Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2008, Blaðsíða 33
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 33 Eftir fjóra leiki í röð án sigurs valtaði Arsenal yfir núverandi Evrópumeistara AC Milan 2-0. Emmanuel Adebayor skoraði loksins fyrir Arsenal í Evrópukeppninni þegar hann potaði inn fyrirgjöf Theos Walcott. Sigur Arsenal var sannfærandi og annað árið í röð eru ríkjandi Evrópumeistarar fallnir úr leik í 16 liða úrslitum. Hei, dómari Oft var hart barist í leiknum. Arsenal hefur verið mikið á milli tanna fólks að undanförnu vegna slaks gengis. Liðið hafði tapað stórt íyrir Manchester United, tapað stórt fyrir Tottenham og gert jafn- tefli við Birmingham og Aston Villa. Jafnvel hefur verið fullyrt að Arsen- al sé lið í niðursveiflu eins og á sfð- asta tímabili. En fljótt skipast veður í lofti og liðið hreinlega valltaði yfir núverandi Evrópumeistara AC Mil- an og niðurlægði liðið á þess eigin heimavelli, 2-0. Arsene Wenger byrjaði með Emmanuel Adebayor einan upp á toppi á San Siro en fyrir leik- inn hafði Tógómaðurinn ekki enn skoraði í Meistaraeildinni. Theo Walcott sem William Gallas fyrir- liði gagnrýndi harkalega fyrir að taka engum framförum var settur á bekkinn. Hann hefur væntanlega hugsað sitt ráð á bekknum því hann sýndi fjölhæfni og kraft þegar hann kom inn á. Alexander Hleb var í aðstoðinni fyrir aftan Adebayor á meðan Robin van Persie, heill á ný, var kominn á bekkinn. Kaka var aftur kominn í lið AC Flogið inn í átta liða úrslit Gael Clichy fór oftar en ekki illa með Gennaro Gattuso. Milan en vörn liðsins var samanlagt 165 ára og sprækir Arsenal-menn hlógu oft að þunglamalegum varn- arleik ítalanna! Arsenal var sterkara fyrsm mín- útumar en það voru heimamenn í AC Milan sem sköpuðu sér hættu- legri færi. Fabregas bjargaði á línu írá Maldini, Kaka átti gott skot sem fór í hliðarnetið og Pippo Inzaghi fékk nokkur hálffæri sem eru einhvern veginn alltaf líkleg til að enda í net- möskvunum. Alexander Hleb var á einhvern ótrúlegan hátt spjaldaður fyrir að láta brjóta á sér þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Dómarinn kaus að sjá ekki brotið þrátt fyrir að vera í góðri aðstöðu og ákvað að spjalda Hleb iýrir leikaraskap! Skömmu síð- ar bjó Arsenal til besta færi fýrri hálf- leiks. Fabregas þrumaði í slána af um 20 metra færi. Þetta var í annað sinn í viðureign liðanna sem marksúlurnar komu Milan-mönnum til bjargar. 0- 0 í hálfleik þar sem heimamenn gám talist heppnir að sleppa með að halda hreinu. Fyrsti ósigur AC Milan fyrir ensku liði Síðari hálfleikur hófst eins og þeim fýrri lauk. Arsenal var mun sterk- ara liðið en eins og svo oft áður í vet- ur þar sem liðið einokar leikina tekst því á undraverðan hátt að skora ekki. Senderos fékk sannkallað dauða- færi og Eboue sömuleiðis. Senderos skoraði sjálfsmark um síðustu helgi og Eboue er í banni í deildinni fýr- ir rauða spjaldið gegn Manchester United. Þeim tókst því miður ekki að bæta fýrir syndir sínar. Skömmu síðar fór Eboue af velli og Walcott kom inn á. Með sinn hraða fór sóknarleikur Arsenal að þyngjast og loksins loksins sögðu margir Arsenal-mennþegar Fa- bregas klíndi boltann í netið framhjá risanum Kalac í marki AC Milan. All- ur vindur fór þá úr Evrópumeisturun- um og Adebayor skoraði síðara mark Arsenal sem var fyllilega verðskuldað. Sannfærandi sigur staðreynd og fyrsti ósigur AC Milan gegn ensku liði stað- reynd. Á síðustu leiktíð hló liðið að Manchester United og vann 3-0 en nú var öldin önnur. Liðið er einfaldlega skipað of gömlum mönnum sem hafa sungið, sumir fyrir löngu, sitt síðasta á knattspymuvellinum. Arsenal getur vel við unað. Eft- ir fjóra leiki í röð án sigurs voru efa- semdaraddir famar að heyrast um lið- ið. En það er ýmislegt spunnið í þetta lið og hver veit nema það standi uppi sem sigurvegari í Moskvu í maí. Það var alltaf vitað að á brattann yrði að sækja fyrir Celtic gegn Barcelona. Skotarnir 'töpuðu í frábæmm leik, 3-2, á heimavelli fyrir tveimur vikum og þurftu því að skora tvisvar á Nou Camp gegn engu marki heimamanna ætíuðu þeir sér áfram. Betri lið en Celtic hafa reynt og fallið og sú varð raunin fyrir Skotana en ferð þeirra í meistaradeildinni að þessu sinni er lokið eftir eins marks tap á Nou Camp. Barcelona kláraði leikinn strax á þriðju mínútu þegar Xavi skoraði fyrsta mark leiksins. Heimamenn héldu boltanum vel innan liðsins og gerðu Celtic-menn óþolinmóða en þeim lá heldur