Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 45
DV Sport FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 45 hlekkur í Snæfellsliðinu. minnst út úr húsi þessa dagana. Það er samt eðlilegt enda kominn tími á að við vinnum eitthvað. Við höfum verið með gott lið í mörg ár án þess að vinna titil og nú er tíminn kominn. Það væri mjög sterkt fyrir okkur að vinna bikarinn því við getum tekið það með okkur inn í deildina og úrslita- keppnina. Þetta blóðbragð og tiliinn- ingin í að vinna titil er nokkuð sem getur hjálpað okkur mikið og gæti ver- ið það sem hefur upp á vantað hingað til. Þetta er samt leikur Fjölnis því það er ekki líklegt að þeir haldi sér í deild- inni og því gæti bikarsigur sldpt sköp- um fyrir þá upp á tímabil og við þurf- um að passa okkur á því. Ég fagna því samt að við séum sigurstranglegri aðil- inn. Síðast þegar ég fór í úrslit var búist við að við myndum tapa og það rætt- ist. Ef maður er sigurstranglegri aðil- innþýðir það að þú ert betra liðið. Þá er leikurinn í þín- um höndum og ég vil frekar hafa það þannig," segir Hlynur Bæringsson. Bikaúrslitaleikur kvenna Igor Beljanski er þjálfari kvennaliðs Grindavíkur og leikur samhliða með karlaliðinu. Hann hlakkar til að koma í Höllina en þetta er fyrsta reynsla hans af bikarúrslitaleik. „Eg er ungur þjálfari og þetta er fyrsta reynsla mín af því að þjálfa lið í meistaraiflokki. Ég reyni að nýta mér reynslu mína frá þeim þjálf- urum sem ég hef haft í gegnum tíðina og að mínu mati stend ég mig vel. Ég hef undirbúið mig vel undir þennan leik en ég reyni að halda því fyrir mig í bili því við eigum erfiðan leik í kvöld," segir Beljanski en þegar viðtalið var tekið átti Grindavík leik um kvöldið gegn Keflavík. Sá leikur endaði með sigri Keflavíkur, 106-101, eftir fram- lengdan leik. „Vonandi verður liðið mitt tilbú- ið á sunnudaginn eftir þennan erfiða leik á móti Keflavík. Það er alltaf and- lega krefjandi að spila tvo stórleiki í röð en við verðum meðvituð um það. Eftir leikinn á móti Keflavík í bikarnum spiluðum við illa í næsta leik gegn KR. Við verðum að læra af því og vera til- búin gegn Haukum á sunnudag. Finn ekki fyrir pressu Sjálfur hef ég ekki spilað í úrslitaleik bikarsins. Ég spilaði í úrslitum íslands- mótsins í fyrra þannig að ég þekki það að spila til úrslita," segir Igor sem spil- aði með Njarðvík í fyrra gegn KR í úr- slitum íslandsmótsins. „Bikarinn er allt öðruvísi, einn leik- ur og allt getur gerst. Við þekkjum Hauka vel, þær eru ungar, hæfileika- ríkar og stórar. 1 þeim þremur leikjum sem við höfum leikið við þær höfúm við unnið tvo en tapað einum. Því býst ég við jöfnum leik. Við þurfum á okkar allra besta að halda til að vinna. Hann er sáttur við leik liðs síns. „Leikur okkar er alltaf að verða betri. í mínu liði er góð blanda yngri og eldri leikmanna. Liðið er að bæta sig í vörn- inni sem er afar mikilvægt fyrir lið sem ætlar að ná árangri og ég er ánægður með ffamganginn. Fyrir leikinn telja margir Grindavík sigurstranglegri enda liðið í öðru sæti í deildinni en Haukar í fjórða sæti. „Ég finn ekki fyrir pressu þótt ég viti af því að fólk búist frekar við sigri okkar. Mitt