Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
Ættfræði DV
Anna Steinunn Jónasdóttir
HÁSKÓLANEMI f REYKJANESBÆ
Anna Steinunn fæddist
í Reykjavík en ólst upp í
Njarðvík. Hún var í Grunn-
skóla Njarðvíkur, stundaði
síðan nám við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja, lauk
stúdentsprófi þaðan 1998,
lauk námi hjá Brunavarna-
skólanum árið 2000, lauk
EMT-prófi á sjúkrabíl hjá
Rauða krossinum 2000,
lauk prófum fr á Viðskipta-
og tölvuskólanum 2001
og er nú að ljúka námi í
stjórnmálafræði við HÍ.
Anna Steinunn starfaði hjá Vam-
arliðinu í Keflavík af og til ffá ungl-
ingsárunum. Þar starfaði hún m.a.
við Slökkvilið Keflavíkurflugvallar og
varð þá fyrsta íslenska konan
til að gegna slíku starfi. Hún
>■ vann einnig við fjármála-
deild Vamarliðsins um skeið.
Anna Steinunn er vara-
bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í Reykjanesbæ og
situr í íþrótta- og tómstunda-
nefnd Reykjanesbæjar.
Eiginmaður Önnu Stein-
unnar er Ólafur Bjömsson,
f. 13.4.1983, viðskiptafræð-
ingur.
Foreldrar Önnu Stein-
unnar em Jónas Jóhann-
esson, f. 29.9.1955, skipasmiður í
Reykjanesbæ, og Erla Hildur Jóns-
dóttir, f. 27.11.1959, sjúkraliði.
Dóra Vilhelmsdóttir kennari er fimmtug í dag:
Hver aldur hefur sinn sjarma
„Ég verð nú að viðurkenna að ég
er nú ekkert sérstaklega mikið af-
mælisbarn í mér," segir Dóra Vi-
helmsdóttir, afmælisbarn dagsins,
þegar DV náði af henni tali.
„En ég ætla að bjóða börnunum
mínum og tengdabörnunum mínum
út að borða á Lofteiðir."
Dóra segist ekki vera dugleg við
að halda upp á afmælisdaga sína. „Ég
hélt reyndar smá veislu þegar ég varð
fertug. Þá bjó ég á Húsavík og því var
lítíð um skyldfólk mitt. Ég bauð því
vinum og kunningjum heim."
Það er misjafnt hvernig afmælis-
dagar leggjast í fólk en Dóra er ein af
þeim sem líta þessa daga jákvæðum
augum. „Það hefur hver aldur sinn
sjarma," segir Dóra ákveðin. „Ég er
í saumaklúbbi með nokkrum kon-
um sem eru jafngamlar mér og við
höfum nú svolítíð velt því fyrir okk-
ur hvað gerist þegar maður verður
fimmtugur. En það er allt á léttu nót-
unum."
Þó svo að Dóra ætli ekki að halda
veislu í tilefni dagsins ætla þær vin-
konurnar í saumaklúbbnum að
fagna áfanganum með svolítið sér-
stökum hætti. „Við ætíum að taka
frá einn dag á árinu og þá ætlum við
að láta dekra við okkur. Þetta finnst
okkur tilvalið í stað þess að gefa hver
annarri afmælisgjafir." Dóra segist
ekki eiga von á að fá mikið af gjöfum.
„Þegar maður er kominn á þenn-
an aldur vantar mann ekkert og því
væri ég frekar til í að fá einn tíma í
handsnyrtingu heldur en enn einn
hlutinn," segir Dóra á léttu nótunum.
DV óskar Dóru innilega til hamingju
með daginn.
Dóra Vilhelmsdóttir
Ætlar að bjóða fjölskyldunni
út að boröa í tilefni dagsins.
HAMINGJU
MEÐ
AFMÆLIÐ
Þorgeir Guðfinnsson
BIFVÉLAVIRKI HJÁ BIFREIÐUM OG LANDBÚNAÐARVÉLUM
Þorgeir fæddist í Vest-
mannaeyjum og ólst þar
upp og var þar búsettur
til tvítugsaldurs er hann
flutti til Reykjavíkur. Hann
var í Bamaskóla Vest-
mannaeyja, stundaði
síðan nám í einn vetur
við Framhaldsskólann í
Vestmannaeyjum, stímd-
aði nám við Iðnskólann í
Reykjavík, lærði þar bifvéla-
virkjun og lauk prófum í
þeirri grein 1993.
Þorgeir vann við fisk-
vinnslu á unglingsárunum eins og
flestir unglingar í Vestmannaeyjum.
Hann hóf störf hjá Bifreiðum og
landbúnaðarvélum 1993 og hefur
starfað þar síðan.
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Þorgeirs er
Guðrún Þórey Ingólfsdótt-
ir, f. 2.5.1964, hjúkrunar-
fræðingur við Landspítalann
- Háskólasjúkrahús.