mikið á að komast í sókn. Brasilíumennirnir Ronaldinho og Sylvinho léku þá vel saman sem varð til þess að sá síðarnefndi gaf boltann fyrir markið þar sem Xavi var mættur og lyfti boltanum yfir Arthur Boruc í markinu með fallegu skoti. Barcelona var of sterkt fyrir Celt- ic í leiknum og lék boltanum eink- ar vel á milli sín. Celtic-menn hlupu og börðust eins og ljón en gæða- munrinn á liðunum kom fljótt í ljós. Skömmu eftir markið gerði Ronald- inho sig líklegan upp við mark Celtic en skot hans framhjá. Það helsta sem gerðist eftír þetta var að argentínska undrabarnið Leo Messi meiddist og þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik. Gæðamunurinn á liðunum kom enn frekar í ljós þegar Thierry Henry kom af tréverkinu og leystí strákinn af. Vennegoor of Hesselink komst hvað næst því að skora fyrir Celtic á 55. mínútu seinni hálfleiks þegar hann kom skalla á markið eftir send- ingu vængmannsins knáa McGeady en skallinn yfir markið og vonleysið mikið í herbúðum Skotanna. Eiður Gleðin tekur völd Það var auðveldur dagur á skrifstofunni fyrir leikmenn Barcelona í gærkvöldi. Smári kom inn á þegar átta mfnútur voru eftír en náði ekki að setja mark sitt á leikinn sem fjaraði út og Barce- lona komst tiltölulega auðveldlega inn í 8 liða úrslitin. Ævintýri Skot- anna er lokið. tomas@dv.is Glascow Celtic tókst ekki að skora gegn Barcelona: EINFALT Á NOU CAMP IÞRÓTTAMOLAR LIVERPOOL SPILAR í NÆSTU VIKU ftölsku liðin AC Milan og Inter deila eins og kunnugt er heimavellinum, San Siro, í Mílanó og vegna þess mun viðureign Liverpool og Inter fara fram (næstu viku. AC Milan og Arsenal lékuígærá San Siro og vegna öryggistástæðna og ástands vallarins verður viðureign Interog Liverpool á þriðjudaginn í næstu viku. Svipuð uppákoma varð fýrir tveimurárum þegar AC Milan og Inter fengu heimaleik REAL ÆTLAR AÐ KAUPA MÓTHERJ- ANA Predrag Mijatovic, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Real Madrid, er á fullu í sálfræðstrfðinu fyrir seinni leik Real gegn Roma í meistara- deildinni í kvöld. Mijatovic sem sér um flest leikmannakaup Real Madrid hefur látiðíveðrivakaað hannætlisérað kaupa Roma- mennina Daniel De Rossi og Mancini f sumar. De Rossi var nærri kominn til Madrídar í sumar í skiptum fyrir brasilíska bakvörðinn Cincinho sem fórtil Roma. „De Rossi er frábær miðjumaður og enn svo ungur. Hann mjög hæfileikarikur leikmaður sem myndi sóma sér vel hjá okkurf' segir Mijatovic EiGUM VERK AÐ VINNA Chelsea gerði jafntefli við gríska liðið Olympiakos ífyrri leikliðanna í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Þeim nægir því hvaða jafntefli sem er á heimavelli í kvöld til þess að komast áfram í keppninnl. Margir vllja meina að þetta sé formsatriðiðfyrir Chelsea að klára en portúgalski varnarmaðurinn, Ricardo Carvalho, er ekki á sama máli.„Eftir jafnteflið í Grikklandi var strax farið að tala um að þetta væri komið hjá okkur en svo er aldeilis ekki. Við vitum alveg að við þurfum að spila almennilega og klára leikinn með sóma. Eftir tapið gegn Tottenham höfum við þjappað okkur saman og ætlum okkur áfram f þessari keppni," sagði Carvalho. KOVACEVIC TRÚIRÁSIGUR Serbneski framherjinn Darko Kovacevic, sem leikur með Olympiakos, hefur sjaldan þótt hræddur við að tjá sig og hefur nú sagt að Grikkirnir geti vel lagt Chelsea að velli. Liðin mætast í kvöld f 16 liða úrslitum meistaradeildarinnaroger Kovacevic hvergi banginn.„Við gerðum jafntefli við Chelsea,0-0,á heimavelli og verðskulduðum meira en það. Ég get þó ekki breytt úrslitunum eftirá því miður. Þetta sýnirokkursamt það að við getum gertvel gegn svona sterkum mótherjum og við þurfum aðeins mark til að koma okkur áfram í keppninni," segir Kovacevic. TOTTIVERÐUR AÐ FARA FYRIR LIÐINU Þjálfari Roma, Luciano Spalletti, leggur nú allt sitt traust á FrancescoTotti og segir hann manninn sem þarf að leiða Roma til sigurs gegn Real Madrid. Liðin mætast í seinni leik 16 liða úrslita meistaradeildar- innarenRoma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1. „Þettaerstærsti leikurtímabilsins enn sem komið er hjá báðum liðum og þetta verður frábærviðureign því skal ég lofa. Að spila leik gegn Real Madrid um að komast áfram f meistaradeildinni er verðugt verkefni fyrir hvem sem er. Ég sem þjálfari verð að leggja traust mitt á minn besta mann sem erTotti. Hann verður aö leiða okkur til sigurs f kvöld," segir Spalletti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.