Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
Fókus DV
ÁSTIR LJÓSHÆRÐRAR STÚLKU
Kvikmyndasafn (slands sýnirtékknesku kvikmyndina Ástir Ijóshærðrar stúlku frá árinu 1965 í
Bæjarbíói (kvöld. Milos Forman er leikstjóri en viðfangsefnið, draumar og brostnar vonir, átti eftir
að fylgja Forman áfram, til dæmis í Amadeus. Myndin er sýnd á filmu og er með dönskum texta.
Sýningin hefst klukkan 20. Miðaverð er500 krónur.
„Tl DSBILLEDE
Brjóta upp
lensku
Gabríela Friðriksdóttir, Guðný
Rósa Ingimarsdóttir og svissneska
listakonan Emmanuelle Antille
opna samsýninguna Streymið í
sölum Listasafns Islands á föstu-
daginn. Sýningin er tilraun til að
brjóta upp þá algengu lensku að sýn-
endur á myndlistarsýningum séu
annaðhvort innlendir eða erlend-
ir, að því er segir í tilkynningu frá
safninu. Antille var meðal annars
fulltrúi heimalands síns á 50. Tví-
æringnum í Feneyjum, með mynd-
band sitt Angels Camp, frá 2001-
2003. Gabríeia var fulltrúi Islands á
Tvíæringnum í Feneyjum árið 2005,
sama ár og Guðný Rósa var einn
af fulltrúum Belgíu á sérsýningu í
Madríd, á hinni þekktu liststefnu
ARCO. Opnunin er klukkan
20 en þess má geta að Vigdís
Finnbogadóttir mun flytja ávarp.
Óþelló á Lókal
Sýningunni Óþelló, Desdem-
óna og Jagó, sem hefúr verið á
Litla sviði Borgarleikhússins að
undanförnu, hefur verið boðin
þátttaka á Lókal, alþjóðlegri leik-
listarhátíð sem fram fer í Reykja-
vík í byrjun mars. Verkið er eftir
Gunnar I. Gunnsteinsson, sem
sér einnig um leikstjórn, og bygg-
ist á Óþelló Shakespeares. Það
er sérstakt að því leytinu að í því
eru aðeins þrjú hlutverk og hefur
hvert þeirra sitt eigið tjáningar-
form: dans, táknmál og talað mál.
f hlutverki Óþellós er dansarinn
Brad Sykes, Desdemóna er leikin
af heyrnarlausu leikkonunni Elsu
G. Björnsdóttur og Hilmir Snær
Guðnason leikur Jagó.
Matarhátíð í
Norræna húsinu
Hin margumtalaða Food and Fun-
hátíð er ekkl eina hátíð þeirrar teg-
undar hér á landi þessa dagana. Ný
norræn matarhátíð er nú í fullum
gangi í Norræna húsinu þar sem
norrænir matreiðslumenn sýna list-
ir sínar og hyggjast sýna og sanna að
matargerðarlist í þessum heims-
hluta er fyllilega sambærileg við
fremstu matargerðarlist í heimin-
um. Hátíðin stendur til 24. febrúar.