hlutverk er að tala við leikmennina og segja þeim að spila sinn leik. Við megum ekki vera taugaveikluð og það skiptir engu hvað fjölmiðlar segja, við verðum bara að leika okkar leik." Honum Kkar lífið vel í Grindavík. „Ég hélt að Grindavík væri stærri bær en það er ótúlegt hve stór körfubolti er í bæjarfélaginu. Ég er mjög ánægð- ur með það því fólkið fylgist með af at- hygli og heilsar manni úti á götu. Það er ákskorun fyrir mig að þjálfa kvennalið. Ég tel að það sé alltaf erfið- ara að þjálfa konur. Þær eru kröfuharð- ari og þú þarft að finna rétta aðferð til þess að nálgast þær í þjálfúninni. En það gengur vel og við náum vel sam- an. Þetta er liðsíþrótt og okkur gengur vel að ná upp liðsanda saman. Von- andi náum við að sýna það í bikarúr- slitunum. Við höfum yfirleitt náð að sýna okkar besta í bikarkeppninni og að sjálfsögðu ædum við okkur sigur úr leiknum við Hauka." Jovana Lilja Stefánsdóttir fyrirliði Grindavíkur segir tilhlökkun í hópn- um fyrir bikarúrslitaleikmn. „Það er mjög góð stemning í hópnum og auð- vitað er spenningur fyrir því að mæta í Höllina. Við erum með þó nokkra leikmenn sem hafa spilað bikarúr- slitaleik og einnig eru margir leik- menn vanir því að spila úrslita- leiki í yngri flokkunum. Við byrjuðum tímabilið ekki al- veg nógu vel og það tók nokkum tíma að ná nýju Könunum inn í leik okkar. Ég hef fulla trú á mmmm :i-T .'.phkh| Hlynur Bæringsson þarf !4) að leiða Snæfell til sigurs. Hefur tapað tvisvar Báðurvillsigurísínum þriðja bikarúrslitaleik. EKki gleyma Sigga Sigurður Þorvaldsson er mikilvægur Yngvi Gunnlaugsson Þarf að halda bikarnum í : Hafnarfirðinum. því að okkur takist að sigra og ef við náum upp góðri vöm getum við staðið okkur vel. Við hugsum ekkert um það þótt aðrir telji okkur sigurstranglegri. Allt slíkt tal ícemur frá fjölmiðlum og við ætlum bara að einbeita okkur að okkar leik." Undirbúningurinn hefðbundinn „Það er svaka tilhlökkun hjá okk- ur, ekki spurning," sagði Yngvi Gunn- laugsson, þjálfari Hauka, um hvernig honum lýst á stóra daginn. „Það var svolítið óþægilegt að eiga leik á mið- vikudag við Val því við hefðum viljað byrja undirbúning okkar á mánudag- inn. En svona er mótafyrirkomulagið og það verður að hafa sinn gang. Við hóftim undirbúning um leið og leikur- inn við Val kláraðist og við einblínum bara á sunnudaginn." Aðspurður hvernig hann ætli að haga undirbúningi liðsins fyrir leik- inn stóra, hvort hann ætli að fara með sitt lið út úr bænum sagðist Yngvi ekki ætla að gera það enda flestar í liðinu sem búa enn í foreldrahúsum og því sé allt til alls á Hótel mömmu. „Þetta verður bara hefðbundið hjá okkur. Stelpumar borða vel heima hjá sér og ég hef ekki áhyggjur af því hvenær þær fara í rúmið eða borði ekki hollt. Við reyndum frekar að nýta laugardaginn og kannski sunnudagsmorgun til að ná endanlegri samþjöppun í hópinn." Leið Hauka í úrslitaleikinn hefur verið sannfærandi en allir leikir liðs- ins fóru fram á Ásvöllum. „I sannleika sagt fórum við auðveldu leiðina mið- að við stöðu bæði Hamars og Fjölnis. Fyrirff am var búist við að við myndum klára þau lið sem við og gerðum og það má kannsld segja að