Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008
Umræða DV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöiö-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og (gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaösins eru hljóðrituð.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040.
SANDKORN
■ Arna Schram, formað-
ur Blaðamannafélags fs-
lands, er snjall bloggari sem
sér skemmtilega vinkla. Hún
fjallar um þá áráttu fjölmiðla
að taka viðtöl við Jón Baldvin
Hannibalsson, íyrrverandi
ráðherra, í
hvert sinn
sem hann
kemur í
heimsókn til
íslands frá
Spáni. f því
samhengi
bendir hún á
fréttamann-
inn fyrrverandi Árna Snævar
sem starfar erlendis en dúkkar
reglulega upp og þá gjarnan
í fjölmiðlum. „Ég var að leita
að Árna og númerinu hans
um daginn og sendi smáskila-
boð til eins fjölskyldumeðlims.
Sá skrifaði til baka: „Árni er á
landinu, kveiktu á einhverj-
um ljósvakanum og þú finnur
hann örugglega!""
■ Annar ekki síður snjall
bloggari er Össur Skarphéð-
insson iðnaðarráðherra sem
leyfir sér það sem honum dett-
ur í hug hverju sinni. Pistill
hans um Gísla Martein Bald-
ursson vakti þjóðarathygli en
þar hraunaði ráðherrann af
grimmd yfir borgarfulltrúann.
Pistillinn kom inn á bloggið
aðfaranótt miðvikudags og fór
strax í hámæli. Á miðvikudags-
morgun birtist svo nýr pistill
um það yndi sem hlytist af
Food & Fun. Nánast einsdæmi
er að ráðherrann bloggi svo títt
og má víst telja að hann hafi
haft veruleg óþægindi af pistl-
inum um Gísla.
■ Brotthvarf Baldurs Guðna-
sonar af forstjórastóli Eim-
skips kemur ekki á óvart. Stóll
hans hefur verið heitur undan-
farið og vinsældir forstjórans
innan fyrirtækis takmarkaðar.
Baldur var hluti af þeim þotu-
förmum sem fóru í lúxusferð á
vegum Landsbankans til Míl-
anó í fyrra-
sumar. Þar
var einnig
Sigurjón
Árnason,
bankastjóri
Landsbank-
ans, sem er
systurfyrir-
tæki Eim-
skips. Athygli vakti að þeim
félögum lenti harkalega saman
í ferðinni og þótti það vísbend-
ing um hugsanlegt brotthvarf
Baldurs.
■ Þorstcinn Már Baldvins-
son, forstjóri Samherja, kom
svo sannarlega með lúðra-
þyt í stól stjórnarformanns
Glitnis. Bankinn hefur orð á
sér fyrir örlæti við stjórnend-
ur og að horfa ekki í útgjöldin.
En nú er orðin breyting þar á
því nýi stjórnarformaðurinn
lét það verða sitt fýrsta verk
að skera niður sín eigin laun
sem stjórnarformanns um nær
helming úr rúmri milljón í 550
þúsund á mánuði. Laun ann-
arra stjórnarmanna voru einn-
ig skorin mjög niður. Þorsteinn
Már er greinilega kominn til
þess að gæta aðhalds.
[l] Borgarstjóri afturhalds
JÓNTRAUSTIREYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR. „Afturluililsstcfnan sem Ólafurframfylgir... erslórskaðlegfyrirfjárhag og lífsgœði komandi kynslóða."
Fólk í borginni og þjóðfélagið í heild sinni
tapar peningum á mínútu hverri vegna
uppbyggingar borgarinnar. Hún er of
dreifð til þess að þar geti þrifist boðlegar
almenningssamgöngur. Þéttleiki byggðarinnar
er svipaður í Fellahverfí og í miðborginni.
Borgin er án kjama. Þetta vita verslunarmenn
við Laugaveg, sem grátbiðja borgaryfirvöld um
að miðbærinn fái að þróast með þéttari byggð.
Borgin vex í afmyndun vegna inngripa manna
eins og Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra.
Það eru menn eins og hann sem ríghalda í
sérhagsmuni og tilfinningar, þvert gegn hinum
veigamiklu sameiginlegu hagsmunum sem
kalla á þéttingu byggðar. Afturhaldsstefnan sem
Ólafúr framfylgir, án til þess bærs lýðræðislegs
stuðnings, er stórskaðleg fyrir fjárhag og Iífs-
gæði komandi kynslóða. Hann leiðir okkur á
villigötur, flest nauðug, með því að drepa upp-
byggingu miðborgarinnar.
Það kostar tugmilljarða að halda flugvellinum
í Vatnsmýri. Engin knýjandi þörf er fyrir
hann að vera þar frekar en annars staðar í
nágrenni borgarinnar. Vatnsmýrin er bjargræði
borgarinnar, síðasta hálmstráið. Þar getur
staðið háreist hverfi með blöndu atvinnu-
og íbúðahúsnæðis, þannig að fjöldi fólks
geti búið og starfað á sama stað. Ekki skortir
eftirspurnina eftir því að búa í miðborginni. Verð
á gömlum íbúðum miðsvæðis er mun hærra en
á nýbyggingunum í úthverfúnum. Ástæðan er
einföld: Það kostar einstaklinginn mun meira
að búa í úthverfinu, vegna ferðakostnaðar.
Sem dæmi kostar hátt í milljón krónur á hverju
árí að eiga og reka tveggja milljóna króna bíl.
Bensínverð mun ekki lækka, og margt bendir til
þess að það muni margfaldast í nálægri framtíð,
því olíuauðlindir heimsins takmarkast meira
með hverjum deginum.