FRÁ ÁTTUNDA ÁRATUGNUM
Það er lofsvert og löngu tímabært
framtak hjá Þjóðleilchúsinu að taka
eitt af leikritum Guðmundar Steins-
sonar til flumings. Á um fjörutíu
ára ferli samdi Guðmundur tuttugu
leikrit í fullri lengd, auk þriggja ein-
þáttunga. Aðeins ellefu stóru íeikrit-
anna voru sviðsett um hans daga;
hin eiu enn óleikin. Sólarferð, sem
okkur gefst nú kosmr á að kynnast að
nýju, var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu
árið 1976 og hlaut miklar vinsæld-
ir. Uppistaða leiksins er satíra um
ferðahætti fslendinga á þeim tíma,
drykkju, drabb og kúltúrleysi þeirra í
sóíarlandaferðunum sem þeir höfðu
þá uppgötvað sem undankomu-
leið úr skammdegisdrunganum og
lífsleiðanum. Ferðasiðir okkar hafa
vissulega breyst til muna ifá þess-
um ámm og að því leyti er verkið
barn síns tíma; íslendingar eru varla
almennt lengur svo heimóttarleg-
ir í útlöndunum sem þeir eru sýnd-
ir hér og ágætlega fylgt eftir í líflegri
sviðsemingu Benedikts Erlingsson-
ar. Benedikt þjappar leiknum fram
á forsviðið þar sem er hótelherbergi
aðalpersónanna, sem leikurinn fer
að stórum hluta fram í, en leyfir sér
einnig að breiða úr honum út í sal-
inn, eftir því sem textinn gefúr tilefni
til. Leikritið er í raun kammerleikur,
nýmr sín best í hæfilegri nánd milli
áhorfenda og leikenda, og sú leið
sem þeir Benedikt og leilcmynda-
teilmarinn Ragnar Kjartansson fara
virkar ekki illa. Trúlega hefði verkið
þó notið sín engu síður í minna rými,
til dæmis á Smíðaverkstæðinu sem
hentar einkar vel fyrir leiki af þessu
tagi.
Heildarsafn leilcrita Guðmundar
Steinssonar kom út fyrir fimm árum
í ritstjórn undirritaðs. Það var í ann-
að skipti sem mér var trúað fyrir því
skemmtilega, en vandasama verk-
efni að annast heildarútgáfu á verk-
um íslensks leikskálds; tíu árum
fyrr hafði ég verið í sams konar ljóð-
smóðurhlutverki með leikrit Jökuls
Jakobssonar í útgáfú sem böm hans
stóðu að. Það var auðfundið að áhugi
á verkum Jökuls jókst í kjölfarið, sem
meðal annars leiddi til þess að nokk-
ur verka hans vom endursýnd og
em þar minnisverðastar sýningar
L.R. á Dómínó og Sumrinu '37 - í
stjórnartíð Þórhildar Þorleifsdóttur
á þeim bæ. Ég get ekki neitað því að
við sem stóðum að því að gefa leik-
ritasafn Guðmundar út höfðum gert
okkur nokkrar vonir um að leikhúsin
myndu nú taka þeirri áskorun sem
sviðsetning þessara leikrita hlýtur að
vera. Fljótsagt er að þær rættust ekld
og það er fyrst nú, fimm ámm síðar,
að leilchúsið tekur smá fjörkipp. Ekk-
ert þeirra leikrita sem vom óleikin við
útkomu ritsafnsins (Fjölnir, Tvíleik-
ur, Þjóðlíf, Húsið, Sólarpakld, Katt-
hóll, Spegilmyndin og Hjartsláttur)
hefúr enn ratað á sviðið og víst hefði
Þjóðleikhúsið sýnt meiri djörfúng
og áræði, hefði það gefið einhverju
þessara verka tækifæri í stað þess að
taka gamlan „smell" eins og Sólar-
ferð. En leikritin hlaupa ekld frá okk-
ur - það er í hæsta máta tíminn sem
gerir það - og vonandi líður nú ekld
á löngu áður en leikhúsin sýna þann
manndóm að prófa eitthvert hinna
óleiícnu verka. Og þeim tilmælum
ætla ég ekkert síður að leyfa mér að
beina til hins nýja leikhússtjóra L.R.,
sem nú fær tækifæri til að sanna sig
á stærra sviði en því fyrir norðan; þó
að atvildn hafi hagað því svo að Þjóð-
leilchúsið varð öðrum fremur íeik-
hús Guðmundar em verkin sameig-
inlegur lefichúsarfur okkar allra og
L.R. ber vissulega skylda til að hlúa
að honum.
