Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
AFTUR f KVENNABOLTANN
Vfkingur ætlar sér að endurvekja
meistaraflokk kvenna fyrir næsta tímabil
og verða með aö ári. Félagið sem á að
baki þrjá islandsmeistaratitla og tvo
bikarmeistaratitla
þurfti eftir mörg
erfiðárað leggja
niður meistara-
flokk kvenna fyrir
tímabilið í ár. Nú
hins vegar á að rifa
konurnar aftur af
stað og byggja
mikiðá ungum
stelþum sem eru
að koma (gegnum unglingaflokka
félagsins. Leit er hafin að spilandi
meistaraflokksþjálfara sem á að taka við
liðinu.
JÓN ARNÓR AFTUR Á RÓL
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór
Stefánsson lék loks á ný með liði sínu
Lottomatica Roma um helgina. Jón sem
hefur verið frá vegna meiðsla skoraði
sautján stig, gaf
eina stoðsendingu
ogtóktvöfráköst
á þeim þrjátíu og
fjórum mfnútum
sem hannspilaði.
Það dugði því
miður ekki til fyrir
Roma-menn sem
töpuðu fyrir Pierrel
Capo d'Orlando
með ellefu stigum, 82-71. Roma leiddi i
hálfleik, 58-50. Jón Arnór og félagar sitja
sem stendur (fjórða sæti deildarinnar
með 30 stig eftir 23 leiki. Siena er á
toppnum með 42 stig.
HELENA FÓR Á KOSTUM
Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í
TCU-háskólanum lögðu háskóla New
Mexico með átta stig mun, 59-51, eftir
framlengdan leik. Helena fór gjörsam-
lega á kostum í
leiknum en hún
skoraði tuttugu og
fjögurstig, gaf
tvær stoðsending-
ar og tók niu
fráköst.Til viðbótar
stal hún tvisvar
boltanum og varði
tvö skot Hún var
með grfðarlega
góða nýtingu, hitti úrtíu af fimmtán
skotum sfnum í leiknum. Helena var
stigahæst á vellinum en þetta var
niundi sigurTCU í ellefu leikjum og er
það nú komið langleiðina með að
tryggja sig áfram í næstu umferð
deildarkeppninnar.
(DAG
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar
leitaðar uppi og svipmyndir af æðinu
fyrir enska boltanum um heim allan.
Allar leiktíðir Úrvalsdeildarinnar gerðar
upp i hröðum og skemmtilegum þætti.
Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin i
leikjum síðustu umferðar i Coca Cola
deildinni.
Svipmyndir frá leik Crystal Palace og
Blacburn leiktiðina 1992-1993.
Gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á
borð við Matt LeTissier, Glen Hoddle,
lan Wright, Paul Gascoigne, Lee Sharpe,
Jan Mölby og Peter Beardsley. UK
Masters cup er orðin gríðarlega vinsæl
mótaröð en þar taka þátt 32 lið skipuð
leikmönnum sem gerðu garðinn
frægan á árum áður í ensku
úrvalsdeildinni.
Ensku mörkin - Ný og hraðari utgáfa af
þessum vinsæla þætti þar sem öll
mörkin og helstu atvik umferðarinnar
eru sýnd frá öllum mögulegum
sjónarhornum.
gutkörfuna
\oka«autan
Hver er Svavar Atli Birgisson?
„Það er stór spurning, jafnstór og
flautukarfan eiginlega."
Starf?
„Slökkviliðs- og sjúkraflutningamað-
ur og svo ökukennari í hlutastarfi."
Áhugamál utan körfuboltans?
„Svona aðallega áhugi á bílum."
Manst þú eftir vandræðalegu
atviki innan vallar?
„Tvisvar sinnum hef ég orðið vitni
af því að félagar mínir hafa skorað
sjálfskörfu. í fyrra skiptið var það í
mini-boltanum þegar við vorum litl-
ir. Þá klúðraði andstæðingurinn víta-
skoti og félagi minn tók frákastið og
setti boltann ofan í okkar körfu. í hitt
skiptið vorum við nú komnir upp í 8.
eða 9. flokk þar sem menn eiga nú að
vera komnir með smá vit. Eg blak-
aði þá boltanum á samherja minn
úr uppkasti sem tók bara skotið utan
af velli og ofan í en í vitlausta körfu.
Sá maður varð svo pirraður að hann
sparkaði í vegginn af reiði og slasaði
sig."
Manst þú eftir vandræðalegu
atviki utan vallar?
„Ætli það sé ekki betra að eng-
inn viti af þeim nema félag-
amir."
Uppáhaldsbíó-
mynd?
„Braveheart hefur
alltaf staðið manni
nær og sú fyrsta sem
kemur upp í hug-
ann."
Uppáhaldsleikari?
„Það er enginn sem kallar
á mig eitthvað sérstaklega."
Uppáhaldshljómsveit eða
tónlistarmaður?
„Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi
Metallica. Fór á tónleikana í Reykja-
vík og lá þar í svitabaðinu."
Fylgist þú með öðrum íþróttum
en körfubolta?
„Ég fylgist mjög vel með öllum
íþróttum tel ég og hef mikinn áhuga
á íþróttum. Fylgist mikið með fót-
bolta og er Liverpool-maður þótt ég
sé ekki að auglýsa það mikið þessa
daganna."
Eftirminnilegasta stundin
á íþróttaferlinum?
„Ætli það sé ekki þegar við
unnum Eggjabikarinn hérna um
árið."
Eftirminnilegasta stundin í
einkalífinu?
„Það er fæðing sona minna. Á tví-
bura sem eru tveggja og hálfs árs.
Það er fátt sem toppar það."
