Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 UmræSa DV HVAÐ BAR HÆSTIVIKUNNI? Farsælir samningar og nýr leiðtogi „Það er þrennt sem kemur upp í hugann. I fyrsta lagi farsælir kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins með mikilvægri aðkomu ríkisstjórnarinnar. Þeir eiga að geta byggt undir efnahagslegan stöðugleika næstu ára. í annan stað áffamhaldandi hækkan- ir á skuldatryggingaálagi íslensku bank- anna sem endurspeglar þær erfiðu mark- aðsaðstæður sem nú ríkja á alþjóðlegum íjármálamörkuðum. f þriðja lagi afgerandi niðurstaða í skoðanakönnun Fréttablaðs- ins þar sem Hanna Birna er með afgerandi forystu í huga fólks um leiðtogaefni borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Það hlýt- ur að vera marktæk niðurstaða um viðhorf fólks til leiðtogahæfileika hennar." Bjarni Armannsson, fjárfestir Juilliard-sigurvegarinn „Forysta Sjálfstæðisflokksins tók loksins af skarið og gaf Vilhjálmi ákveðinn tíma til að gera upp hug sinn. Það var mikilvægt að einhver úr framvarðasveit flokksins stigi fram og það gerði Bjarni Benediktsson í þætti um síðustu helgi. í kjölfarið komu fleiri og sögðu að þetta væri ákvörðun sem ekki gengur að draga lappirnar með. Það má því vonandi búast við niðurstöðu á næstunni. Vilhjálmur er auðvitað kjörinn fulltrúi en ákvörðun sem þessi getur ekki verið látin hanga í loftinu, sama hvar í flokki fólk er. Síðan var það stórkostlegur viðburð- ur þegar Víkingur Heiðar Ólafsson spilaði í Salnum með flautuleikaranum. Víking- ur Heiðar vann nýlega píanókeppni í hin- um virta skóla Juilliard. Ég vissi að þessi atburður yrði það sem bæri hæst í menn- ingarlífinu hjá okkur. Því miður komst ég samt ekki á tónleikana vegna lasleika en ég er búin að heyra margt afar gott af þeim og vildi óska að ég hefði komist." Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar Lægstu laun hækka „Það voru að sjálfsögðu kjarasamning- arnir sem bar hæst hjá okkur. Þeir voru gerðir í því skyni að ná verðbólgunni niður og reyna í leiðinni að leysa þann vanda sem er að byggjast upp vegna þeirra sem höfðu setið eftir í launaskriðinu og launa- þróuninni á undanförnum misserum. Þetta var mikill áfangi. Við hjá Samtök- um atvinnulífsins stóðum bærilega sáttir upp frá þessari samningagerð og teljum að hún eigi eftir að lukkast mjög vel. Þarna er horfið frá því fyrirkomulagi að hækka alla um sömu prósentu, hvort sem hann er með há laun eða lág. Við teljum að þetta skapi fyrirtækjum almennan sveigjanleika og hvetjum við fyrirtæki til að notfæra sér hann. Þarna náum við að komast út úr allt of hárri verðbólgu sem verður vonandi til þess að vextir verði lækkaðir." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Loðnuveiðar voru stöðvaðar „Þegar loðnuveiðar voru stöðvaðar í vikunni. Ef það finnst ekki nægjanleg loðna til að hefja veiðar á ný mun þetta hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki og það starfsfólk sem byggir afkomu sína á þessum veiðum. Meðalveiði hefur gefið um 13 milljarða í þjóðarbúið og allt að 20 milljarða eins og árið 2002. Það er því ljóst að þetta verður mikið áfall og mikil tekju- rýrnun fyrir marga. Þarna þarf að huga að því hvort auka eigi við veiðar á hval sem étur mikið af loðnu og tekur meira af henni en maðurinn." Friðrik J. Arngrímsson, framkvaemdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna Medal efnis: • Fermingarbömin • Veislan • Fötin • Gjafimar • Trúin Foreldrarfemingarbamanna Minningamar Fermingarmyndimar Auglýsendur! Pantið tímanlega eða jyrir kl. 12.00 Jimmtudaginn 21.febrúar. Upplýsingar: audurm@dv.is, ama@dv.is, asduldw@dv.is vald@ajdv.is eðaisúna512 7000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.