Leikrit Guðmundar em án nokk-
urs vafa mjög misgóð og sum eiga
ugglaust ekki eins mikið erindi upp
á sviðið nú og þegar þau voru ný-
skrifuð; leikrit em nú einu sinni bók-
menntir sem eldast misvel. Ef ein-
hverjum dytti í hug að spyrja mig
myndi ég ráðleggja ábyrgðarmönn-
um leiklistarinnar, leikhússtjómm
og leikstjómm, að gefa leikritum
eins og Húsinu, Spegilmyndinni og
Hjartslætti sérstakan gaum; jafn-
vel Þjóðlíf, sem er eitt af eldri verk-
um Guðmundar, gæti vel komið til
álita, þó að þar þyrfti verulega snjall-
an leikstjóra til - raunar gera öll verk
Guðmundar miklar kröfúr bæði til
leikenda og leikstjóra. Vitaskuld er
ekkert á móti því að taka aftur eitt-
hvert þeirra verka sem vom leildn,
til dæmis Stundarffið eða Lúkas; hitt
myndi bara vera meira spennandi.
Það væri áhætta, ég skal ekkert gera
lítið úr því - en hvað er listsköpun án
áhættu? Listin er alltaf áhætta, þó að
þar með sé ekki sagt að menn eigi að
ana áfram í blindni og stæra sig svo
af því að hafa að minnsta kosti verið
frumlegir og kaldir, þegar þeir sitja í
súpunni; við þurfum ætíð að vega og
meta stöðuna og gera upp við okk-
ur hvers virði áhættan er. Hvað leik-
rit Guðmundar Steinssonar varð-
ar hefur reynslan kennt okkur að
þau lágu í handritum alls ekki alltaf
Ijós fyrir jafnvel reyndu leikhúsfólld;
mér skilst þannig að Stundarfriður
hafi legið óleikinn í Þjóðleikhúsinu
í alllangan tíma áður en menn vog-
uðu sér til atlögu við hann - með
þeim árangri að sýningin varð einn
af stóm sigrunum, einn hinna raun-
verulegu áfanga, í okkar stuttu leik-
listarsögu.
Hvernig tekst svo til með Sólarferð
nú? Að sumu leyti vel, að öðm leyti
ekld eins vel. Leilcritið er ekki meðal
bestu verka skáldsins; það er eins og
vanti eitthvert burðarþol í bygging-
una, snerpu í framvinduna; snerpu
sem Guðmundur náði í Stundarffiði
og að ég ætía líka í Húsinu, þó að það
sé eldra en Sólarferð. Guðmundur
var alltaf maður listrænna tilrauna,
hætti aldrei að leita og á þessum tíma
var hann að prófa fyrir sér með því
sem mætti kannski nefna „dramat-
ík viðburðaleysisins" eða „dramatík
samskiptaleysisins". Meðal nútíma-
leikskálda er hann langt ffá þvi að
SÓLARFERÐ ★★★
eftir Guðmund Steinsson
LEIKSTJÓRI: Benedikt Erlingsson
LEIKMYND: Ragnar Kjartansson
&
LEIKHÚSDÓMUR
vera eitthvert einsdæmi um það, en í
hópi íslenskra skálda em ekki marg-
ir sem standa honum á sporði í því
efni og sú leið, sem hann fetaði, var
algjörlega hans eigin; þó hann lærði
vitaskuld af ýmsum meistumm nú-
tímaleikhússins var hann alltaf sjálf-
um sér líkur, sjálfum sér trúr.
í Sólarferð em tvö burðarhlut-
verk, hjónin Stefán og Nína; sam-
ferðafóík þeirra, Jón og Stella, kemur
einnig við sögu, en em mun veiga-
minni persónur, og enn minna fer
fyrir þriðja parinu, Elínu og Pétri.
Þetta fólk gegnir því hlutverki að vera
fulltrúar ákveðinna eiginda þjóðar-
innar, en jafnframt leitast skáldið við
að sýna hvernig hjónaband Stefáns
og Nínu er hægt og bítandi að leysast
upp. Á verkinu er einnig goðsöguleg,
táloiræn vídd; við höfúm fullt ffelsi til
að sjá sólarströndina sem tákn par-
adísardraumsins, hugmyndarinnar
um hið glataða líf í sælu sakleysis-
ins. Og - eins og vera ber - er hög-
gormurinn hér mættur til leiks. f Sól-
arferð birtist hann í mynd spánsks
þjóns sem skýtur hvað eftir annað
upp kolli á herbergi þeirra Stefáns
og Nínu og endar með því að for-
færa Nínu. Guðmundur hélt áffam
að vinna með þessi minni og þemu
í næstu verkum, bæði þau goðsögu-
legu og sálfræðilegu; þar em mörg
hjón sem bíða skipbrot, margar fjöl-
skyldur sem em að brotna niður - og
í Garðveislu sviðsetti hann Edensreit
sjálfan með þeim Adam og Evu og
tilheyrandi slekti.
