Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Sport DV MEISTARADEILDIN Man. United - Lyon 1 -0 1-0C.Ronaldo ('41). Man. United fer áfram í átta liða úrslit AC Milan - Arsenal 0-2 0-1 Cesc Fabregas (84), 0-2 Emmanuel Adebayor (90). Arsenal fer áfram í átta liða úrslit Barcelona - Celtic 1-0 1-0 Xavi (4) Barcelona fer áfram í átta liða úrslit Sevilla - Fenerbach 3-2 Fenerbache fer áfram i átta liða úrslit HÖRKULEIKUR f PORTÚGAL Porto mætir til leiks fullt sjálfstrausts gegn Schalke. Jesualdo Ferreira, þjálfari Porto, er fullviss um að lið hans geti unnið upp 1 -0 forystu Schalke.„Það var reiðarslag þegar við lentum undir í fyrri hálfleikenégeránægðurmeð það hvernig við unnum okkur inn í leikinn að nýju. 1-0 er ekki mikil forysta í knattspyrnu og ef við náum að fara áfram þurfum við að sýna sjálfstraust," segir Ferreira .„Sóknin er besta vörnin," segir Mirko Slomka, þjálfari Schalke, en hann er undir mikilli pressu sökum slaks gengis í deildinni heima fýrir. Hann mun þó anda léttar eftir að stjórn félagsins tilkynnti það ívikunni aðstarf hans muni ekki standa og falla með úrslitunum gegn Porto.„Við erum í góðri stöðu og ef við erum duglegir að sækja með skyndisóknum getum við unnið þennan leik, við þurfum að skora," segir Slomka. CESAR ÆTLAR SÉR ÓVÆNT ÚR- SLIT A STAMFORD BRIDGE Chelsea mætir Olympiacos á heimavelli í kvöld. Fyrri leikurinn endaði 0-0 í Grikklandi. Slíkt hentar Chelsea- mönnum vel sem fóru hamförum gegn West Ham um helgina og unnu 4-0. Julio Cesar, varnar- maður Olympiacos, vonasttil þessað ná óvæntum úrslitum á Stamford Bridge. „Þeireruekki meðjafngottlið núna og þeir hafa verið með undanfarin ár. Þeir eru með gott lið en hafa ekki hrifið mig neitt sérstaklega að undanförnu. Við hefðum að sjálfstögðu átt að skora í fyrri leiknum og hann gaf okkur tilefni til bjartsýni í sfðari leiknum. Við erum ekki saddir og langar lengra í keppninni. Við þurfum að vara okkur á sóknarmönnum þeirra, Drogba og Anelka, eru mjög góðir og við megum ekki við mistökum," segir Cesar. Avram Grant, stjóri Chelsea, segir mikið hafa mættá sínum mönnum eftirtap í deildarbikarnum fyrir skömmu.„Við áttum erfiða viku fram að West Ham- leiknum. Eftir hann hefurverið mjög gott hljóð í leikmönnum sem eru staðráðnir í að fara lengra í keppninni," segirGrant. TERRY STEFNIR A ÞRENNUNA John Terry, fyrlrliði Chelsea, vonast eftir því að tryggja sér þrennuna eftirsóttu, með sigri í bikar-, deildar- og Meistara- deild. Hann lýsti þessu yfir eftir tap Chelsea fyrir Tottenham í úrslitum deildarbikarsins. „Við ræddum saman, leikmenn og þjálfri, en það fer ekki lengra um hvað við ræddum nákvæmlega. Leikmenn eins og ég, Frank Lampar og Didier Drogba eigum að rifa menn upp. Við eigum möguleika á sigri í þremur keppnum og ef við höldum rétt á spilunum getum við vel náði því," segirTerry. Chelsea er nú sjö stigum á eftir Arsenal og á leik inni. ÞURFUM AÐ SKORA SNEMMA Raul Gonzalez, leikmaður Real Madrid, segir afar mikilvægt fyrir liðið að skora snemma gegn Roma til þess að ná tökum á leiknum. Roma vann fyrri leikinn 2-1 og Raul langar áfram.„Við þurfum að vera klókir í leik okkar og reyna að nýta okkur stemninguna sem verður í loftinu í byrjun leiks. Fyrstu mínúturnar ákveða oft hraðann í leiknum og hvernig hlutirnir ganga eftir það. Roma eru með gott lið og flestar sóknir fara í gegnum Totti. Við þurfum að stoppa hann," segir Raul. VIÐAR GUÐJONSSON bladamadur skrifar: vidaria'dv.is Manchester United tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri á frönsku meisturunum í Lyon og 2-1 samanlagt. Leikurinn byrjaði rólega og liðin voru varfærin og greinilegt að Manchester United þurfti ekki á marld að halda 1-1 úrslitin úr fyrri leiknum þýddu að það myndi komast áfram með marki skoruðu á útivelli. United reyndi vissulega að sækja en þá skorti þann hraða sem einnkennt hefur leik liðsins að undanfömu. Lyon-menn ógnuðu lítið og voru með Benzema einan í framlínunni. Hann mátti stn lítils gegn margnum. Áhorfendur sem létu vel í sér heyra framan af fóru að geispa enda yfirleitt fleiri atvik til þess að æsa sig yfir á Old Trafford. Manchester United hélt boltanum og beið eftir færunum. United brýtur ísinn Á 41. mínútu náðu heimamenn forystu í leiknum. Wes Brown sendi fyrir markið og Anderson reyndi skot, en boltinn barst til Ronaldo sem lék á einn varnarmann og skoraði með vinstri fæti úr þröngu færi. Laglega gert hjá