Synir Þorgeirs og Guðrún-
ar Þóreyjar em Guðfinnur
Þorgeirsson, f. 14.1.1994;
Ingólfur Amar Þorgeirsson,
f. 6.12.1996.
Foreldrar Þorgeirs em
Guðfinnur Þorgeirsson, f.
27.10.1926, lengst af skipstjóri í Vest-
mannaeyjum, og k.h. Valgerður Helga
Eyjólfsdóttir, f. 4.7.1934, húsmóðir og
verkakona í Vestmannaeyjum.
30 ÁRA AFMÆLI
■ Agata Iwona Platek
Hringbraut 30, Reykjavlk
■ Xuewen Zhong
Gnoðarvogi 24, Reykjavlk
■ Miroslav Sapina
Túngötu3, Grindavík
■ Krzysztof Uscio
Langanesvegi 5, Þórshöfn
■ Jón Heiðar Andrésson
Blómvallagötu 2, Reykjavík
■ Dagný Hrönn Sigríðardóttir
Hvammsgerði 10, Reykjavik
■ Guðrún Magnúsdóttir
Nesbala 1, Seitjarnarnesi
■ Birgir Björn Sævarsson
Hrauntungu 22, Hafnarfirði
■ Viðar Pálsson
Hjaltabakka 16, Reykjavík
40 ÁRA AFMÆLI
■ AnzelaTsistjakova Níelsson
Jórufelli 4, Reykjavík
■ Svandís Hallbjörnsdóttir
Höll, Borgarnesi
■ Marta Magnúsdóttir
Reykjavlkurvegi 16b, Hafnarfírði
■ Margrét Auður Þórólfsdóttir
Hábergi 16, Reykjavík
■ Jóhanna Helga Halldórsdóttir
Kjarrhólma 30, Kópavogi
■ Helga Björg Jónasardóttir
Nesvegi 125, Seltjarnarnesi
■ Svanhvít Skúladóttir
Hrlsateigi 30, Reykjavlk
■ Gunnlaugur ÞórÆvarsson
ÆgisvöHum 5, Reykjanesbæ
50 ÁRA AFMÆLI
■ Guðbirna K Þórðardóttir
Vatnsnesvegi 34, Reykjanesbæ
■ Dóra Vilhelmsdóttir
Suðurhólum 20, Reykjavlk
■ Guðrún Halla Jónsdóttir
Skólagarði 12, Húsavlk
■ Björn Grétarsson
Arnartanga 15, Mosfellsbæ
■ Kristján Guðmundur Jóakimsson
UrðarvegiSl, Isafírði
■ Hörður Hjartarson
Túngötu 14, Seyðisfírði
■ Ómar Stefán Guðmundsson
Dalskógum 6, Egilsstöðum
■ Sigurpáll Bergsson
Skógarhæð 6, Garðabæ
■ Jónína Gíslína Daníelsdóttir
Vlðigrund 13, Sauðárkróki
■ Kristján Þór Sigfússon
Reynilundi4, Garðabæ
■ Erling Ruben Gigja
Vogaseli3, Reykjavlk
60 ÁRA AFMÆLI
■ Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Norðurvör 10, Grindavlk
■ Guðbjörg Rósants Stefánsdóttir
Stífluseli 1, Reykjavlk
■ Jensína S Guðmundsdóttir
Hraunbæ4, Reykjavlk
■ Sigrún Jónatansdóttir
Frostafold 34, Reykjavlk
• Þórunn Þórhallsdóttir
Hrauntúni, Garðabæ
70 ÁRA AFMÆLI
■ Erla Jóhanna Þórðardóttir
Vlkurbakka 6, Reykjavlk
■ Svanhildur P Þorbjörnsdóttir
Sléttahrauni 32, HafnarTjirði
■ Elsa Svandís Valentinusdóttir
Silfurgötu 26, Stykkishólmi
■ Erlendur Sigurðsson
Sæunnargötu 11, Borgarnesi
■ Stefán Gylfi Valdimarsson
Háaleitisbraut41, Reykjavlk
75 ÁRA AFMÆLI
■ Hrefna Lárusdóttir
Strikinu 12, Garðabæ
■ Solveig M. Þorbjarnardóttir
Breiðuvlk 15, Reykjavlk
■ Auður Birna Egilson
Grund2, Akureyri
■ Baldur Ingvarsson
Bólstaðarhllö 46, Reykjavlk
■ Helga Þ Jónsdóttir
Hagamel12, Reykjavík
■ Ólaffa Lárusdóttir
Sæviðarsundi 4, Reykjavlk
AFMÆLISBARN DAGSINS
BIRGIR SIGURJ0NSS0N
FRAMKVÆMDASTJÓRI í HAFNARFIRÐI
Birgir Sigurjónsson framkvæmda-
stjóri er sjötugur í dag.