Þegar Sólarferð var fmmsýnd
fannst sumum gagnrýnendum að
hinn sálffæðilegi þáttur leiksins og
satíran í honum loddu ekki almenni-
lega saman ff á hendi skáldsins; ynnu
jafnvel hvort gegn öðru, með því að
höfundur væri öðrum þræði að gera
gys að persónum sem hann ædað-
ist jafnframt að við hefðum samúð
með. Ég er ekki frá því að nokkuð sé
til í þessu og á sviði Þjóðleikhússins
nú náði sýningin í heild, þrátt fyrir
góða spretti, ekki því flugi sem mað-
ur hefði svo gjarnan viljað sjá. Eitt hið
besta í sýningunni er túlkun Ingvars
E. Sigurðssonar á Stefáni sem Ingv-
ar gerir að svoh'tið barnalegum, eig-
ingjörnum, en samt á einhvern hátt
geðþekkum íslenskum aula, manni
sem hefur kannski aldrei orðið al-
mennilega fullorðinn og er bros-
lega hjálparvana andspænis þeim
óþekkta veruleika sem hann mætir
þama. En því miður fær Ingvar afar
htinn mótíeik ffá Ólafi'u Hrönn Jóns-
dóttur í hlutverki Nínu. Ólafía Hrönn
situr sem leikari pikkföst í einhverju
fari sem hún bara spólar og spólar
í og enginn leikstjóri virðist geta -
eða vilja? - náð henni upp úr. Ólafía
Hrönn, sem við vitum öll að er einn
af hæfileilcaríkustu leikurum okkar
og var aldeilis óviðjafiianleg sem ung
leilckona, er nú orðið alltaf að leika
sömu kellinguna; spýtir út úr sér til-
svörunum á fyrirsjáanlegan hátt, er
með sömu stælana og stellingamar
í hlutverki eftir hlutverk. Afleiðingin
er sú að Nína verður einungis kómísk
týpa án þeirrar tragísku dýptar sem
Ingvar upplýkur í sinni persónutúlk-
un nánast eins og ekkert sé.
Af öðmm leikendum vöktu mesta
athygli þau Kjartan Guðjónsson í frá-
bærlega hallærislegu gervi Jóns, Edda
Amljótsdóttir sem kunnugleg íslensk
bredda (ég þori bara ekki að segja
hvaðan af ótta við að móðga lands-
byggðina) og Þröstur Leó sem hinn
klassíski drabbari á sólarströndinni.
Það virkaði hins vegar ekki eins vel
að gera hann að fararstjóra í hópferð
í einu af milliatriðum sýningarinnar
sem er sótt í annað verk Guðmundar,
Sólarpakka, aðra tilraim hans með
sama efíiivið. En sá sem tvímælalaust
kom mest á óvart var Kólumbíumað-
urinn Juan Camilo Roman Estrada
sem í hlutverki þjónsins/freistarans
lagði salinn bókstaflega að fótum sér
með tvíræðum og eggjandi sjarma
og ýmsum fleiri blæbrigðum, því að
þetta var listilega vel unnin persónu-
lýsing hjá leikaranum, svo langt sem
JÍún gat náð. Leikur þeirra Ingvars
verður það sem best festist í minni
manns úr þessari sýningu. Juan
Camilo er raunar fleira til lista lagt en
koma fram á sviði því að hann skrif-
ar ágæta hugleiðingu í leilcskrána,
þar sem hann bendir einmitt á það
hversu mikilvæg Nína er í verkinu -
og þá um leið óbeint á það, hversu
lítið verður úr Sólarferð ef hún er
ekki raunverulega með í för.
Jón Viðar Jónsson