leikjaprógramm- ið okkar hafi ekki verið eins þétt og hjá Grindavík. Að sama skapi má segja að bæði lið hafi notið góðs af því að hafa fengið heimaleiki í gegnum bikarinn. Það endurspeglar hvað það er mikil- vægt að fá heimaleikinn, sérstaklega fyrir Grindavík sem vinnur Keflavík og KR." Fyrir tímabilið missti Haukaliðið tvo máttarstólpa liðsins. Helena Sverr- isdóttir, besta körfuboltadrottning Is- lands, fór til Bandaríkjanna í nám og bk Páfina Guðlaugsdóttir skipti yfir í Keflavík. Að auki hætti Ágúst Björgvinsson sem þjálfari eft- ir farsælt starf og Yngvi tók við. Það er því mjög sterkt að liðið sé komið alla leið í bikarúrslit hvað sem raular og tautar. „Ég held að fyrirfram hafi spáin í byrjun vetrar verið óraunhæf. Haukar voru svo- lítið óskrifað blað og það var ekki hægt að dæma liðið af fyrstu tveimur leikjunum á tíma- bilinu við Keflavík, í Meistarar meist- aranna og Powerade- bikamum. Við erum með gott lið og góðan en ungan hóp eins og Grindvíkingar. En á móti kemur að þær stelpur sem hafa spilað flestar mínútur hjá þeim eru reynslumeiri en mínar stelpur. Á móti kemur að í báðum fiðum eru leikmenn sem hafa verið fslandsmeistarar í yngri flokkum þótt það kannski telji ekki á sunnudag. En það segir að þarna eru leikmenn sem hafa farið í stóru leik- ina. Þó þeir hafi ekki verið jafristórir og á sunnudag." Vita hvað þarf til Margir af leikmönnum Hauka þekkja sigurtilfinninguna vel og voru hluti af liðinu í fyrra sem unnu fimm titía af fimm mögulegum. „Við erum svo heppnar að Kristrún, fyrirfiði okk- ar, var máttarstólpi í liðinu sem kom Haukum upp árið 2005 og hún hefur verið í baráttunni undanfarin ár. Hún ásamt fleirum leikmönnum vita alveg hverju þær eiga von á og út í hvað þær eru að fara." Haukar léku við Valskonur á mið- vikudagskvöldið og töpuðu með 6 stígum, 61-67. „Ég hef brýnt það fyr- ir mínum leikmönnum að einbeita sér að einum leik í einu. Þessir leikir á miðvikudag koma niður á báðum lið- um, Grindavík er að beijast við Kefla- vík um toppsætíð og ég held að leik- imir koma út á jöfnu." Þó svo að Yngvi hafi ekki verið farinn að undirbúa sitt fið fyrir átökinásunnudag viðurkennir hann þó að hann sjálfur sé fyrir löngu farinn að undirbúa sig. „Það er ekki nýlunda að fara að spila við Grindavík. Við höfum spilað við þær þrisvar sinnum í vetur. Tapað tvisvar en unnið einu sinni í Grindavík. Þó svo að við höfum ekki spilað okkar besta leik á mótí þeim þekkjumvið lið- ið mjög vel. Ég þekki liðið vel og þótt ég sé ekki farinn að undirbúa liðið er ég löngu farinn að undirbúa mig sjálf- ur. Ég sá fyrri hálfleildnn hjá Grindavík á mótí Val og þar voru þær mjög slakar. Einn slakastí hálfleikur sem ég hef séð fiðið spila en svo er maður með þetta ávídeói." I bikarúrslitaleik dúkkar oft upp óvænta hetjan, þessi ás sem þjálfarinn hefur geymt í erminni. Yngvi segir að það sé tíl hjarta, spaði, tígull og jafn- vel laufaás í Haukafiðinu. „Ég á fullt af stelpum sem geta allt eins sprungið út í þessum leik. Verður maður ekki svo- fitíð að treysta á þetta óvænta," sagði Yngvi Gunnlaugs- son, þjálf- ari Hauka, bjartsýnn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.