjafir," segir Estimo.
trausti@dv.is