Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Helgarblað DV „Þarna hefur verið sett saman kennsluefni fyr- ir íslendinga sem hent- ar fólki sem vill vinna á fjölmiðlum eins og þeir eru núna, á 21. öldinni Skrifaðu eins og fóik, ekki eins og fræðimenn. Settu sem víðast punkt og stóran staf. Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann. Forðastu klisjur, þær voru sniðugar bara einu sinni. Keyrðu á sértæku sagnorði og notaðu sértækt frumlag. Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta. Sparaðu lýsingarorð, atviksorð, þolmynd og viðtengingarhátt. Hafðu innganginn skýran og sértækan Hringja daglega í fasta heimildamenn til að afla hugmynda. Vera á morgunfundi með þrjú mál og skrifblokk. Vera með málin klár á fundinum: Fólk, fókus og fyrirsögn. Hugsa í burðarfréttum. Mistök fara undir strik. Eða í eindálka. Breyta fólki, fókusi og fyrirsögn eftir því sem efni vinnst. Vera í samráði við fréttastjóra, efnisstjóra, vaktstjóra. Panta sértækar myndir áður en farið er að skrifa texta. Byrja á fókus og fyrirsögn, skrifa síðan textann. Vera búinn að afgreiða sín mál fyrir kvöldmat. Nota segulbandstæki í öllum viðkvæmum samtölum. Fyrsta íslenska kennslubókin í blaöa- mennsku er komin út. Jónas Kristjánsson. ritstjóri og höfundur bókarinnar, segir texta- smíð blaðamanna alvar- lega ábótavant og áhuga- leysi á islenskri tungu landlægt. Hann brýnir fyrir blaðamönnum að skrifa einfaldan texta enda hlutverk þeirra að miðla upplýsingum til almennings. Bókin er öllum aðgengileg á netinu. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann. Hollusta hennar er við borgarana. Eðli hennar er leit að staðfestingum. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um. Hún er óháður vaktari valdsins. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi. Hún er víðtæk og i réttum hlutföllum. Hún má beita eigin samvisku. Úr Kennslubók í blaðamennsku eftir Jónas Kristjánsson. „íháskólum er fólki kennt að skrifa ritgerðastíl sem er ákaflega stirður, margorður og leiðinlegur „Það er mikil flta á íslenskum texta en texti þarf að vera magur og hlaupa- legur. Það þarf að skera fituna af," segir jónas Kristjánsson ritstjóri um stíl íslenskra blaðamanna. Að mati Jónasar er lélegur stíll það sem helst greinir hérlenda blaðamennsku frá erlendri. Jónas gaf í vilcunni út fyrstu íslensku kennslubókina í blaða- mennsku og er hún nú aðgengileg öllum á vefnum hans, Jonas.is. Of háfleygir blaðamenn Jónas segist þar sækja hart að hefðbundnum skoðunum um hvem- ig textastíll eigi að vera. „f háskólum er fólki kennt að skrifa ritgerðastíl sem er ákaflega stirður, margorður og leiðinlegur," segir hann. Fyrsta regla Jónasar um textagerð er: „Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn." Mikilvægasta hlutverk blaðamanna er að koma boðum til almennings og því alvarlegt ef þeir em of háfleygir. Síðustu tvö ár hefur Jónas kennt námskeið í blaðamennsku við sí- menntardeild Háskólans í Reykja- vík. Hann samdi námsefnið jafn- óðum og hefur nú gefið út efni 220 fyrirlestra í vefbók. Jónas hef- ur starfað við blaðamennsku í á fimmta áratug. Hann varð ritstjóri Vísis árið 1966, stofnaði síðan Dag- blaðið og ritstýrði síðar DV þegar fyrrnefndu blöðin voru sameinuð. Jónas ritstýrði einnig Fréttablaðinu í árdaga þess 2002. Menntafólk byrjar í mínus Jónas segir áhugaleysi blaða- manna á íslenskri tungu land- læga og telur það meðal annars koma til vegna þess að hér sé ekki kennd blaðamennska. í öðrum löndum sé mikill metnaður lagð- ur í að kenna upprennandi blaða- mönnum textastíl, rannsóknir og nýmiðlun. Fyrir örfáum ámm var byrjað að kenna blaða- og frétta- mennsku á framhaldsstigi við Há- skóla íslands. „Fréttastjórar og rit- stjórar hafa kvartað yfir fólld sem kemur úr þessu námi, að það hafi ekki staðið undir væntingum. Ég held að þetta hafi því mislukkast. Mér hefur verið sagt að venjulegt fólk í blaðamennsku byrjaði á núlli. Þetta fólk byrjaði hins vegar í mínus, það þyrfti að umpóla því fyrst," seg- ir Jónas en bendir þó á að einstakl- ingsmunur sé á þessum nemendum sem öðrum. Hann vill einnig leiðrétta þann missldlning að fjölmiðlafræði eigi eitthvað skylt við blaðamennsku. Fjölmiðlafræðin er grein innan félagsvísinda og gagnast þeim sem hyggja á fræðistörf en síður sem veganesti blaðamanns. Vefmiðlar eru framtíðin Jónas ákvað að gefa kennslubók- ina út á vefnum af ýmsum ástæð- um. Varla finnast lengur uppslátt- arrit í pappírsformi og flestir nýta sér rafrænar orðabækur og síma- skrár. Erlendar kennslubækur eru í sívaxandi mæli gefnar út á net- inu og Jónasi fannst því upplagt að gera slíkt hið sama. Auðveldara er að uppfæra vefbækur auk þess sem selja þurfi mikið magn tii að eiga upp í prentkostnað. „Þarna hefur verið sett saman kennsluefni fýrir íslendinga sem hentar fóiki sem vill vinna á fjöl- miðlum eins og þeir eru núna, á 21. öldinni," segir hann. Umhverfi fjöl- miðla hefur breyst ört á undanförn- um árum og bæði pappírs- og ljós- vakamiðlar á undanhaldi að mati Jónasar. Vefmiðlar eru framtíðin og kennslubókin í takt við það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.