Lífsgæði felast í því að geta gengið í vinnuna og
geta nýtt sér almenningssamgöngur. Hvort sem
við keppum að lifsgæðum eða hagkvæmni er
næsta skref að þétta byggðina og þar með styrkja
almenningssamgöngur.Skoðumlestiraffúllrialvöru
og byggjum ekki einbýli eða úthverfi í Vatnsmýrinni,
ef Ólafúr F. eftirlætur okkur hana einhvem daginn.
POKERSPILARIMEÐ BARNSANDLIT
s
SVARTHÖFÐI
varthöfði hefur yndi af hversl-
ags spilamennsku og notar
hvert tækifæri til að slá í spil
með nágrönn-
um og félög-
um. Aldrei
hefur hann
þó náð svo
langt að
keppa um
Berm-
úda-
skál eða
á þeim stalli að hann sé velkominn
við spilaborð Davíðs Oddssonar
seðlabankastjóra og Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar, hæstaréttar-
dómara og eins helsta hugmynda-
fræðings vorra tíma.
Svarthöfði hefur
heldur ekki komist
á póstlista Birkis
Jóns Jónssonar al-
þingismanns sem
staðinn hefur verið
að því að hagnast
verulega á pókerspili
og hefur yndi af því að
dnasa línudans á mörkum laga og
lögleysu. Það er reyndar undarlegt
að þjóðin skuli ekki skilja að Birkir
Jón þarf að fá útrás fyrir spennu-
fíkn sína. Hann lifir örugglega
fremur tilbreytingarlitlu lífi
sem alþingismaður og há-
skólanemi á fullum laun-
um. Birkir Jón á að baki
um og á örugglega eftir
að láta að sér kveða í enn
ríkara mæli. Hann var
aðstoðarmaður Páls
Péturssonar, fyrrver-
andi félagsmálaráð-
herra, og þeir
félagar voru
samstiga
íað
trufla ekki fjárstreymi til Byrgisins
þar sem óhefðbundið starf á sviði
meðferðar var stundað af kappi
fremur en forsjá.
Svarthöfði grípur gjarn-
an í spil í vinnuskúrum
með samstarfsmönnum
og stundum á heimili sínu.
Spilað er upp á matadorpen-
inga eða baunir. Fjárhagurinn
leyfir ekkert meira vegna þess
hve taxtar verkalýðshreyfing-
arinnar eru lágir. Stundum hafa
baunirnar tapast en þeir dagar
hafa komið að þær hafa beinlínis
hrúgast upp. Þannig er lífið, skin
og skúrir. Stundum skilar áhættan
sér en stundum ekki. En í vinnu-
skúrnum hefur Svarthöfði náð
stöðugt betri tækni í að sýna
engin svipbrigði þegar
hann leggur baunirnar
sínar undir. Það er lyk-
ilatriði að mótspilar-
arnir sjái ekki hvernig
andstæðingunum er
innanbrjósts. Þessi
tækni Svarthöfða hefur
vakið í senn athygli og öf-
und félaganna. Þótt Svarthöfði
nötri innra með sér eru andlits-
drættirnir óhagganlegir, eins og hjá
Clint Eastwood í eðalvestra.
Birkir Jón
Jónsson
hefur
þennan sama
styrkleika
og Clint og
Svarthöfði
þótt það sé af
öðrum ástæð-
um. Þingmað-
urinn er með andlit sem er svo
slétt, fellt og einlægt að það myndi
sóma sér á hvaða barni sem er.
Við spilaborðið kemur þetta sér
örugglega vel þegar spilað er upp
á búnt af fimmþúsundköllum. Hið
geislandi andlit er alltaf eins með
þessu glaðværa fasta brosi. Heið-
arleikinn skín úr hverjum drætti
þótt hið innra sé að finna sál hins
óforskammaða pókerspilara.
Andstæðingarnir eru sem
berskjaldaðir þegar engin
leið er að sjá hvort þing-
maðurinn ungi sé með
fullt hús eða tvennu. Og
hann vinnur yfirleitt eins
og fram kom í viðtölum við
hann í gær. Svarthöfði hefði
svo sannarlega gaman af því
að fá Birki Jón til einvígis í vinnu-
skúrnum þar sem harðir og áunn-
ir andlættisdrættir hans myndu
mæta ásjónu barnisins. Vandinn er
hins vegar sá að Svarthöfði spilar
aðeins upp á baunir og það er ekki
boðlegt fyrir þingmanninn.
„Já, umferðin á milli Reykjavíkur og
Keflavíkur er mikil. Ég myndi hiklaust
nýta mér þær ef þær væru fyrir hendi."
Rafn Stefán Rafnsson,
29 ára sölumaður
„Já, ég er mjög hlynntur þeim
hugmyndum. Bílarnir eru að kæfa
okkur. Ég ferðast nú minna til
Keflavíkur en áður en myndi nýta mér
þæreftll þess kæmi."
Sigurður Þór Jónsson,
77 ára eftirlaunaþegi
„Já, samgöngurnar á milli eru ekki
nógu góðar. Þetta er framtíðin og
þætti mérekki ólíklegt að við sjáum
lestarsamgöngur á milli eftir 20 ár."
Baldvin Páll Rúnarsson,
28 ára sölumaður
„Mérflnnst sjálfsagt að skoða það.
Samgönguþörfin ertil staðar, en það er
spurning hvort þetta borgi sig bæði
fjárhagslega og samfélagslega."
Sigurður Steinarsson,
35 ára viðskiptaráðgjafi