Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 Neytendur DV Hægt að spara tíu þúsund á ári: I Hægl 1ÓDYRAST HJA 0B 136,30 Hægt er að spara tíu þúsund krón- ur árlega ef eingöngu er keypt bens- ín á sjálfsafgreiðslustöðvum. ÓB er með ódýrasta bensínið í dag. 95 okt- ana bensínlítri kostar þar allt niður í 131,30 krónur ef greitt er með dælu- lykli. Næstódýrust er Orkan og kost- ar ódýrasti lítrinn þar 134,20 krónur. Olís, Skeljungur og N1 eiga það sam- eiginlegt að vera með hæsta verðið á bensínlítranum eða 137,90 krónur. Getum dælt sjálf „Maður þarf ekkert á þjónustunni að halda sé maður fullfær um að dæla bensíni sjálfur," segir Stefán Ásgrímsson hjá FÍB og mælir eindregið með því að fólk noti sjá lfsafgreiðslustöðvarnar fremur en þjónustustöðvar. „Það er ekki nema þú vilir fara og láta pússa rúðurnar eða eitthvað." Stefán segir að Isiendingar hafi ekki verið duglegir að tileinka sér að leitast eftir afslætti, hvort sem það er af bensíni eða öðrum neysluvörum. „Það er svo stutt síðan við komum úr moldarkofunum og okkur finnst sjálfsagt að borga meira en það sem hægt er. Fólk ætti að fylgjast meira með. Oft er verið að auglýsa aukafslátt þegar eitthvað er að gerast," segir Stefán. Besti kosturinn „Besta lausnin til að koma til móts við síðustu verðhækkanirnar er að versla við sjálfsafgreiðslustöðvarn- ar með dælulykli," segir Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Atlantsolíu. „1 ofanálag er það ein- faldleikinn sem fylgir honum sem staðfestir að hann er besta lausnin. Mikil ásókn hefur verið í dælulyklanahjáþeimaðundanförnu og eykst eflaust enn meira áður en langt um líður. „Við erum að opna fleiri víðs vegar um landið. Lyklinum hefur verið gríðarlega vel tekið og við erum ánægð að geta boðið upp á þessa þjónustu," segir Albert og bætir því við að þessu megi líkja við það að greiða sérstaklega fyrir að fá matvörur settar í pokann fyrir mann, maður þarf ekki á því að halda. Punktasöfnun og aukakrónur Hjá ÓB segir Sigurður Pálsson, for- stöðumaðurmarkaðssviðs, að með dælu- lykli hjá þeim sé einnig hægt að safna punktum og aukakrónum og þeir sem greiða með bensínfrelsi fá þriggja krónu afslátt .„Það er mjög auðvelt að fá sér lykil. Þú þarft bara að fara inn á vefeíðuna okk- ar http://www.ob.is og sækja um. Hann er sendur heim til þín innan tveggja daga. Getur virlqað hann strax," segir Sigurður. Nl Skógarseli 136/40 a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.