Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2008, Side 29
DV Fólkið
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 29
NÝ ÞÁTTARÖÐ AF SÖNNUM ÍSLENSKJJ^SAKAMÁLUM
FLEIRISONN
ISLENSK SAKAMAL
ars erum
•J: Jil i? I »J I >Jil
„This is my life verður flutt í úrslimnum um helgina,"
segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem hefur samið enska út-
gáfu af laginu Fullkomið líf eftir Örlyg Smára. „Ég þekki
Ógga vel en hann vann með mér að nýju plötunni minni.
Ég spurði hann hvort ég mætti spreyta mig á ensku út-
gáfúnni og hún small bara svona líka," segir Palli en það
eru Friðrik Ómar og Regína Ósk sem syngja lagið.
„Við höfum lent í því að kjósa lag á íslensku áfram í
keppnina og ekki líkað svo enska útgáfan. Örlygur vildi
bara vera heiðarlegur og leyfa fólki að heyra hvernig lag-
ið mun hljóma á sviðinu í Belgrad," segir Palli en búið er
að útsetja lagið upp á nýtt. „Við pumpuðum þetta upp,
gerðum þetta klúbbavænna og tókum út helstu klisjurn-
ar.“
Að mati Palla hefur forkeppnin aldrei verið jafn-
spennandi og núna. „Ég man ekki eftír jafnspenn-
andi keppni og nú. Yfirleitt veit maður nokkurn veg-
inn hvaða lag fer áfram," en Palli segir aðalkeppnina
standa nú á milli Eurobandsins og Mercedes Club. „Ef
ég reyni að vera hludaus held ég hreinlega að þetta sé
50/50 keppni milli þessara tveggja aðila. Það sem mun
skera úr um hvor vinnur er frammistaðan í úrslitunum
og því ábyrgðin algjörlega á herðum flytjendanna."
Palli er þekktur fyrir Eurovision-partí sín en
hann verður með eitt slíkt á NASA á laugardaginn.
„Eins og vanalega er ég með sérstaka gestí og að
þessu sinni koma einmitt fram Eurobandið,
Mercedes Club auk Haffa Haff. Síðan tek ég
mína helstu slagara," segir Palli að lokum.
asgeir@idv.is
SINU
Hljómsveitin Ný dönsk spilar á
Isafirði í fyrsta skiptí í 10 ár þegar
sveitin heldur tónleika í Edinborg-
arhúsinu 15. mars. Tónleikarnir eru
partur af afmælistónleikaröð sveit-
arinnar sem fagnaði 20 ára afmæli
sínu á síðasta ári. í tilefni af því gaf
sveitin einnig út afmælisplötu sem
innihélt alla hennar helstu slagara
auk tveggja nýrra laga. Söngvar-
inn Daníel Ágúst gekk nýverið aftur
tiOl liðs við hljómsveitina eftir 12
ára fjarveru og fá því fsfirðingar Ný
danska í öllu sínu veldi. Aðeins eru
300 miðar í boði á tónelikana en for-
sala miða er hafin á midi.is.
BESTANÝJA
HLJOMSVEITIN
Breska rokktímaritið Pure
Rawk stóð fyrir veglegri verð-
launahátíð um helgina þar sem
ungir og efnilegir rokkarar voru
verðlaunaðir í hinum ýmsu
flokkum. Tímaritið gefur sig út
fyrir að vera tímarit sem fjallar
um rokksveitir sem sigla á móti
straumnum. íslenska rokksveit-
in Sign hlaut verðlaun á hátíð-
inni sem besta nýja hljómsveit-
in. Sign-meðlimirvoruþó ekki
viðstaddir hátfðina og eiga því
von á verðlaunagrip í póstinum
á næstu dögum. Þess má geta
að sveitin var einnig tílnefnd í
flokknum um bestu tónleika-
ferðina en eins og kunnugt er
túraði Sign með goðsagna-
kenndu glamrokksveitinni Skid
Row á síðasta ári.
í pípunum er að gera nýja þáttaröð af Sönnum íslensk-
k um sakamálum. Fyrri þáttaraðir voru á dagskrá RÚV
■l árið 2001 og 2002. Viðar Garðarsson hjá kvikmynda-
m fyrirtækinu Spark segir samninga nú í fullum
jL gangi og ef allt fer vel má búast við nýrri þáttaröð
S, snemma2009.
„Hún er ekki alveg kom-
in í gang, við erum enn í
samningsfasa, en það er
mjög mikill áhugi," seg-
ir Viðar Garðarsson, fram-
leiðslustjóri hjá Spark, um
nýja þáttaröð af hinum geysi-
vinsælu þáttum um sönn ís-
lensk sakamál. Gerðar hafa verið
tvær þáttaraðir af þáttunum áður,
en um er að ræða heimildarþættí,
þar sem svæsnustu sakamál ís-
landssögunnar eru reifuð. Upp-
haflega voru þættimir á dagskrá
árin 2001 og 2002, en nú sex árum
seinna stendur tíl að gera framhald
og er Viðar afar bjartsýnn. „Þetta
voru mjög vinsælir þættír á sínum
tíma, með 40% áhorf og unnu Eddu-
verðaun. Svo ég er frekar bjartsýnn á að
samningar náist," en um þessar mundir
er verið að semja við sjónvarpsstöðvar um
kaup á þættinum og hefur enn ekkert ver-
ið neglt fast. „Við buðum RÚV þetta
fyrst, enda áttum við langt og
gott samstarf við þá. Ann-
við opn-
fyrir hvaða
sjónvarps-
stöð sem
er." Ekki hafa smáatriði nýju þáttaraðarinnar verið rædd í
þaula, en Viðar segir að ákveðið hafi verið að semja ekki við
neinn, fyrr en komið verði á hreint hvar þættirnir verða sýnd-
ir. „Við viljum fá fólk sem var með okkur í fyrri seríunum, en
líka nýtt fólk sem við höfum áhuga á að fá inn. Það er svolít-
ið ein af þeim spurningum sem ekki hefur verið fullsvarað,"
segir Viðar, en ekki hefur verið gefið upp hvort
Sigursteinn Másson verði kynnir
eins og í fyrri þáttaröðunum
tveim. Ef samningar nást
innan mánaðar má búast
við því að þættimir fari í
framleiðslu strax og verði
sýndir í janúar eða febrú-
ar árið 2009. Meðal þeirra
mála sem voru tíl umfjöll-
unar í fyrri þáttaröðum má
nefna stóra fíkniefnamálið,
vatnsberann, stóragerðis-
málið, sólbaðsstofunauðgar-
ann og fleiri því um lík. Ljóst
er að í sakamálasögu íslands
er af nógu að taka, sérstaklega í
ljósi þess að akurinn hefur verið
óplægður undanfarin sex ár. „Við
erum þegar komin með 14-15 mál
á blað sem eru skoðuð fyrir tíu
þættí," segir Viðar að lok-
um.
dori@dv.is
„Við erum þegar
kominmeð 14-15
máláblað sem
eru skoðuð fyrir
tíuþætti
IIÐ ENSKA ÚTGÁFU AF LAGINU
SIGURSTEINN MÁSSON Ekkierljóst
hvort Sigursteinn verði kynnir í næstu seríu,
en liann þótti standa sig vel i fyrstu tveimur.
♦
"V
r