STARFSFERILL
Birgir fæddist á Víðimelnum í Reykja-
vík og ólst upp í foreldrahúsum í Vest-
urbænum. Hann lærði rafeindavirkj-
un hjá Póstí og síma og hóf síðan störf
hjá tæknideild Pósts og síma þar sem
hann starfaði tíl 1988. Birgir var verk-
stjóri og fulltrúi hjá tæknideild Pósts
og síma en 1978 varð hann yfirdeild-
arstjóri þar og gegndi því starfi til
1988. Þá stofnaði hann, ásamt öðmm,
eigið fyrirtæki, Effco, sem hann starf-
aði við tíl 1997. Hann hefur síðan rek-
ið sitt einkafyrirtæki, Isrör.
Birgir er mikill hestamaður og
áhugamaður um fornbíla.
FJÖLSKYLDA
Kona Birgis var Ragnhildur Sigríður,
f. 9.3. 1939, dóttir Eggerts Ólafssonar
lýsismatsmanns og Ragnhildar Gott-
skálksdóttur. Birgir og Ragnhildur
skildu.
Börn Birgis og Ragnhildar Sigríðar
em Hilda Gerd, f. 6.9. 1956, þýðandi
á Stöð 2; Birgir örn, f. 4.7.1959, múr-
arameistari, búsettur í Gnúpverja-
hreppi; Ragnhildur Sigríður, f. 21.7.
1960, aðstoðarskólastjóri á Flúðum;
Eggert Sigurjón, f. 2.8. 1972, sálfræð-
ingur í Reykjavík.
Núverandi eiginkona Birgis er
Hólmfríður Valdimarsdóttir, f. 22.11.
1947, auglýsingateiknari og bókari.
Hún er dóttir Valdimars Kristínsson,
bónda á Núpi í Dýrafirði sem er lát-
inn, og k.h. Áslaugar Sólbjartar Jóns-
dóttur húsfreyju.
Dætur Hólmfríðar frá því áður em
Guðrún Lilja, f. 25.5. 1979, húsmóðir
á Akranesi; Soffi'a Sólveig, f. 4.8.1989,
nemi.
Systkini Birgis: Hallvarður, f. 1946,
bifreiðastjóri hjá Landsvirkjun; Helga
María, f. 1952, stuðningsfulltrúi í
Reykjavílc
Foreldrar Birgis vom Sigurjón
Hallvarðsson, f. 16.7. 1905, d. 30.10.
1987, skrifstofustjóri lögreglustjóra-
embættísins, og k.h. Gerd Hallvarðs-
son, f. 13.8. 1913, d. 2.2. 1992, hús-
móðir.
ÆTT
Föðursystkini Birgis: Jónatan hæsta-
réttardómari, faðir Halldórs, fyrrv.
forstjóra Landsvirkjunar; Jón sýslu-
maður, faðir Bjarna Braga, fýrrv. að-
stoðarbankastjóra Seðlabankans;
Einvarður, starfsmannastjóri Lands-
bankans og Seðlabankans, faðir Hall-
varðs, fyrrv. ríkissaksóknara og Jó-
hanns, fyrrv. alþm.; Guðbjörg sem
lengi starfaði hjá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar og Ásdís. Hálfsystkin
Sigurjóns: Hulda Guðmundsdótt-
ir, húsmóðir í Reykjavík, og Kristján
Guðmundsson leigubílstjóri.
Föðurforeldrar Birgis vom Hall-
varður, b. í Skutulsey á Mýrum Ein-
varðsson og Sigríður Jónsdóttir.
Hallvarður var sonur Einvarðs, b. í
Skutulsey og Hítarnesi Einarssonar
og Halldóm Stefánsdóttur. Foreldrar
Einvarðs vom Einar Sigurðsson, b. í
Miðhúsum í Álftaneshreppi, og Vig-
dís Sigurðardóttir en foreldrar Hall-
dóm vom Stefán Hallbjömsson, b. í
Skutulsey, ogÞómýSnorradóttír. For-
eldrar Sigríðar vom Jón, b. á Skiphyl
Jónsson og Guðbjörg Þorkelsdóttír.
Foreldrar Jóns voru Jón Jónsson, b. í
Haukatungu, og Guðríður Benedikts-
dóttír, en foreldrar Guðbjargar vom
Þorkell Jónsson, b. í Einarsnesi í Borg-
arhreppi, og Guðríður Þorvaldsdóttir.
Móðursystkini Birgis: Leifúr Múll-
er, heildsali í Reykjavík, og Tony Múll-
er Guðjónsson, húsmóðir í Hafnar-
firði.
Móðurforeldrar Birgis vom L.H.
Múller, kaupmaður í Reykjavík og
stofnandi Skíðafélags Reykjavíkur,
og Marie Bertelsen. Þau vom bæði
norsk.