Hvernig var
tilfinningin að
sjá boltann
hitta ofan í
körfuna á
meðan
lokaflautan
gall?
„Það er eig-
inlega ekki
hægt að
lýsa því. Til-
finningin var
frábær. Þórs-
ararnir
stálu
báðum stigunum af okkur hérna á
Sauðárkróki þegar þeir fengu tvö
vítaskot þegar aðeins brot úr sek-
úndu var eftir og við höfðum ekki
tíma til að svara íyrir okkur. Nú náð-
um við fram hefndum og tilfinning-
in alveg ólýsanleg. Veturinn er búinn
að vera erfiður og þetta skot var
ljósið í myrkrinu."
Hversu mikilvægur
er þessi sigurtil að
losa ykkur alveg
frá fallsvæðinu?
„Hann var gríðar-
lega mikilvægur upp
á það að gera því
það er nú ekki mik-
ill möguleiki að við
föllum úr þessu. Ef
við notum þetta svo
okkur í hag
gætum
við komist í úrslitakeppnina."
Er stefnan sett á úrslitakeppn-
ina úr þessu?
„Ég get alveg sagt það að við sett-
umst niður á laugardaginn þar sem
var tekinn ákvörðun að menn ættu
að sýna það gegn Þór hvaða stefnu
menn vildu taka. Hvort við ætíuðum
að vera að einhverju dútíi eða hvort
við ætíuðum að fara í úrslitakeppn-
ina. Þjálfarinn setti það í hendurn-
ar á okkur og við áttum einfaldlega
að svara kallinu. Ég tel að við höfum
náð að sýna hvað við viljum en svo er
spurning hvað verður í ffamhaldinu.
Við höfúm samt ekkert rætt saman
eftir leik enda menn ennþá í sigur-
vímu. Við tökum það spjall í kvöld
[í gær] eða á morgun [í dag] þegar
menn eru komnir niður á jörðina.
Það þýðir lítið að tala við menn strax
eftir leiki, þá er nú fátt sagt af viti."
Hvernig er stemningin fyrir
körfubolta á Sauðárkróki
þessa dagana?
„Hún hefur verið upp og ofan í
vetur. Auðvitað er áhugi í bæn-
um en meðan árangurinn er ekki
betri en hann er mæta fáir á leik-
ina. Það virðast samt allir hafa
skoðun á liðinu þannig þetta
er ennþá í undirmeðvitund-
inni á fólki. Það er vonandi
að fleiri fara að mæta ef
við skorum fleiri flautu-
körfur. Úrslitakeppnin
er lykilatriði íýrir okkur
upp á það að kveikja
almennilega
áhuganníbæn-
um aftur."
tomas@dv.is
.í»yW\\BU9»sson:
SV ftiirT\ndastó\s»
erhet)aW'9a<'
Kötfybo'®' rt.Fyrif
'nnaíh) ? ora st\ga'r'æSt'’
utsinnarLbJdið *ota»
Gilberto er ekki sáttur viö Nani fyrir selstilburöina í stórleik liðanna:
Gilberto varar Nani við
Gilberto hefúr varað Nani við því
að niðulægja lið. Það sé honum fýrir
bestu.Nanilékséraðeinsmeðboltann
í leik Manchester United og Arsenal
þar sem Manchester niðurlægði
Arsenal 4-0 í enska bikamum
Arsenal-mönnum fannst Nani ekki
sýna næga virðingu með því að halda
boltanum á lofti með höfðinu og taka
létt dansspor. Báðum stjórunum, sir
Alex Ferguson og Arsene Wenger,
fannst að Nani hefði farið yfir strikið.
Arsenal svaraði með því að sparka
oft og fast í Nani það sem eftir lifði
leiks. „Það var mikilvægt fýrir okkur
að missa ekki stjóm á skapi okkar og
bjóða hættunni heim. Hugsanlega
hefðum við misst annan mann af velli
við að sparka í Nani," sagði Gilberto.
„Ég talaði við hann og sagði að þetta
væri ekki nauðsynlegt því hann gæti
fengið slæmt spark í kjölfarið. f svona
leik þar sem spennan er mikil á miffi
leikmanna er nauðsynlegt að aflir
haldi ró sinni. Ég hef reynt að einbeita
mér að leiknum og hvet alla samherja
mína til að gera slíkt hið sama og
beijast fyrir liðið." William Gaflas var
sá eini sem náði að sparka í Nani
og var heppinn að sleppa við rauða
spjaldið.
Gilberto sagði einnig að Arsenal
muni koma til baka eftír tapið.
„Auðvitað getum við komið tif
baka. Sjáum bara hvað gerðist hjá
Manchester United. Þeir áttu slakan
dag gegn Manchester City og þeir
vom sterldr á mótí okkur. Það sama
gildir fýrir okkur. Við munum koma
til baka, jafnvel sterkari en áður.
Við byrjum á Meistaradeildinni á
mótí AC Milan á miðvikudag því við
viljum ekki missa af tækifærum þetta
tímabil. Ef við ætíum að vinna títla
þetta tímabilið, sem við allir viljum,
verðum við að koma til baka.
FA-bikarinn er okkur öllum mikil-
vægur og það em mildl vonbrigði að
detta úr leik en við þurfum að ein-
beita okkur að Milan sem er á morg-
un. Það er einnig mikilvægt að við lít-
um á stöðu okkar í deildinni. Þar emm
við fimm stígum á undan, staða sem
er okkur í hag. Ef við lærum af okkar
mistökum oglátum ekki ffammistöðu
laugardagsins endurtaka sig hef ég
engar áhyggjur af framhaldinu," sagði
Brassinn geðþekki. benni@dv.is