Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Fermingar DV 'HVER ER MUNURINN Á HEFÐBUNDINNI FERMINGU OG BORGARALEGRI? SÉRA GEIR WAAGE, SÓKNARPRESTUR í REYK- HOLTI, OG HEIMSPEKINGURINN JÓHANN BJÖRNSSON, UMSJÓNARMAÐUR UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐA FYRIR BORGARALEGA FERMINGU, SVARA SPURNINGUM UM FERMINGAR. KIRKiULEG EÐARORGARALEG FERM Nl JÓHANN BJÖRNSSON kennari og umsjónar- maður með undirbún- ingsnámskeiöi fyrir } borgaralega fermingu um eru þessar stundir mun fleiri. Flestir þeir sem að fræðslunni standa notast við kver, eða einhvers konar kennslubók. Kverið tekur á þessum helstu trúfræði- og siðfræðilegu við- fangsefnum sem farið er í í fermingarundir- búningnum. Þá eru kröfurnar sem gerðar eru til barnanna mismiklar, en allir kunna þó Faðir vorið, trúarjátninguna og þessar helstu bænir og grunnsetningar úr ritningunni." HAFA 14 ÁRA BÖRN ÞROSKA TIL AÐ FERNIAST? „Það er ekkert algilt svar við þessari spurningu. Þessi aldur er tekinn í arf og er hluti af tilskipun um ferminguna frá miðri 18. öld. Þá voru börn líka látin læra lestur, skrift og reikning. Þá réðu menntunar- eða kunnáttuviðhorf því hvaða aldur var valinn. Menn vilja ýmist lækka þennan aldur eða hækka. Hvenær er maður tilbúinn til að taka afstöðu til trúar sinnar? Á æskuskeiðinu eru menn opnir íyrir alls kyns áhrifum, til góðs eða ills. Þá skiptir mestu máli hvaða undirbúning og uppeldi menn hafa hlotið. Miðað við almennt uppeldi í landinu er þetta ekki verri aldur en hver annar." HVAÐ FINNST ÞÉR UM BORGARALEGA FERMINGU? „Mér getur lítið fundist um það því ég skil ekki hvers konar staðfesting er þar á ferðinni. Eftir því sem mér skilst er um einhvers kon- ar umfjöllun um lífsskoðunar eða siðrænar spurningar að ræða. Ég veit ekki á hverju þær byggjast. Ef þetta er í andstöðu við það sem kirkjan kennir getur mér ekki fundist nema eitt um þetta. Að kalla þetta fermingu er alveg frá- leitt. Hvers konar con-firmatio er þarna á ferð- inni? Ég held að þetta sé hluti af þessari and- kirkjulegu hreyflngu sem hefur stundum skotið upp kollinum." HVAÐ FELUR FERMINGIN í SÉR? „Á latínu heitir hún confirmatio. Con er eitt- hvað sem margir standa að, eitthvað sameigin- legt, en firmatio er komið af firmare sem þýðir að staðfesta eitthvað. Þegar foreldrar eða for- ráðamenn bera barn til skírnar taka viðkom- andi að sér ákveðnar skyldur gagnvart barninu. Þær eru að ala barnið upp í ljósi fyrirheits skírn- arinnar; að kenna því að trúa á Guð og tilbiðja hann, að varðveita orð hans og sakramenti og að þjóna náunga sínum í kærleika. Kirkjan fylg- ir eftir þessari heimafræðslu og fer yfir kristna trúfræði þegar barnið náigast þessi tímamót að verða fulltíða einstaklingur. Það er gert til þess að auðvelda barninu að taka afstöðu til þess hvert það vill stefna á sínum fullorðinsárum. Ferming er staðfesting skírnarinnar." HVERT ER INNTAKIÐ í FERMINGAR- UNDIRBÚNINGNUM? „Inntakið er trúfræðikennsla í þeim bún- ingi sem talinn er hentugur fyrir fólk á þess- um aldri. Farið er yfir helstu kenningaratriði kristinnar trúar og um leið þá siðferðilegu skuldbindingu sem þær fela í sér. Flestir prest- ar reyna að vekja hugsanir um tilveruna og reyna þannig að hvetja til sjálfstæðra skoð- ana og afstöðu. Það er mikill misskilningur að það sé verið að innræta börnunum eitthvað í neikvæðri merkingu. Það er engum skoðun- um eða gildum þröngvað upp á börnin, held- ur veitt fræðsla um kristna trú. Margir