Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Fermingar DV ÞÓRHALU HEIMISSYNI, PRESTI (HAFNARFJARÐARKIRKJU, FINNST ÁKVEÐINN TVfSKINNUNGUR VERA TIL STAÐAR HJÁ ÞEIM SEM TALA HÆST UM AÐ KRAKKAR FERMIST EINGÖNGU VEGNA GJAFANNA. „Ég er búinn að vera í þessu ansi lengi og á hverju ári byrjar þessi um- ræða. Mér finnst það dálítið fyndið að það fólk sem talar yfirleitt hæst um þetta er fólk sem er á miðjum aldri og heldur sjálft stórar fertugs- og fimm- tugsafmælisveislur. Því finnst það ekkert mál og gerir það vitanlega ekki til að fá gjafir heldur til þess að sam- fagna með vinum og ættingjum. Svo þegar á að fara að halda upp á bömin er talað um að það hljóti að vera eitt- hvað að því þau meini ekki það sem þau segja," segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarijarðarkirkju, þeg- ar blaðamaður ber undir hann hina eilífu umræðu um hvort meirihluti fermingarbarna fermist ekki íyrst og ffemst vegna gjafanna. Fengju að finna fyrir því „Mér finnst börnin taka af fullum þunga þátt í öllu og vera mjög alvar- leg þegar þau mæta í fermingarundir- búninginn," segir Þórhallur. „Á ferm- ingardaginn er ekki til skipulagðara fólk en fermingarbörnin. Þau vita al- veg hvað þau vilja. Og að sjáifsögðu fagna þau, njóta veislunnar með sínu fólki og gleðjast yfir gjöfunum. Mér finnst þetta ékki vera eitthvað sem er andstæða. Alveg eins og ef þú átt fimmtugs- eða sextugsafmæli býð- urðu vinum og ættingjum til veislu og þiggur það sem þeir gefa þér. Auðvitað er alltaf einhver sem gerir þetta bara fyrir gjafirnar en langstærsti hlutinn er virkilega að meina það sem hann er að gera. Krakkarnir taka líka þátt í alls kon- ar starfi yfir veturinn, til dæmis æskulýðsstarfi, og væru örugglega löngu búnir að láta annaðhvort okkur prestana eða þau sem sjá um æskulýðstarfið finna fyrir því ef þeir væru þarna bara til að þéna pen- inga. Þetta eru nefnilega börn sem yfirleitt liggja ekki á skoðunum sín- um.“ öfgarnar hafa minnkað Þórhallur segir að veisla sé ekki sama og veisla. „Maður les oft um ýmsar öfgar sem mér finnst þó til allrar hamingju hafa minnkað mjög mikið. Mér heyrist það líka færast í vöxt að vera kannski bara með litla veislu og fara þá jafn- vel frekar í ferðalag, bjóða krökk- unum út, í málaskóla eða eitthvað annað svoleiðis. Mér finnst þetta fara saman og ef þetta er hógvært og vitlegt á báða bóga tel ég þetta ekki vera andstæðu heldur uppfylla hvort annað." Aðspurður hvort hann ræði við börnin um það viðhorf að fermast eingöngu vegna gjafanna kveðst Þórhallur vissulega gera það. „Og bæði við börnin sjálf en líka for- eldrana. Við erum með stóran for- eldrafund strax þegar börnin skrá sig og svo aftur seinna og ég veit að fleiri prestar gera þetta. Þeir fundir snúa að sjálfri fermingunni og þar tökum við mikið á þessu og reynum að stilla hlutunum upp þannig að þetta sé skemmtilegt og minning- arvert, en ekki óhóflegt. Mér finnst foreldrar einmitt taka mjög undir það. Það hefur kannski orðið breyt- ing á þessu því á tímabili var þetta orðið hálföfgakennt vegna þess að það var hreinlega samkeppni á milli foreldranna miklu frekar en barn- anna. Foreldrarnir fóru til dæmis að keppast um það hver væri með flottustu veisluna eins og fslend- ingar vilja stundum vera. Þetta hef- ur þó eiginlega horfið síðustu ár, allavega minnkað mjög mikið." Þórhallur, sem er prestssonur, man ekki betur en að hann hafi fermst vegna trúar sinnar á Guð og vilja til að staðfesta skírn sína. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að trúa á Guð, enda má segja að ég sé fæddur og uppalinn í þessum bis- ness," segir Þórhallur og hlær. „Aft- ur á móti var ég oft á móti kirkjunni sem slíkri á mínum sokkabandsár- um og fannst hún ekki standa sig. En ég hafði líka mjög gaman af veislunni þegar ég fermdist og öllu því sem henni fýlgdi." kristjanh@dv.is Séra Þórhallur Heimisson „Mérfinnst það dálltið fyndið að það fólk sem talar yfirleitt hæst um þetta er fólk sem er á miðjum aldri og heldur sjálft stórar fertugs- og fimmtugsafmælisveislur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.