Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008
Norðurland DV
Hallarekstur
lögreglunnar
QGREGLAN
Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðár-
króki, glímir við hallarekstur og starfsmanna-
vanda hjá lögregluembættinu í Skagafirði. Hann
er með áform uppi um það hvernig endar megi
ná saman. Hann segir bjartari daga fram undan,
því brátt muni takast að fullmanna lögregluliðið á
Sauðárkróki.
Lögregluembættið á Sauðárkróki
glímir nú við fj ögurra og hálfrar millj -
óna króna fjárlagagat í rekstrinum.
Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn
kýs að nefna hallann fortíðarvanda.
Hann vinnur nú að því að finna leið-
ir til þess að kljúfa vandann og koma
lögreglunni í Skagafirði á þurrt land í
peningamálum.
Allt síðasta ár var embættið und-
irmannað. Það hefúr kallað á mikla
yfirvinnu að hálfu þeirra lögreglu-
manna sem starfa á Sauðárkróki.
Lögreglan á Sauðárkróki fær árlega
fjárveitingu upp á áttatíu milljón-
ir króna. Nálægt 67 milljónir fara í
launakostnað. Björn segir að óvæntir
úgjaldaliðir eins og nýjir einkennis-
búningar og nýtt talstöðvakerfi hafi
reynst þungir í taumi.
Fortíðarvandi á Króknum
„Jú, við höfum kallað þetta for-
tíðarvanda. Við leitum núna log-
andi ljósi að leiðum til þess að spara
við okkur í rekstrinum með það að
markmiði að þessi halli verði ekki
nema tvær miljónir í lok ársins," seg-
ir Björn. Sparnaðaraðgerðirnar fel-
ast meðal annars í svokölluðu álags-
stýrðu vaktakerfi, sem virkar þannig
að færri lögregluþjónar eru á vakt í
upphafi hverrar viku. Svo fjölgar í lið-
inu eftir því sem líður á vikuna. „Mér
sýnist að við getum sparað töluvert
af yfirvinnutímum með þessu móti,"
segir Björn.
Björn ætlar einnig að draga úr
notkun lögreglubílanna í sparnað-
arskyni. „Þetta reynum við að gera
þannig að það komi ekki niður á
eftirlitinu. Það er til að mynda vel
hægt að sinna hraðamælingum og
öðru eftirliti með ökumönnum jafn-
vel þótt bíllinn sé ekki á fullri ferð."
Björn segir að með þessu móti sé vel
hugsanlegt að spara upp undir hálfa
milljónyfir árið.
„ÞESSIVANDI ER
EKKI BUNDINN VIÐ
SKAGAFJÖRÐINN,
HELDUR ER ÞETTA
ÞEKKT VANDAMÁL."
Búningar og talstöðvar
Nýir lögreglubúningar voru tekn-
ir í notkun á árinu og við það féll tals-
verður kostnaður á lögregluembætti
landsins. „Þessi nýi galli, sem reynd-
ar er ekki kominn í fulla notkun, mun
kosta okkur ríflega eina milljón á ári,
næstu tvö til þrjú árin að líkindum,
svona á meðan þetta er að komast á
koppinn allt saman," segir Björn.
Lögregla á Islandi hefur smám
saman tekið í notkun nýtt samskipta-
kerfi, með svokölluðum Tetra-tal-
stöðvum. „Það voru talsverð útgjöld
hjá okkur eins og hjá öðrum emb-
ættum þegar Tetra-talstöðvakerfið
var tekið í notkun. Tetra-væðingin
kostaði okkur í kring um eina millj-
ón króna á síðasta ári," heldur Björn
áfram. Það hefur því margt lagst á eitt
til þess að stækka fjárlagagat lögregl-
unnar á Sauðárkróki.
Starfsmannavandinn
Starfsmannavandi Sauðárkróks-
lögreglunnar hefur orðið tilefni til
vangaveltna og fréttaflutnings á liðn-
um mánuðum. „Það eru alls níu
stöðugildi hérna hjá okkur. Við átt-
um í talsverðum vandræðum með
að manna þessar stöður, alveg ffá
ársbyrjun á síðasta ári," segir Björn.
Hann segir að ítrekað hafi verið
auglýst eftir fólki til starfa en enginn
hafi sótt um. „Þessi vandi er ekki
bundinn við Skagafjörðinn, heldur
er þetta þekkt vandamál, líka hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,"
ISlSSífc.:
segir Björn. Hann bendir þó á að
allt horfi þetta til betri vegar, því
ffá og með næstu mánaðamótum
Yfirlögregluþjónninn Björn Mikaelsson
stendur í ströngu þessa dagana og leggur
til sparnaðarleiðir til þess að fjárhagur
lögreglunnar í Skagafirði komist á rétt ról.
ammmmmmBm
verði aðeins ein staða eftir
ómönnuð. „Þegar við verðum
búnir að fullmanna í liðinu mun
yfirvinnustundum fækka enn ffekar,
sem hjálpar okkur í aðhaldinu."
sigtryggur@dv.is
Landsins mesta úrval afullar og
silkifatnaði
Ullsem ekki stingur
Mikið úrval afmjúkum og sætum
ullar- og silkifatnaði fyrir börn.
Full búð afnýjum vörum
Nýjir eigendursama góða varan
Nærfatnaður fyrir útivistina.
Skíði, golf, vélsleða, veiði og m fl.
Hitavermar, Angora, Silki, Merino.
Einnig mikið úrval af
brjóstagjafarfatnaði.
1 SILkBODy
Hlíðasmára 14,201 Kop s: 544-4344
Opið mán-fös 11 -18, lau 11 -17
NA TTURULÆKNINGABUÐIN ULL OG SILKI