Portúgalanum sem var þó aldrei þessu vant ekki upp á sitt besta megn- ið úr leiknum. Ótrúlega, var þetta þrí- tugasta mark Ronaldo á leiktíðinni. Síðari hálfleikur hófst líkt og sá fyrri endaði. Bæði Uð léku varfærnislega og Lyon-menn sem allan tímann voru inni í leiknum voru ekki hklegir til þess að jafna metin. Þeir hefðu að ósekju mátt taka meiri áhættu í leik sínum. Manchester United-menn voru greinilega sáttir við hvernig leikur- inn þróaðis og Alex Ferguson tók litla áhættu enda ákveðnn í að halda fengnum hlut. Nokkrum sinnum var liðið þó nærri því að bæta við eftir að Lyon-menn misstu boltann illa. Yf- irleitt vantaði þó síðustu sending- una upp á. Rooney gerði sig nokkrum sinnum sekan um slæmar ákvarðanir þegar Manchester United var komið í álitlegar skyndisóknir. Stangarskot en ekkert meira Lyon-menn höfðu haft hægt um sig í sóknarleiknum megnið af leikn- um en á 74. mínútu voru þeir nærri því að jaftia þegar Keita skaut knettinum í stöng efdr snyrtilegt þríhymingar- spil við Karem Benzema. Stangarskot- ið var svo til eina færi Lyon-manna í leiknum. Leikur liðsins var varnars- innaður enda margir sem hafa farið flatt á því að ætla að sækja á Old Traff- ord. Allan Perrin þjálfari Lyon, setti þó annan sóknarmann inn á völlinn síð- ustu fimmtán mínúturnar. Fred bætti þó litlu við í sókninni enda fékk hann úr litlu að moða. Carlos Tevez kom inn á völlinn fyrir Anderson tuttugu mínútum fyrir leiks- lok. Hann færði aukið h'f í sóknarleikinn og með smá heppni hefði Manchester United getað bætt við marki. Það gekk hins vegar ekki og liðið er verðskuldað komið áftam í 16-liða úrsht. Óhætt er að segja að leikmenn liðsins hafi oft sýnt meiri glansleik. Þeir spiluðu þó nógu vel til þess að vinna sterkt lið Lyon. Mark Carloz- ar Tevez í fyrri leiknum reyndist afar mikilvægt og ljóst var frá upphafi að ekki var mikil pressa á liðinu. Varn- arleikurinn var traustur og Vidic og Ferdindand stjórnuðu honum af skynsemi. Lyon eru með gott lið en fyrir- fram var ljóst við ramman reip var að draga enda ekki margir sem sigra Manchester United á Old Trafford. Barátta Anderson, leikmaður Manchester United, í loftköstum. Manchester United lagði Lyon 1-0 á heimavelli í Meistaradeild Evrópu. United hefur oft sýnt betri leik en það gerði að þessu sinni þó sigurinn hafi aldrei verið i hættu. Lyon mætti ofjörlum sinum og ógnaði marki Englands- meistaranna sjaldan 30 mörk Cristiano Ronaldo skoraði sitt þrítugasta marká ferlinum. Brasilíksi ffamherjinn, Deivid, hjá Fenerbache minnkaði þó muninn á 20. mínútu með góðu skoti en Sevilla komust aftur í tveggja marka forystu áður en hálfleikurinn kláraðist. Freddy Kanoute bretti þá stöðunni í 3-2 fyrir Sevilla með faliegu marki innan úr teignum. Seinni hálfleikurinn var fjörugur og þurfti Fenerbahce í það minnsta að skora mark til að knúa ffam framlengingu. Aftur var það Deivid sem var á skotskónum en mark hans á 79. mínútu tryggði Fenerbache framlenginu. f ffamlengingunni var ekkert skorað og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. í vítaspymukeppninni var það svo markvörðurinn, Volkan Demirel, sem bætti upp fyrir mistökin í leiknum og varði þrjá vítaspyrnur Sevilla-manna og kom Fenerbache í 8 liða úrslitin. tomas@dv.is Markvörður Fenerbahce var skúrkurinn og hetjan gegn Sevilla: ANGIST í ANDALÚSÍU Eftir tvö mörk á fýrstu níu mínút- unum gegn tyrkneska liðinu Fener- bache virtist leiðin greið fyrir Sevilla í 16 liða úrslitin en Brasilíumaður- inn Deivid hafði ýmislegt um það að segja og kom leiknum í framlengingu með tveimur mörkum. Sevilla fékk draumabyrjun á leiknum þegar Brasinn í þeirra liði, Daniel Alves, kom þeim yfir strax á fimmtu mínútu með marki úr aukaspyrnu. Hann átti bylmingsskot sem hann snéri framhjá varnarveggnum en beint á markið. Markvörður Fenerbahce, Volkan Demirel, var þó alveg með boltann sem kom beint á markið en eitthvað voru hanskarnir sleypir hjá markverðinum sem sló boltann í hornið og Sevilla komið yfir. Aðeins fjórum mínútum síð- ar gerði Demirel sig sekan um önn- ur eins mistök. Fast skot frá fram- Fagnaði ekki svona eftir leik Daniel Alves klúðraði sínu víti gegn Fenerbahce. herja Sevilla, Seydou Keita, stefndi þá einnig beint á markið og í stað þess að nota báðar hendur til að slá boltann frá notaði hann aðeins eina. Hann hitti hinsvegar ekki boltann al- mennilega sem söng í netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.