prest- ar leitast einnig við að svara spurningum um önnur trúarbrögð, til dæmis um það sem er líkt og þá líka ólíkt í þeim og kristninni." HVERNIG ER UNDIRBÚNINGI HÁTTAÐ? „Það er mjög misjafnt. Að lágmarki er mið- að við 33 stunda samveru með presti eða þeim sem er trúað fyrir fræðslunni. í mörgum tilvik- HVAÐ FELUR BORGARALEG FERMING ( SÉR? „Hún snýst fyrst og fremst um það að við leimmst við að styðja og styrkja börnin í því að verða heilsteyptir borgarar í okkar samfélagi. Við gerum það með því að veita þeim fræðslu sem við væntum að verði þeim að gagni á lífs- leiðinni. Orðið ferming hefur ýmsar merking- ar, ein þeirra er að styðja eða styrkja. Borgara- leg ferming er stuðningur við ungt fólk sem er á leiðinni inn í fullorðinsárin." HVERT ER INNTAKIÐ í BORGARALEGRI FERMINGU? „Inntakið í borgaralegri fermingu er að efla ábyrgðarkennd einstaklinganna á sjálfum sér og samfélaginu eins og hægt er. Inntakið er siðferðilegs eðlis þar sem allir geta verið með "’hurtséð frá lífsskoðunum og trúarbrögðum. Við leggjum rækt við að sameinast um það sem gerir okkur að manneskjum. Gott siðferði er meginmarkmiðið, óháð þjóðerni, kynferði, trú eða lífsskoðunum." HVERNIG ER UNDIRBÚNINGI HÁTTAÐ? „Börnin sem koma til okkar mæta 12 sinn- um til okkar í 80 mínútur. Þau læra gagnrýna hugsun, lífsgildi og verðmætamat í nútímasam- félagi. Við förum í siðfræði og fræðum þau um skaðsemi vímuefna. Rætt er um hvernig tekið skuli á sorg eða áföllum, fjallað um hamingj- una og tilgang lífsins. Við fjöllum lfka um sam- skipti kynjanna, samskipti barna og fullorð- inna, fordóma og fjölmenningu auk þess sem við fræðum börnin um efahyggju. Efahyggj- an sem við kennum börnunum snýst fyrst og fremst um það hverju skal trúað og hverju ekki. Við kennum börnunum að greina þar á milli. Þetta eru grunnþættir fræðslunnar en svo fjöll- um við líka mjög oft um það sem efst er á baugi í samfélaginu hverju sinni, ef ástæða þykir." HAFA 14 ÁRA BÖRN ÞROSKA TIL AÐ FERMAST? „Þetta er spurning sem kemur oft upp í tengslum við kirkjulega fermingu því þar eru þau að staðfesta trú sína. Hjá okkur eru þau ekki að staðfesta neitt heldur aðeins að fræðast og rökræða um lífsgildin. Þau gætu bæði verið eldri og yngri til að gera það. Það er ekki háð aldri hvenær maður fer að ræða við börn um hvað sé rétt og rangt í samfélaginu. Mér heyrist á þeim börnum sem ég hef rætt við að þau hefðu allt eins gott af því að þroskast um eitt til tvö ár í viðbót áður en þau taka þessa ákvörðun að fermast kirkjulega. Þetta er þó einstaklingsbundið." HVAÐ FINNST ÞÉR UM KIRKJULEGA FERMINGU? „Á mér að finnast eitthvað um hana? Ég fermdist kirkjulega sjálfur árið 1980. Mér finnst mjög eðlilegt að trúfélög hafi einhverja athöfn fyrir sitt unga fólk. Mér finnst sjálfsagt að þeir sem vilja staðfesta trú sína geri það. Mér finnst þetta hið besta mál ef fólk kýs að fermast kirkju- lega. Fólk er misjafnt og við eigum að leyfa fjöl- breytileikanum að njóta sín." Landsins mesta úrval afullar og silklfatnaði Ull sem ekki stingur Mikiö úrval af mjúkum og sætum ullar- og silkífatnaði fyrir börn. Full búö afnýjum vörum Nýjir eigendur sama góöa varan Nærfatnaöur fyrir útivistina. Skíði, golf, vélsleöa, veiöi og m fl. Hitavermar, Angora, Silki, Merino, Einnig mikið úrval af brjóstagjafarfatnaöi. 1 SILkBODy Hlíðasmára 14,201 Kop s: 544-4344 Opið mán-fös 11 -18, lau 11 -17 NATTURULÆKNINGABUÐIN ULL OG SILKI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.